Segir forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 11:00 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni stéttarfélagsins. Ragnar segist ekki muna eftir viðlíka afskiptum forseta ASÍ af innri málefnum VR síðan hann settist fyrst í stjórn félagsins fyrir níu árum síðan. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Ragnars Þórs þar sem hann svarar gagnrýni Gylfa sem hann setti fram í Morgunblaðinu í dag varðandi stuðningsyfirlýsingu Ragnars við Sólveigu Önnu Jónsdóttur vegna framboðs hennar til formanns Eflingar. Sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið að það væri fordæmalaust að formaður VR hefði afskipti af kjöri í öðru félagi með svo beinum hætti. Ragnar Þór segir í færslu sinni á Facebook að það hafi farið um hann kjánahrollur við að lesa orð Gylfa. „Það fer um mig kjánahrollur að lesa yfirlýsingu forseta ASÍ. Ég hef margoft horft upp á bein afskipti ASÍ af málefnum annara stéttarfélaga. Ákveðnir aðilar hafa gengið svo langt að vinna gegn öðrum formönnum séu þeir líklegir til að gera betur en gjaldþrota hugmyndafræði örfárra um hvað sé nægilega hóflegt hverju sinni. Gylfi hefur ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR. Meðal annars með beinum tölvupóstsendingum á stjórn og trúnaðarráð félagsins. Hann á örfáa bandamenn innan stjórnar VR sem virðast halda honum vel upplýstum um gang mála. Þeir aðilar munu leggja sín störf í dóm félagsmanna í mars,“ segir Ragnar Þór og bætir við: „Í hvert skipti sem við ætlum að ræða mikilvæg mál innan okkar baklands byrja þessar tölvupóstsendingar hans. Meðal annars þegar við ætluðum að ræða og álykta um tilgreindu séreignina eða veru okkar innan LÍV og ASÍ. Ég man ekki eftir viðlíka afskiptum Forseta ASÍ af innri málum VR síðan ég tók sæti í stjórn félagsins fyrir 9 árum síðan. Líklega er það vegna þess að hann hefur ekki talið þörf á því hingað til þar sem valdastrúktúr hreyfingarinnar hefur ekki verið ógnað fyrr en nú. Þannig mætti kalla afskipti Gylfa fordæmalaus. Þetta er jú sami forseti og þykist eingöngu fara eftir vilja félagsmanna á meðan hann treður gjaldþrota hugmyndafræði sinni ofar vilja grasrótarinnar. En sú rós sem Gylfi ber í hnappagati svika við alþýðu þessa lands og mun aldrei gleymast er aðgerðarleysið og samstöðuleysið gagnvart fjármálakerfinu eftir hrun. Hans verður minnst sem varðhundur verðtryggingar og okurvaxta.“ Sjá má Facebook-færslu Ragnars í heild sinni hér fyrir neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni stéttarfélagsins. Ragnar segist ekki muna eftir viðlíka afskiptum forseta ASÍ af innri málefnum VR síðan hann settist fyrst í stjórn félagsins fyrir níu árum síðan. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Ragnars Þórs þar sem hann svarar gagnrýni Gylfa sem hann setti fram í Morgunblaðinu í dag varðandi stuðningsyfirlýsingu Ragnars við Sólveigu Önnu Jónsdóttur vegna framboðs hennar til formanns Eflingar. Sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið að það væri fordæmalaust að formaður VR hefði afskipti af kjöri í öðru félagi með svo beinum hætti. Ragnar Þór segir í færslu sinni á Facebook að það hafi farið um hann kjánahrollur við að lesa orð Gylfa. „Það fer um mig kjánahrollur að lesa yfirlýsingu forseta ASÍ. Ég hef margoft horft upp á bein afskipti ASÍ af málefnum annara stéttarfélaga. Ákveðnir aðilar hafa gengið svo langt að vinna gegn öðrum formönnum séu þeir líklegir til að gera betur en gjaldþrota hugmyndafræði örfárra um hvað sé nægilega hóflegt hverju sinni. Gylfi hefur ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR. Meðal annars með beinum tölvupóstsendingum á stjórn og trúnaðarráð félagsins. Hann á örfáa bandamenn innan stjórnar VR sem virðast halda honum vel upplýstum um gang mála. Þeir aðilar munu leggja sín störf í dóm félagsmanna í mars,“ segir Ragnar Þór og bætir við: „Í hvert skipti sem við ætlum að ræða mikilvæg mál innan okkar baklands byrja þessar tölvupóstsendingar hans. Meðal annars þegar við ætluðum að ræða og álykta um tilgreindu séreignina eða veru okkar innan LÍV og ASÍ. Ég man ekki eftir viðlíka afskiptum Forseta ASÍ af innri málum VR síðan ég tók sæti í stjórn félagsins fyrir 9 árum síðan. Líklega er það vegna þess að hann hefur ekki talið þörf á því hingað til þar sem valdastrúktúr hreyfingarinnar hefur ekki verið ógnað fyrr en nú. Þannig mætti kalla afskipti Gylfa fordæmalaus. Þetta er jú sami forseti og þykist eingöngu fara eftir vilja félagsmanna á meðan hann treður gjaldþrota hugmyndafræði sinni ofar vilja grasrótarinnar. En sú rós sem Gylfi ber í hnappagati svika við alþýðu þessa lands og mun aldrei gleymast er aðgerðarleysið og samstöðuleysið gagnvart fjármálakerfinu eftir hrun. Hans verður minnst sem varðhundur verðtryggingar og okurvaxta.“ Sjá má Facebook-færslu Ragnars í heild sinni hér fyrir neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49
Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00