Minnihlutinn í Garðabæ íhugar sameiginlegt framboð Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2018 10:39 Minnihlutinn í Garðabæ ræddi sameiginlegt framboð fyrir síðustu kosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði á síðustu stundu. Vísir Flokkarnir sem skipa minnihluta í bæjarstjórn Garðabæjar íhuga nú sameiginlegt framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Flokkarnir sem um ræðir eru Björt framtíð sem er með tvo fulltrúa í bæjarstjórn, Samfylkingin sem á einn fulltrúa og og Listi fólksins í bænum sem á einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta með sjö bæjarfulltrúa. Halldór J. Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir sameiginlegt framboð flokkanna í minnihluta hafa verið rætt fyrir kosningarnar í vor, alveg eins og það var rætt fyrir síðustu kosningar.Halldór Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Þetta var komið ansi langt skilst mér fyrir fjórum árum síðan en svo slitnaði upp úr því á síðustu stundu,“ segir Halldór. Hann segir viðræðurnar ekki komnar langt en fólk sé viljugt til að ræða saman og svo þurfi tíminn að leiða annað í ljós. Garðabær hefur reynst ansi sterkt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segir Halldór flokkinn hafa vissulega verið við stjórnvölinn lengi þar í bæ. Hann tekur þó fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu búnir að vinna mikið starf en mögulega sé kominn tími á breytingar. „Ég held að það sé mjög heilbrigt fyrir alla, bæði meirihlutann og Garðbæinga alla að skipta út allavega eitt kjörtímabil. Ég segi það náttúrlega hugmyndafræðilega séð, svo er annað að reyna að framkvæma það. Svo er hitt að geta mögulega styrkt minnihlutann. Í svona samstarfi getur minnihlutasamstarfið verið betra, við erum ekkert svo rosalega ósammála hér í Garðabæ, allir hér sem sitja í bæjarstjórn eru indælisfólk sem er sammála um flest mál en þetta snýst meira um hvernig á að vinna hlutina, ekki hvort,“ segir Halldór. Aðspurður hvenær ákvörðun um samstarf flokkanna í minnihluta þyrfti að liggja fyrir segist hann ekki viss, en vissulega sé það betra ef það gerist fyrr en seinna. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Flokkarnir sem skipa minnihluta í bæjarstjórn Garðabæjar íhuga nú sameiginlegt framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Flokkarnir sem um ræðir eru Björt framtíð sem er með tvo fulltrúa í bæjarstjórn, Samfylkingin sem á einn fulltrúa og og Listi fólksins í bænum sem á einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta með sjö bæjarfulltrúa. Halldór J. Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir sameiginlegt framboð flokkanna í minnihluta hafa verið rætt fyrir kosningarnar í vor, alveg eins og það var rætt fyrir síðustu kosningar.Halldór Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Þetta var komið ansi langt skilst mér fyrir fjórum árum síðan en svo slitnaði upp úr því á síðustu stundu,“ segir Halldór. Hann segir viðræðurnar ekki komnar langt en fólk sé viljugt til að ræða saman og svo þurfi tíminn að leiða annað í ljós. Garðabær hefur reynst ansi sterkt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segir Halldór flokkinn hafa vissulega verið við stjórnvölinn lengi þar í bæ. Hann tekur þó fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu búnir að vinna mikið starf en mögulega sé kominn tími á breytingar. „Ég held að það sé mjög heilbrigt fyrir alla, bæði meirihlutann og Garðbæinga alla að skipta út allavega eitt kjörtímabil. Ég segi það náttúrlega hugmyndafræðilega séð, svo er annað að reyna að framkvæma það. Svo er hitt að geta mögulega styrkt minnihlutann. Í svona samstarfi getur minnihlutasamstarfið verið betra, við erum ekkert svo rosalega ósammála hér í Garðabæ, allir hér sem sitja í bæjarstjórn eru indælisfólk sem er sammála um flest mál en þetta snýst meira um hvernig á að vinna hlutina, ekki hvort,“ segir Halldór. Aðspurður hvenær ákvörðun um samstarf flokkanna í minnihluta þyrfti að liggja fyrir segist hann ekki viss, en vissulega sé það betra ef það gerist fyrr en seinna. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira