Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 20:00 Tvígreindur vandi er þegar einstaklingur á við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða, geðklofa eða geðhvarfasýki, og einnig fíknivanda. Alls komu 94 konur með tvígreindan vanda á dag- og göngudeild geðdeildar á síðasta ári og 55 lögðust inn á geðdeild. Engin sérhæf búsetuúrræði eru fyrir konur með þennan vanda, sem tekur við eftir meðferð á geðdeild, en slíkt er fyrir hendi fyrir karlmenn. „Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að þurfa að útskrifa fólk inn í ekki neitt og jafnvel á götuna. Suma erum við að útskrifa til fjölskyldu, vina eða til neyslufélaga eftir margra mánaða endurhæfingu - það er óforsvaranlegt,“ segir Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítalans. Dæmi eru um að konur dvelji fjölda mánaða inni á geðdeild eftir að meðferð lýkur. „Akkúrat núna eru tvær konur á geðdeildum sem eru í raun færar til útskriftar en við höfum ekki funið úrræði,“ segir Gunnlaug.Flakka á milli geðdeildar, fangelsis og götunnarHluti af þeim konum sem eru þó útskifaðar lendir í þeim vítahring að fara á götuna, brjóta af sér, fara í fangelsi og svo aftur á geðdeild. Til að rjúfa þennan vítahring segir Gunnlaug mikilvægt að koma konunum í skjól fyrst, í varanlegt húsnæði, og svo byggja þær upp með meðferð og endurhæfingu. Karlar með tvígreindan vanda eru fleiri en konurnar, en Gunnlaug segir konurnar í sérlega viðkvæmri stöðu. „Tilfinningin segir okkur að þær séu verr settar á götunni en karlar. Í einhverjum tilfellum vitum við að þær eru að fjármagna neysluna með vændi og það er hörmulegt,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
Tvígreindur vandi er þegar einstaklingur á við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða, geðklofa eða geðhvarfasýki, og einnig fíknivanda. Alls komu 94 konur með tvígreindan vanda á dag- og göngudeild geðdeildar á síðasta ári og 55 lögðust inn á geðdeild. Engin sérhæf búsetuúrræði eru fyrir konur með þennan vanda, sem tekur við eftir meðferð á geðdeild, en slíkt er fyrir hendi fyrir karlmenn. „Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að þurfa að útskrifa fólk inn í ekki neitt og jafnvel á götuna. Suma erum við að útskrifa til fjölskyldu, vina eða til neyslufélaga eftir margra mánaða endurhæfingu - það er óforsvaranlegt,“ segir Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítalans. Dæmi eru um að konur dvelji fjölda mánaða inni á geðdeild eftir að meðferð lýkur. „Akkúrat núna eru tvær konur á geðdeildum sem eru í raun færar til útskriftar en við höfum ekki funið úrræði,“ segir Gunnlaug.Flakka á milli geðdeildar, fangelsis og götunnarHluti af þeim konum sem eru þó útskifaðar lendir í þeim vítahring að fara á götuna, brjóta af sér, fara í fangelsi og svo aftur á geðdeild. Til að rjúfa þennan vítahring segir Gunnlaug mikilvægt að koma konunum í skjól fyrst, í varanlegt húsnæði, og svo byggja þær upp með meðferð og endurhæfingu. Karlar með tvígreindan vanda eru fleiri en konurnar, en Gunnlaug segir konurnar í sérlega viðkvæmri stöðu. „Tilfinningin segir okkur að þær séu verr settar á götunni en karlar. Í einhverjum tilfellum vitum við að þær eru að fjármagna neysluna með vændi og það er hörmulegt,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira