HR býður nemendum sálfræðiþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2018 16:41 Vikuna 29. janúar – 2. febrúar stendur HR fyrir Geðheilbrigðisviku þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni Háskólinn í Reykjavík Frá og með deginum í dag geta nemendur Háskólans í Reykjavík sótt sér sálfræðiþjónustu innan háskólans. Í þessari nýju þjónustu felst sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf háskólans að því er segir í tilkynningu frá HR. „Háskólinn í Reykjavík veitir nemendum sínum ekki aðeins góða menntun, heldur er lögð áhersla á að nemendur okkar vaxi og dafni sem einstaklingar á meðan þeir eru hér í námi og ég er afar stoltur af því að geta kynnt aukið aðgengi nemenda okkar að sálfræðiþjónustu,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor HR. „Sálfræðiþjónusta er nauðsynleg viðbót við þjónustu fyrir háskólanema og stórt skref í átt að betri geðheilsu ungmenna. Það er frábært að sjá HR stíga þetta mikilvæga skref sem kemur bæði nemendum til góða og háskólanum í heild,“ segir Sonja Björg Jóhannsdóttir, formaður Stúdentafélags HR. Nemendur sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna geta sent tölvupóst í netfangið salfraedithjonusta@ru.is eða leitað til náms- og starfsráðgjafar HR sem mun vísa þeim sem taldir eru þurfa eða vilja fá sálfræðiþjónustu í viðtal hjá sálfræðingi. Vikuna 29. janúar – 2. febrúar stendur HR fyrir Geðheilbrigðisviku þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni, svo sem svefn og samfélagsmiðlanotkun. Þessir fyrirlestrar eru öllum opnir. Á fyrirlestri í hádeginu í dag, mánudag, kom fram að stór hluti háskólanema á Íslandi glímir við einkenni kvíða og þunglyndis. Sú hópmeðferð sem nemendum mun standa til boða er gagnreynd, ósérhæfð hugræn atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða. Sýnt hefur verið fram á góðan árangur meðferðarinnar á Íslandi, meðal annars á heilsugæslustöðvum. Meðferðin stendur yfir í sex vikur, samtals í 12 klukkustundir auk heimaverkefna. Þeim nemendum sem eiga við annars konar vanda að stríða en þunglyndi og kvíða verður vísað á þjónustu sem hentar þeim innan heilbrigðiskerfisins.Dagskrá Geðheilbrigðisviku HR má sjá hér. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Frá og með deginum í dag geta nemendur Háskólans í Reykjavík sótt sér sálfræðiþjónustu innan háskólans. Í þessari nýju þjónustu felst sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf háskólans að því er segir í tilkynningu frá HR. „Háskólinn í Reykjavík veitir nemendum sínum ekki aðeins góða menntun, heldur er lögð áhersla á að nemendur okkar vaxi og dafni sem einstaklingar á meðan þeir eru hér í námi og ég er afar stoltur af því að geta kynnt aukið aðgengi nemenda okkar að sálfræðiþjónustu,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor HR. „Sálfræðiþjónusta er nauðsynleg viðbót við þjónustu fyrir háskólanema og stórt skref í átt að betri geðheilsu ungmenna. Það er frábært að sjá HR stíga þetta mikilvæga skref sem kemur bæði nemendum til góða og háskólanum í heild,“ segir Sonja Björg Jóhannsdóttir, formaður Stúdentafélags HR. Nemendur sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna geta sent tölvupóst í netfangið salfraedithjonusta@ru.is eða leitað til náms- og starfsráðgjafar HR sem mun vísa þeim sem taldir eru þurfa eða vilja fá sálfræðiþjónustu í viðtal hjá sálfræðingi. Vikuna 29. janúar – 2. febrúar stendur HR fyrir Geðheilbrigðisviku þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni, svo sem svefn og samfélagsmiðlanotkun. Þessir fyrirlestrar eru öllum opnir. Á fyrirlestri í hádeginu í dag, mánudag, kom fram að stór hluti háskólanema á Íslandi glímir við einkenni kvíða og þunglyndis. Sú hópmeðferð sem nemendum mun standa til boða er gagnreynd, ósérhæfð hugræn atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða. Sýnt hefur verið fram á góðan árangur meðferðarinnar á Íslandi, meðal annars á heilsugæslustöðvum. Meðferðin stendur yfir í sex vikur, samtals í 12 klukkustundir auk heimaverkefna. Þeim nemendum sem eiga við annars konar vanda að stríða en þunglyndi og kvíða verður vísað á þjónustu sem hentar þeim innan heilbrigðiskerfisins.Dagskrá Geðheilbrigðisviku HR má sjá hér.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira