Neyðarástand hjá foreldrum ungra barna Baldur Guðmundsson skrifar 12. janúar 2018 06:00 Rebekka Júlía Magnúsdóttir ásamt dóttur sinni. vísir/stefán „Þetta veldur mér miklum áhyggjum. Ég hugsa um þetta á hverjum degi,“ segir Rebekka Júlía Magnúsdóttir, íbúi í Laugarnesi, sem ekki kemur dóttur sinni að hjá dagforeldri. Hún hefur frá því á meðgöngunni leitað að dagforeldri en fæðingarorlofi hennar lýkur eftir næsta mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er staðan „erfið“. Þangað hringja foreldrar í miklum mæli í þeirri viðleitni sinni að finna dagforeldri. Fram kemur í svari við fyrirspurn til sviðsins að dagforeldrum í Reykjavík hafi fækkað úr 170 í 140 á tveimur árum. Erfiðleikar við mönnun á leikskólum borgarinnar hefur tafið fyrir inntöku barna á leikskóla og það ýfi upp vandann. Því eru afar fá, ef einhver, pláss laus. Til að freista þess að leggja mat á umfang vandans stofnaði Rebekka á miðvikudag Facebook-hópinn Foreldrar sem fá ekki pláss hjá dagforeldrum fyrir börnin sín. Eftir einn dag voru meðlimirnir orðnir ríflega þrjú hundruð talsins og að hennar sögn eru allir í sömu sporum. „Hvað á allt þetta fólk að gera?“ spyr hún. Óhætt er að segja að um neyðarástand sé að ræða. Rebekka segir að ómögulegt sé að komast að nema þekkja til einhvers. Það sé dagforeldrum í sjálfsvald sett hvaða börn þau taki inn. „Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum út um allt. En það eru engir biðlistar. Það er ekkert kerfi,“ segir hún og heldur áfram. „Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig.“„Þeir eru að bíða eftir mér“ Rebekka segist mögulega getað brúað bilið í mánuð með því að klára sumarfríið sitt og það geti eiginmaður hennar líka gert. En það leysi ekki vandann. „Ég veit ekki hvað ég ætti þá að gera við eldri stelpuna í júlí,“ segir hún en fjögur ár eru á milli barnanna þeirra tveggja. Hún tekur fram að húsnæðið hennar bjóði ekki upp á að hún geti ráðið sér au-pair. Hún segir að það hafi meðal annars hvarflað að sér að segja upp vinnunni en að hún eigi ekki bótarétt. Það gangi því heldur ekki upp. Hún segir að vinnuveitendur hennar séu meðvitaðir um stöðu mála en vænti hennar í mars. „Þau eru að bíða eftir mér,“ segir hún. Halldóra Björk Þórarinsdóttir er dagmóðir og stjórnarformaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Hún segir að ellefu börn séu á biðlista hjá sér. Þar sé um að ræða börn sem þurfi að komast að núna. Ekki sé útlit fyrir að hún geti tekið neitt þeirra barna inn. Hún segir að þessi mikli vandi sé nýtilkominn, hún hafi til að mynda ekki verið með fullt hjá sér fyrr en í nóvember. Manneklu á leikskólum borgarinnar sé um að kenna en hún nefnir einnig að margir foreldrar sæki um með engum fyrirvara. „En þetta stoppar hjá leikskólunum,“ segir hún. Rebekka viðurkennir að örvænting hafi gert vart við sig. Hún viti ekki hvað sé til ráða. Hún sé búin að hringja út um allt höfuðborgarsvæði, allt frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar, til að freista þess að komast að, jafnvel þó það kosti mikil ferðalög. Alls staðar sé staðan sú sama. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
„Þetta veldur mér miklum áhyggjum. Ég hugsa um þetta á hverjum degi,“ segir Rebekka Júlía Magnúsdóttir, íbúi í Laugarnesi, sem ekki kemur dóttur sinni að hjá dagforeldri. Hún hefur frá því á meðgöngunni leitað að dagforeldri en fæðingarorlofi hennar lýkur eftir næsta mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er staðan „erfið“. Þangað hringja foreldrar í miklum mæli í þeirri viðleitni sinni að finna dagforeldri. Fram kemur í svari við fyrirspurn til sviðsins að dagforeldrum í Reykjavík hafi fækkað úr 170 í 140 á tveimur árum. Erfiðleikar við mönnun á leikskólum borgarinnar hefur tafið fyrir inntöku barna á leikskóla og það ýfi upp vandann. Því eru afar fá, ef einhver, pláss laus. Til að freista þess að leggja mat á umfang vandans stofnaði Rebekka á miðvikudag Facebook-hópinn Foreldrar sem fá ekki pláss hjá dagforeldrum fyrir börnin sín. Eftir einn dag voru meðlimirnir orðnir ríflega þrjú hundruð talsins og að hennar sögn eru allir í sömu sporum. „Hvað á allt þetta fólk að gera?“ spyr hún. Óhætt er að segja að um neyðarástand sé að ræða. Rebekka segir að ómögulegt sé að komast að nema þekkja til einhvers. Það sé dagforeldrum í sjálfsvald sett hvaða börn þau taki inn. „Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum út um allt. En það eru engir biðlistar. Það er ekkert kerfi,“ segir hún og heldur áfram. „Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig.“„Þeir eru að bíða eftir mér“ Rebekka segist mögulega getað brúað bilið í mánuð með því að klára sumarfríið sitt og það geti eiginmaður hennar líka gert. En það leysi ekki vandann. „Ég veit ekki hvað ég ætti þá að gera við eldri stelpuna í júlí,“ segir hún en fjögur ár eru á milli barnanna þeirra tveggja. Hún tekur fram að húsnæðið hennar bjóði ekki upp á að hún geti ráðið sér au-pair. Hún segir að það hafi meðal annars hvarflað að sér að segja upp vinnunni en að hún eigi ekki bótarétt. Það gangi því heldur ekki upp. Hún segir að vinnuveitendur hennar séu meðvitaðir um stöðu mála en vænti hennar í mars. „Þau eru að bíða eftir mér,“ segir hún. Halldóra Björk Þórarinsdóttir er dagmóðir og stjórnarformaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Hún segir að ellefu börn séu á biðlista hjá sér. Þar sé um að ræða börn sem þurfi að komast að núna. Ekki sé útlit fyrir að hún geti tekið neitt þeirra barna inn. Hún segir að þessi mikli vandi sé nýtilkominn, hún hafi til að mynda ekki verið með fullt hjá sér fyrr en í nóvember. Manneklu á leikskólum borgarinnar sé um að kenna en hún nefnir einnig að margir foreldrar sæki um með engum fyrirvara. „En þetta stoppar hjá leikskólunum,“ segir hún. Rebekka viðurkennir að örvænting hafi gert vart við sig. Hún viti ekki hvað sé til ráða. Hún sé búin að hringja út um allt höfuðborgarsvæði, allt frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar, til að freista þess að komast að, jafnvel þó það kosti mikil ferðalög. Alls staðar sé staðan sú sama.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira