Valið stendur á milli Ingvars og Sólveigar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. janúar 2018 16:26 Ingvar Vigur er framboðsefni uppstillingarnefndar en Sólveig Anna Jónsdóttir skilaði mótframboði í dag. Framboðsfrestur til formannskjörs Eflingar rann út klukkan 16 og er nú ljóst að í fyrsta sinn í sögu félagsins verður kosið um nýja stjórn. Sigurður Bessason hverfur frá formennsku í Eflingu eftir 18 ára starf í vor. Uppstillinganefnd hefur lagt fram, með blessun trúnaðarráðs, lista yfir nýja menn í stjórn, þar með talið formannsefnið Ingvar Vigur Halldórsson. Sólveig Anna Jónsdóttir skilaði mótframboði sínu klukkan 14 í dag.Framhaldið ræðst á næstu dögum „Næsta skref er náttúrulega bara að núna eru komnir tveir listar. Næsta skref er að kjörstjórn félagsins hittist með fulltrúum framboðanna og fer yfir þessa lista miðað við félagaskrá og gengur úr skugga um að allir sem í kjöri eru séu kjörgengir og að stuðningsmenn séu fullgildir félagsmenn,“ segir Þórir Guðjónsson, fulltrúi í kjörstjórn, í samtali við Vísi. „Það verður þá kjörstjórn síðan sem ákvarðar hvenær kosið verður og hvernig verði kosið. Það er eitthvað sem skýrist á allra næstu dögum.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur gagnrýnt stuðning Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við framboð Sólveigar Önnu. Sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið að það væri fordæmalaust að formaður VR hefði afskipti af kjöri í öðru félagi með svo beinum hætti. Ragnar Þór svaraði Gylfa á Facebook síðu sinni í dag og sakaði hann Gylfa um að hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR. Ragnar segist ekki muna eftir viðlíka afskiptum forseta ASÍ af innri málefnum VR síðan hann settist fyrst í stjórn félagsins fyrir níu árum síðan. Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00 Segir forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, svarar Gylfa Arnbjörnssyni. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Framboðsfrestur til formannskjörs Eflingar rann út klukkan 16 og er nú ljóst að í fyrsta sinn í sögu félagsins verður kosið um nýja stjórn. Sigurður Bessason hverfur frá formennsku í Eflingu eftir 18 ára starf í vor. Uppstillinganefnd hefur lagt fram, með blessun trúnaðarráðs, lista yfir nýja menn í stjórn, þar með talið formannsefnið Ingvar Vigur Halldórsson. Sólveig Anna Jónsdóttir skilaði mótframboði sínu klukkan 14 í dag.Framhaldið ræðst á næstu dögum „Næsta skref er náttúrulega bara að núna eru komnir tveir listar. Næsta skref er að kjörstjórn félagsins hittist með fulltrúum framboðanna og fer yfir þessa lista miðað við félagaskrá og gengur úr skugga um að allir sem í kjöri eru séu kjörgengir og að stuðningsmenn séu fullgildir félagsmenn,“ segir Þórir Guðjónsson, fulltrúi í kjörstjórn, í samtali við Vísi. „Það verður þá kjörstjórn síðan sem ákvarðar hvenær kosið verður og hvernig verði kosið. Það er eitthvað sem skýrist á allra næstu dögum.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur gagnrýnt stuðning Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við framboð Sólveigar Önnu. Sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið að það væri fordæmalaust að formaður VR hefði afskipti af kjöri í öðru félagi með svo beinum hætti. Ragnar Þór svaraði Gylfa á Facebook síðu sinni í dag og sakaði hann Gylfa um að hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR. Ragnar segist ekki muna eftir viðlíka afskiptum forseta ASÍ af innri málefnum VR síðan hann settist fyrst í stjórn félagsins fyrir níu árum síðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00 Segir forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, svarar Gylfa Arnbjörnssyni. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49
Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00
Segir forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, svarar Gylfa Arnbjörnssyni. 29. janúar 2018 11:00