Erlent

Reiðialda í Ástralíu eftir að kóalabjörn fannst skrúfaður fastur

Atli Ísleifsson skrifar
Kóalabjörninn hafði verið skrúfaður fastur.
Kóalabjörninn hafði verið skrúfaður fastur. Koala Rescue Queensland (KRQ)
Mikil reiðialda gengur nú yfir Ástralíu eftir að dauður kóalabjörn fannst skrúfaður fastur á stólpa á áningarstað í skógi nálægt bænum Gympie, um 170 kílómetrum norður af Brisbane.

„Hvað er að þessu samfélagi? Þetta er ógeðslegt og mér verður óglatt,“ segir Murray Chambers, forseti dýraverndunarsamtakanna Koala Rescue Queensland (KRQ). BBC greinir frá málinu.

Tilkynning um kóalabjörninn barst samtökunum og kemur fram að hann hafi verið dauður þegar hann fannst. Sydney Herald segir frá því að rannsókn hafi einnig leitt í ljós að dýrið hafi verið dautt þegar það var skrúfað fast á staurinn.

Samtökin sögðu frá málinu á Facebook-síðu sinni og hafa þúsundir netverja lýst yfir hneykslun sinni.

Kóalabjörnum hefur fækkað á síðustu árum, meðal annars vegna sjúkdóma, árásum hunda og skógarelda. Áströlsk yfirvöld áætluðu að um 330 þúsund birnir hafi verið til í landinu árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×