Deilan um vinnubúðir álversins fer fyrir dóm Haraldur Guðmundsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Vinnubúðirnar á Reyðarfirði voru tvö þúsund manna þorp. Fréttablaðið/Vilhelm Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði hefur stefnt og krefst lóðarleigu frá Stracta Konstruktion sem keypti gömlu vinnubúðirnar sem reistar voru á byggingartíma álversins. Eigandi Stracta ætlar að gagnstefna Fjarðaáli ef fyrirtækið greiðir ekki 128 milljónir króna og virðisaukaskatt sem hann segir álverið hafa skapað sér með vegartálmum á lóðinni. Íslenska einkahlutafélagið Stracta Konstruktion keypti vinnubúðirnar eða um 690 hús á 200 milljónir króna árið 2012. Þar bjuggu um tvö þúsund manns á byggingartíma álversins. Stracta hefur selt byggingarnar í hótel og sem vinnubúðir og skólastofur en um 150 hús eru enn eftir á lóðinni. Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta og einn eigenda félagsins, hefur sagt að fyrrverandi starfsmaður Fjarðabyggðar hafi árið 2012 spillt fyrir og tafið sölu á hluta húsanna. Í maí í fyrra hafi hann svo ætlað að sækja húsin sem eftir eru en þá hafi Fjarðaál komið fyrir vegartálmum. „Ég var búinn að selja sum húsin og þurfti að endurgreiða þau, var með tilboð í önnur og lenti í stórtjóni út af þessu. Við munum gagnstefna og skuldum þeim ekki neitt. Þeir tóku að sér að greiða einhver stöðugjöld til Fjarðabyggðar sem þeim var kunnugt um að ég átti ekki að greiða því með framferði byggingarfulltrúa þar þá seldist ekkert af svæðinu í tvö ár vegna óhróðurs sem hún dreifði um gæði húsanna. Þannig fórum við yfir á tíma á geymslusvæðinu og neituðum að borga gjaldið því Fjarðabyggð olli þessu,“ segir Hreiðar. „Þau hús sem ekki var búið að selja átti flutningafyrirtækið Fljótavík að flytja til Orrustustaða í Skaftárhreppi sem átti að selja til uppbyggingar hótels Stracta. Þar við situr og nú munum við stefna þeim til greiðslu á 128 milljónum auk virðisaukaskatts og kostnaðar.“ Álverið hefur þurft að greiða stöðugjöld af vinnuþorpinu til sveitarfélagsins og rift kaupsamningnum. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að staðfesta að krafan sé vegna lóðarleigu og að vinnubúðirnar séu ekki enn seldar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði hefur stefnt og krefst lóðarleigu frá Stracta Konstruktion sem keypti gömlu vinnubúðirnar sem reistar voru á byggingartíma álversins. Eigandi Stracta ætlar að gagnstefna Fjarðaáli ef fyrirtækið greiðir ekki 128 milljónir króna og virðisaukaskatt sem hann segir álverið hafa skapað sér með vegartálmum á lóðinni. Íslenska einkahlutafélagið Stracta Konstruktion keypti vinnubúðirnar eða um 690 hús á 200 milljónir króna árið 2012. Þar bjuggu um tvö þúsund manns á byggingartíma álversins. Stracta hefur selt byggingarnar í hótel og sem vinnubúðir og skólastofur en um 150 hús eru enn eftir á lóðinni. Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta og einn eigenda félagsins, hefur sagt að fyrrverandi starfsmaður Fjarðabyggðar hafi árið 2012 spillt fyrir og tafið sölu á hluta húsanna. Í maí í fyrra hafi hann svo ætlað að sækja húsin sem eftir eru en þá hafi Fjarðaál komið fyrir vegartálmum. „Ég var búinn að selja sum húsin og þurfti að endurgreiða þau, var með tilboð í önnur og lenti í stórtjóni út af þessu. Við munum gagnstefna og skuldum þeim ekki neitt. Þeir tóku að sér að greiða einhver stöðugjöld til Fjarðabyggðar sem þeim var kunnugt um að ég átti ekki að greiða því með framferði byggingarfulltrúa þar þá seldist ekkert af svæðinu í tvö ár vegna óhróðurs sem hún dreifði um gæði húsanna. Þannig fórum við yfir á tíma á geymslusvæðinu og neituðum að borga gjaldið því Fjarðabyggð olli þessu,“ segir Hreiðar. „Þau hús sem ekki var búið að selja átti flutningafyrirtækið Fljótavík að flytja til Orrustustaða í Skaftárhreppi sem átti að selja til uppbyggingar hótels Stracta. Þar við situr og nú munum við stefna þeim til greiðslu á 128 milljónum auk virðisaukaskatts og kostnaðar.“ Álverið hefur þurft að greiða stöðugjöld af vinnuþorpinu til sveitarfélagsins og rift kaupsamningnum. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að staðfesta að krafan sé vegna lóðarleigu og að vinnubúðirnar séu ekki enn seldar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira