Hundruð milljóna í ríkissjóð frá skipulagðri brotastarfsemi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. janúar 2018 07:15 Betur má ef duga skal, segir lögregla, sem ætlar að spýta í lófana í þessum efnum og leggja meiri áherslu á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Fréttablaðið/Stefán Íslensk lögregluyfirvöld hafa á síðustu tveimur árum haldlagt tæplega 78 milljónir króna, oftast nær í málum er varða fíkniefnaviðskipti. Búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár eftir umfangsmiklar aðgerðir hér á landi sem leiddu til upptöku á hátt í 200 milljónum króna. Haldlagðir fjármunir renna beint í ríkissjóð eftir að dómur þess efnis fellur. Lögreglan lagði hald á rúmlega 50,4 milljónir króna í níutíu málum árið 2016 og um 27 milljónir króna í 87 málum í fyrra. Oftast er um að ræða fíkniefnamál, en einnig fölsunarmál auk annarra fjársvikamála. Inni í þessum tölum eru ekki þeir fjármunir sem gerðir voru upptækir í Euro Market-málinu svokallaða, en þeir eru taldir nema um 200 milljónum íslenskra króna. Inni í þeim eru húseignir og hlutir í fyrirtækjum, svo fátt eitt sé nefnt.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Fréttablaðið/Anton BrinkGrímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, segir að mikil áhersla sé lögð á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Hins vegar megi alltaf betur fara og að hafin sé vinna við að breyta verkferlum innan lögreglunnar. „Ég get ekki sagt að við séum ánægð með þennan árangur, því við teljum að það sé meiri afrakstur af skipulagðri brotastarfsemi en svo að við náum nema litlu broti af henni. Og það er það sem við viljum gera – að ná afrakstrinum. Við erum að breyta skipulagi okkar þannig að við getum náð betri árangri í þessum efnum,“ segir hann. Tveir pólskir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem talin eru hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru mennirnir tveir eigandi og framkvæmdastjóri smávöruverslunarinnar Euro Market í Hamraborg og eru grunaðir um skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnainnflutning, peningaþvætti og fjársvik. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út í vikulok en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið á undanförnum vikum og rannsókn þess ólokið. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu eru fjármunir sem gerðir eru upptækir samkvæmt dómi ekki eyrnamerktir. Hins vegar séu tvær undantekningar; ef um er að ræða fiskveiðilagabrot rennur andvirði afla og veiðarfæra í landhelgissjóð, og ef maður hefur hlotið tjón af broti geti uppteknu fé verið ráðstafað til hans. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08 Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa á síðustu tveimur árum haldlagt tæplega 78 milljónir króna, oftast nær í málum er varða fíkniefnaviðskipti. Búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár eftir umfangsmiklar aðgerðir hér á landi sem leiddu til upptöku á hátt í 200 milljónum króna. Haldlagðir fjármunir renna beint í ríkissjóð eftir að dómur þess efnis fellur. Lögreglan lagði hald á rúmlega 50,4 milljónir króna í níutíu málum árið 2016 og um 27 milljónir króna í 87 málum í fyrra. Oftast er um að ræða fíkniefnamál, en einnig fölsunarmál auk annarra fjársvikamála. Inni í þessum tölum eru ekki þeir fjármunir sem gerðir voru upptækir í Euro Market-málinu svokallaða, en þeir eru taldir nema um 200 milljónum íslenskra króna. Inni í þeim eru húseignir og hlutir í fyrirtækjum, svo fátt eitt sé nefnt.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Fréttablaðið/Anton BrinkGrímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, segir að mikil áhersla sé lögð á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Hins vegar megi alltaf betur fara og að hafin sé vinna við að breyta verkferlum innan lögreglunnar. „Ég get ekki sagt að við séum ánægð með þennan árangur, því við teljum að það sé meiri afrakstur af skipulagðri brotastarfsemi en svo að við náum nema litlu broti af henni. Og það er það sem við viljum gera – að ná afrakstrinum. Við erum að breyta skipulagi okkar þannig að við getum náð betri árangri í þessum efnum,“ segir hann. Tveir pólskir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem talin eru hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru mennirnir tveir eigandi og framkvæmdastjóri smávöruverslunarinnar Euro Market í Hamraborg og eru grunaðir um skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnainnflutning, peningaþvætti og fjársvik. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út í vikulok en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið á undanförnum vikum og rannsókn þess ólokið. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu eru fjármunir sem gerðir eru upptækir samkvæmt dómi ekki eyrnamerktir. Hins vegar séu tvær undantekningar; ef um er að ræða fiskveiðilagabrot rennur andvirði afla og veiðarfæra í landhelgissjóð, og ef maður hefur hlotið tjón af broti geti uppteknu fé verið ráðstafað til hans.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08 Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08
Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15