Alexis Sanchez er á leið frá Arsenal og mun fara í þessum mánuði ef félagið fær ásættanlegt tilboð. Þetta er fullyrt á vef BBC.
Sílemaðurinn hefur lengi verið orðaður við Manchester City og er nú heimilt að ræða við önnu félög þar sem samningur hans rennur út í sumar. Hann hefur hingað til neitað öllum samningstilboðum Arsenal.
Arsenal og Manchester City hafa átt í viðræðum en hafa enn ekki náð samkomulagi um kaupverð. Arsenal vill fá 35 milljónir punda en City reiðubúið að borga 20 milljónir en samkvæmt áðurnefndri frétt er líklegt að aðilar munu mætast á miðri leið.
Þá bárust fréttir af því í gær að Manchester United hafi lagt fram tilboð í Sanchez
BBC fullyrðir að Arsenal hafi áhuga á að kaupa Brasilíumanninn Malcolm frá Bordeaux í Frakklandi til að fylla í skarð Sanchez.
