Stærstu og feitustu hundar landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. janúar 2018 20:16 Nokkrir af stærstu og feitustu hundum landsins komu saman í dag en þeir eru allir skyldir. Hundarnir geta náð allt að 200 kílóa þyngd. Það var mikið fjör í Hellisskógi á Selfossi þegar nokkrir af hundunum koma saman. Hluti af þeim á heima á Selfossi og hluti á höfuðborgarsvæðinu. Innan við 30 hundar af þessari tegund eru til á Íslandi. „Þeir eru sem sagt blendingar af frönskum mastiff og bullmastiff,“ segir Eyjólfur Ari Jónsson, einn af eigendum hundanna. „Þeir eru þriggja ára og við erum með eina fimm ára tík líka.“ Eyjólfur segir hundana yfirleitt ná um 120 kílóa þyngd en sá þyngsti sem hann hafi séð hafi verið 200 kíló og risa stór. „Þetta eru voða rólegir hundar, þó þeir virki ekki þannig núna.“ Það var mikill leikur í hundunum þegar þeir komu saman í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Eyjólfur á stærsta hund hópsins sem heitir Þór. Hann segir þetta vera mikla heimilishunda. „Þeir liggja bara í leti allan daginn og það er ekkert vesen á þeim. Það er aðallega stærðin á þeim sem að flækist fyrir fólki en annars er þetta bara eins og ofvaxinn chihuahua.“ Sara Mjöll á hundinn Hektor sem er fjögurra ára gamall. „Þetta er litla barnið mitt. Það er svolítið svoleiðis,“ segir Sara og bætir við: „Eða stóra barnið.“ Hún segir þessa hunda vera mjög trausta og þeir séu mjög næmir. „Þetta er mannlegasti hundur sem að ég hef nokkurn tímann kynnst.“ Dýr Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Nokkrir af stærstu og feitustu hundum landsins komu saman í dag en þeir eru allir skyldir. Hundarnir geta náð allt að 200 kílóa þyngd. Það var mikið fjör í Hellisskógi á Selfossi þegar nokkrir af hundunum koma saman. Hluti af þeim á heima á Selfossi og hluti á höfuðborgarsvæðinu. Innan við 30 hundar af þessari tegund eru til á Íslandi. „Þeir eru sem sagt blendingar af frönskum mastiff og bullmastiff,“ segir Eyjólfur Ari Jónsson, einn af eigendum hundanna. „Þeir eru þriggja ára og við erum með eina fimm ára tík líka.“ Eyjólfur segir hundana yfirleitt ná um 120 kílóa þyngd en sá þyngsti sem hann hafi séð hafi verið 200 kíló og risa stór. „Þetta eru voða rólegir hundar, þó þeir virki ekki þannig núna.“ Það var mikill leikur í hundunum þegar þeir komu saman í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Eyjólfur á stærsta hund hópsins sem heitir Þór. Hann segir þetta vera mikla heimilishunda. „Þeir liggja bara í leti allan daginn og það er ekkert vesen á þeim. Það er aðallega stærðin á þeim sem að flækist fyrir fólki en annars er þetta bara eins og ofvaxinn chihuahua.“ Sara Mjöll á hundinn Hektor sem er fjögurra ára gamall. „Þetta er litla barnið mitt. Það er svolítið svoleiðis,“ segir Sara og bætir við: „Eða stóra barnið.“ Hún segir þessa hunda vera mjög trausta og þeir séu mjög næmir. „Þetta er mannlegasti hundur sem að ég hef nokkurn tímann kynnst.“
Dýr Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira