Erlent

Svisslendingar banna suðu á lifandi humri

Atli Ísleifsson skrifar
Dýraverndarsinnar hafa bent á að humrar og önnur skeldýr séu með þróað taugakerfi og finni að öllum líkindum fyrir talsverðum sársauka þegar þeim er komið fyrir í sjóðandi vatni.
Dýraverndarsinnar hafa bent á að humrar og önnur skeldýr séu með þróað taugakerfi og finni að öllum líkindum fyrir talsverðum sársauka þegar þeim er komið fyrir í sjóðandi vatni. Vísir/Getty
Svisslendingum verður meinað að koma lifandi humri fyrir í sjóðandi vatni við matreiðslu frá og með 1. mars næstkomandi.

Svissneska ríkisstjórnin hefur samþykkt umfangsmiklar breytingar á lögum um dýravernd og verður nú að drepa eða deyfa dýrin áður en eru verða soðin.

RTS greinir fá því að samkvæmt nýju regluverki þarf að deyfa humarinn með rafmagni eða þá með „tæknilegri eyðileggingu“ heila dýrsins.

Dýraverndarsinnar og fjöldi vísindamanna hafa bent á að humrar og önnur skeldýr séu með þróað taugakerfi og finna að öllum líkindum fyrir talsverðum sársauka þegar þeim er komið fyrir í sjóðandi vatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×