Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2018 06:00 Silja Dögg Andradóttir hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í Breiðholtsskóla. vísir/ernir „Dóttir mín ákvað sjálf að þetta væri ekki hægt lengur,“ segir Silja Andradóttir, móðir stúlku í 9. bekk sem í nóvember skipti um skóla vegna slæmrar aðstöðu í Breiðholtsskóla. „Hana vantaði betri aðstöðu. Þetta er hennar vinnustaður. Hún hefur verið með sjö mismunandi umsjónarkennara síðan hún byrjaði þarna fyrir fjórum og hálfu ári. Það er mjög lítill stöðugleiki í því,“ útskýrir Silja. Silja er sjálf úr Breiðholti og var, að eigin sögn, í tíu gleðileg ár í Breiðholtsskóla. Hún flutti með börnin sín þrjú í Breiðholtið og var spennt fyrir því að þau gætu notið þess, eins og hún. „Ég var svo ánægð með að þau kæmust í svona góðan skóla. Svo er maður bara að sjá eitthvað allt annað í dag,“ segir Silja. Hún telur kennarana sjálfa ekki vera vandamálið, heldur tíðar uppsagnir þeirra og óstöðugleika. „Kennararnir eru flestir frábærir. En málið er að þeir stoppa svo stutt í skólanum, eitt skólaár eða jafnvel bara eina önn. Það hefur skapað ójafnvægi og slæmt andrúmsloft í Breiðholtsskóla. Það segir sig kannski sjálft að þegar kennarar stoppa stutt, þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ segir Silja. Samkvæmt Skóla- og frístundasviði hafa 54 börn hætt í skólanum síðastliðna tólf mánuði, af þeim fluttu 38 úr hverfinu. Sextán búa enn í hverfinu, en hafa kosið að sækja aðra skóla. Á sama tíma hafa níu kennarar sagt upp störfum, þar af hættu sjö kennarar síðasta vor og tveir núna um áramótin. Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri í Breiðholtsskóla, er sammála staðhæfingum um óánægju innan skólans en segir margar ólíkar ástæður fyrir því að bæði kennararnir og börnin hafi hætt. „Tveir fluttu út á land og svo hafa einhverjir einfaldlega hætt vegna þessarar óánægju. Ekki vegna minna stjórnunarhátta. Heldur vegna þess að kennarar hafa talið þessar vinnuaðstæður ómögulegar.“ Hún telur enn fremur breytingar á skólastarfi og nýja stjórnunarhætti hafa eitthvað að segja. Hún segir nemendur ánægða, að skólinn komi framúrskarandi vel út úr mælingum á læsi og samræmdum prófum og faglegt og gott starf sé unnið í skólanum. Mikil úrbótavinna var sett af stað innan skólans í kjölfar óánægju meðal foreldra síðastliðið ár. Umbótatillögur hafa helst snúið að skólabrag, samskiptum, stjórnun og mannauði. Áfangaskýrsla um umbótavinnu er væntanleg síðar í mánuðinum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Dóttir mín ákvað sjálf að þetta væri ekki hægt lengur,“ segir Silja Andradóttir, móðir stúlku í 9. bekk sem í nóvember skipti um skóla vegna slæmrar aðstöðu í Breiðholtsskóla. „Hana vantaði betri aðstöðu. Þetta er hennar vinnustaður. Hún hefur verið með sjö mismunandi umsjónarkennara síðan hún byrjaði þarna fyrir fjórum og hálfu ári. Það er mjög lítill stöðugleiki í því,“ útskýrir Silja. Silja er sjálf úr Breiðholti og var, að eigin sögn, í tíu gleðileg ár í Breiðholtsskóla. Hún flutti með börnin sín þrjú í Breiðholtið og var spennt fyrir því að þau gætu notið þess, eins og hún. „Ég var svo ánægð með að þau kæmust í svona góðan skóla. Svo er maður bara að sjá eitthvað allt annað í dag,“ segir Silja. Hún telur kennarana sjálfa ekki vera vandamálið, heldur tíðar uppsagnir þeirra og óstöðugleika. „Kennararnir eru flestir frábærir. En málið er að þeir stoppa svo stutt í skólanum, eitt skólaár eða jafnvel bara eina önn. Það hefur skapað ójafnvægi og slæmt andrúmsloft í Breiðholtsskóla. Það segir sig kannski sjálft að þegar kennarar stoppa stutt, þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ segir Silja. Samkvæmt Skóla- og frístundasviði hafa 54 börn hætt í skólanum síðastliðna tólf mánuði, af þeim fluttu 38 úr hverfinu. Sextán búa enn í hverfinu, en hafa kosið að sækja aðra skóla. Á sama tíma hafa níu kennarar sagt upp störfum, þar af hættu sjö kennarar síðasta vor og tveir núna um áramótin. Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri í Breiðholtsskóla, er sammála staðhæfingum um óánægju innan skólans en segir margar ólíkar ástæður fyrir því að bæði kennararnir og börnin hafi hætt. „Tveir fluttu út á land og svo hafa einhverjir einfaldlega hætt vegna þessarar óánægju. Ekki vegna minna stjórnunarhátta. Heldur vegna þess að kennarar hafa talið þessar vinnuaðstæður ómögulegar.“ Hún telur enn fremur breytingar á skólastarfi og nýja stjórnunarhætti hafa eitthvað að segja. Hún segir nemendur ánægða, að skólinn komi framúrskarandi vel út úr mælingum á læsi og samræmdum prófum og faglegt og gott starf sé unnið í skólanum. Mikil úrbótavinna var sett af stað innan skólans í kjölfar óánægju meðal foreldra síðastliðið ár. Umbótatillögur hafa helst snúið að skólabrag, samskiptum, stjórnun og mannauði. Áfangaskýrsla um umbótavinnu er væntanleg síðar í mánuðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira