Hvers vegna styðjum við íslenskan landbúnað? Margrét Gísladóttir skrifar 29. janúar 2018 13:21 Í nýliðinni viku var málþing á vegum grænmetisæta á Íslandi þar sem velt var upp þeirri spurningu hvers vegna neytendur væru að greiða „mjólkurskatt” en þar var átt við greiðslur úr ríkissjóði til kúabænda í mjólkurframleiðslu. Var daðrað við þá hugmynd að afnema greiðslur til kúabænda á þeim grundvelli að neyslumynstur fólks sé að breytast og ríkissjóður eigi ekki að styðja við framleiðslu á vöru sem ekki allir eru að neyta. Einnig komu upp hugmyndir um hvort skattgreiðendur gætu valið í hvað skattarnir þeirra fara í og þá gæti fólk til dæmis valið að styðja við grænmetisrækt í stað mjólkurframleiðslu og þar eftir götum. Þetta er um margt áhugavert sjónarmið sem er sjálfsagt að ræða. Á síðasta ári seldust mjólkurvörur unnar úr 145 milljón lítrum af mjólk hér á landi. Neyslan hefur aukist ár frá ári þó hún sveiflist á milli vöruflokka. Við neytum minni drykkjarmjólkur en höfum stóraukið neyslu okkar á smjöri og ostum svo dæmi sé tekið. Það er því erfitt að halda því fram að neysla mjólkurvara hafi tekið stórkostlegum breytingum. Í dag erum við með verðlagsnefnd sem ákveður verð til bænda og heildsöluverð ýmissa mjólkurvara. Sem dæmi eru smjör og drykkjarmjólk seld töluvert undir framleiðslukostnaðarverði og því ódýrari fyrir neytendur en ella. Vissulega kjósa ekki allir að neyta mjólkurvara en það á við um margt annað sem stutt er af stjórnvöldum, þjónustu eða iðnað, og er efni í sérstaka umræðu um hlutverk og forgangsröðun ríkissjóðs. Kúabú fyrst og fremst fjölskyldubú Flest lönd í heiminum styðja á einn eða annan hátt við innlendan landbúnað, meðal annars til að styðja við skynsamlega landnýtingu og fæðuöryggi. Það má segja að –þegar öllu er á botninn hvolft- sé það pólitísk ákvörðun hvort stundaður sé landbúnaður á Íslandi. Ef stuðningsgreiðslna nyti ekki við í einhverri mynd myndi samþjöppun óumflýjanlega eiga sér stað og kúabú í dreifðari byggðum myndu fyrst leggja upp laupana. Hvert bú þyrfti að halda mun fleiri gripi til að skila hagnaði, en í dag er meðalbúið að Íslandi með 47 kýr og miðast að mestu leyti við fjölskyldubú þar sem fjölskyldan á og rekur búið fremur en um sé að ræða eigendur og starfsmenn (til samanburðar er meðalkúabú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum með 1.241 kýr). Hér er margt undir svo sem landnýting og byggð í dreifðari sveitum, fjölbreytileiki í atvinnulífi, ásýnd dreifbýlis og eðli landbúnaðar sem við viljum að stundaður sé í landinu. Ef við værum einungis að hugsa um krónur og aura þá er það svo að við gætum raunverulega flutt inn allar mjólkurvörur sem neytt er hérlendis. Þá þyrftu engin kúabú að vera á Íslandi. Það myndi líklega skila sér í lægra verði fyrir neytendur, fyrst um sinn. En er það samfélagsgerð sem við viljum? Þess má geta að innfluttar mjólkurvörur hafa einnig hlotið opinberan stuðning í sínu upprunalandi. Varðandi upplýsingar til neytenda þá er hægt að sjá uppruna vörunnar í dag en lyfjanotkun, aðstaða dýra, starfsumhverfi og launakjör bænda er annað mál. Þverpólitísk samstaða um stuðning við íslenskan landbúnað Íslensk nautgriparækt hefur sérstöðu á mörgum sviðum. Helst ber að nefna okkar séríslenska kúakyn, eina minnstu notkun sýklalyfja í heiminum, lög um útigöngu gripa, eitt hæsta hlutfall heims af kúm í lausagöngufjósum og hrifning erlendra ferðamanna af fjölskyldubúunum sem einkenna greinina. Núverandi rekstarumhverfi greinarinnar er sífellt í endurskoðun og meðal annars á endurskoðunarnefnd búvörusamninga að skila af sér skýrslu í lok þessa árs um hvað má betur fara í núverandi búvörusamningum. Ekkert er yfir gagnrýni hafið en ljóst er að flestir stjórnmálamenn eru þó sammála um að styðja eigi við íslenskan landbúnað á einn eða annan hátt, sem er vel. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýliðinni viku var málþing á vegum grænmetisæta á Íslandi þar sem velt var upp þeirri spurningu hvers vegna neytendur væru að greiða „mjólkurskatt” en þar var átt við greiðslur úr ríkissjóði til kúabænda í mjólkurframleiðslu. Var daðrað við þá hugmynd að afnema greiðslur til kúabænda á þeim grundvelli að neyslumynstur fólks sé að breytast og ríkissjóður eigi ekki að styðja við framleiðslu á vöru sem ekki allir eru að neyta. Einnig komu upp hugmyndir um hvort skattgreiðendur gætu valið í hvað skattarnir þeirra fara í og þá gæti fólk til dæmis valið að styðja við grænmetisrækt í stað mjólkurframleiðslu og þar eftir götum. Þetta er um margt áhugavert sjónarmið sem er sjálfsagt að ræða. Á síðasta ári seldust mjólkurvörur unnar úr 145 milljón lítrum af mjólk hér á landi. Neyslan hefur aukist ár frá ári þó hún sveiflist á milli vöruflokka. Við neytum minni drykkjarmjólkur en höfum stóraukið neyslu okkar á smjöri og ostum svo dæmi sé tekið. Það er því erfitt að halda því fram að neysla mjólkurvara hafi tekið stórkostlegum breytingum. Í dag erum við með verðlagsnefnd sem ákveður verð til bænda og heildsöluverð ýmissa mjólkurvara. Sem dæmi eru smjör og drykkjarmjólk seld töluvert undir framleiðslukostnaðarverði og því ódýrari fyrir neytendur en ella. Vissulega kjósa ekki allir að neyta mjólkurvara en það á við um margt annað sem stutt er af stjórnvöldum, þjónustu eða iðnað, og er efni í sérstaka umræðu um hlutverk og forgangsröðun ríkissjóðs. Kúabú fyrst og fremst fjölskyldubú Flest lönd í heiminum styðja á einn eða annan hátt við innlendan landbúnað, meðal annars til að styðja við skynsamlega landnýtingu og fæðuöryggi. Það má segja að –þegar öllu er á botninn hvolft- sé það pólitísk ákvörðun hvort stundaður sé landbúnaður á Íslandi. Ef stuðningsgreiðslna nyti ekki við í einhverri mynd myndi samþjöppun óumflýjanlega eiga sér stað og kúabú í dreifðari byggðum myndu fyrst leggja upp laupana. Hvert bú þyrfti að halda mun fleiri gripi til að skila hagnaði, en í dag er meðalbúið að Íslandi með 47 kýr og miðast að mestu leyti við fjölskyldubú þar sem fjölskyldan á og rekur búið fremur en um sé að ræða eigendur og starfsmenn (til samanburðar er meðalkúabú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum með 1.241 kýr). Hér er margt undir svo sem landnýting og byggð í dreifðari sveitum, fjölbreytileiki í atvinnulífi, ásýnd dreifbýlis og eðli landbúnaðar sem við viljum að stundaður sé í landinu. Ef við værum einungis að hugsa um krónur og aura þá er það svo að við gætum raunverulega flutt inn allar mjólkurvörur sem neytt er hérlendis. Þá þyrftu engin kúabú að vera á Íslandi. Það myndi líklega skila sér í lægra verði fyrir neytendur, fyrst um sinn. En er það samfélagsgerð sem við viljum? Þess má geta að innfluttar mjólkurvörur hafa einnig hlotið opinberan stuðning í sínu upprunalandi. Varðandi upplýsingar til neytenda þá er hægt að sjá uppruna vörunnar í dag en lyfjanotkun, aðstaða dýra, starfsumhverfi og launakjör bænda er annað mál. Þverpólitísk samstaða um stuðning við íslenskan landbúnað Íslensk nautgriparækt hefur sérstöðu á mörgum sviðum. Helst ber að nefna okkar séríslenska kúakyn, eina minnstu notkun sýklalyfja í heiminum, lög um útigöngu gripa, eitt hæsta hlutfall heims af kúm í lausagöngufjósum og hrifning erlendra ferðamanna af fjölskyldubúunum sem einkenna greinina. Núverandi rekstarumhverfi greinarinnar er sífellt í endurskoðun og meðal annars á endurskoðunarnefnd búvörusamninga að skila af sér skýrslu í lok þessa árs um hvað má betur fara í núverandi búvörusamningum. Ekkert er yfir gagnrýni hafið en ljóst er að flestir stjórnmálamenn eru þó sammála um að styðja eigi við íslenskan landbúnað á einn eða annan hátt, sem er vel. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun