Íhuga að stöðva fjárveitingar til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2018 21:00 Geimstöðin hefur verið á braut um jörðu í rúmlega sjö þúsund daga. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donald Trump íhugar að skera á fjármagn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og ekki reyna að framlengja líftíma hennar lengur en til 2024. Þegar Barack Obama var forseti var líftími hennar framlengdur til þess árs og er Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, að íhuga hvort og þá hvernig hægt sé að halda henni gangandi til ársins 2028. Hvíta húsið mun leggja fram fjárhagsáætlun sína í næsta mánuði en blaðamenn The Verge hafa séð drög að áætluninni og segja að þar komi fram að stöðva eigi fjárveitingar til geimstöðvarinnar.Geimstöðin hefur verið á braut um jörðu í rúmlega sjö þúsund daga, samkvæmt talningu NASA. Það tók um tvö ár að skjóta hlutum hennar á loft og setja hana saman. Geimfarar hafa haldið til í geimstöðinni frá árinu 2000 og verja þeir nú miklum tíma í að gera sjá um viðgerðir. NASA ver þremur til fjórum milljörðum dala í stöðina á ári og í heildina er talið að Bandaríkin hafi lagt 87 milljarða í hana. Donald Trump hefur heitið bjartri framtíð varðandi geimferðir Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt Washington Post endurvakti hann hið opinbera Geimráð og hefur Hvíta húsið talað um að snúa aftur til tunglsins og að byggja þar bækistöð.NASA gaf út tilkynningu í dag þar sem segir að stofnunin standi við bakið á geimstöðinni þar sem hún sé grunnurinn að ferðum mannanna lengra út í geim. Sömuleiðis segir Boeing, fyrirtækið sem sér um rekstur stöðvarinnar fyrir NASA, að það væru mistök að framlengja ekki líftíma hennar. Slík ákvörðun gæti ógnað forystu Bandaríkjanna í geimferðum og sömuleiðis komið niður á vísindum og einkareknum fyrirtækjum eins og SpaceX, Orbital ATK og Sierre Nevada Corp. Í stað þess að verja miklum fjármunum í geimstöðina vilja bandarískir þingmenn að NASA þrói og framleiði eldflaugar og geimför sem komið geta mönnum lengra út í geim. Sömuleiðis væri hægt að þróa áðurnefnda tunglstöð. Einkafyrirtæki vinna að því að byggja geimstöðvar sem geta verið á braut um jörðu. Fyrirtækið Bigelow Aerospace hefur til dæmis sent einn hluta mögulegra framtíðar-geimstöðvar á braut um jörðu og er hann fastur við Alþjóðlegu geimstöðina. Það er þó alls ekki víst að einkafyrirtæki verði tilbúin og með nothæfar geimstöðvar á braut um jörðu árið 2024.Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá myndavélum á geimstöðinni og hér má sjá hvar hún er stödd. Broadcast live streaming video on Ustream Donald Trump Vísindi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump íhugar að skera á fjármagn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og ekki reyna að framlengja líftíma hennar lengur en til 2024. Þegar Barack Obama var forseti var líftími hennar framlengdur til þess árs og er Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, að íhuga hvort og þá hvernig hægt sé að halda henni gangandi til ársins 2028. Hvíta húsið mun leggja fram fjárhagsáætlun sína í næsta mánuði en blaðamenn The Verge hafa séð drög að áætluninni og segja að þar komi fram að stöðva eigi fjárveitingar til geimstöðvarinnar.Geimstöðin hefur verið á braut um jörðu í rúmlega sjö þúsund daga, samkvæmt talningu NASA. Það tók um tvö ár að skjóta hlutum hennar á loft og setja hana saman. Geimfarar hafa haldið til í geimstöðinni frá árinu 2000 og verja þeir nú miklum tíma í að gera sjá um viðgerðir. NASA ver þremur til fjórum milljörðum dala í stöðina á ári og í heildina er talið að Bandaríkin hafi lagt 87 milljarða í hana. Donald Trump hefur heitið bjartri framtíð varðandi geimferðir Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt Washington Post endurvakti hann hið opinbera Geimráð og hefur Hvíta húsið talað um að snúa aftur til tunglsins og að byggja þar bækistöð.NASA gaf út tilkynningu í dag þar sem segir að stofnunin standi við bakið á geimstöðinni þar sem hún sé grunnurinn að ferðum mannanna lengra út í geim. Sömuleiðis segir Boeing, fyrirtækið sem sér um rekstur stöðvarinnar fyrir NASA, að það væru mistök að framlengja ekki líftíma hennar. Slík ákvörðun gæti ógnað forystu Bandaríkjanna í geimferðum og sömuleiðis komið niður á vísindum og einkareknum fyrirtækjum eins og SpaceX, Orbital ATK og Sierre Nevada Corp. Í stað þess að verja miklum fjármunum í geimstöðina vilja bandarískir þingmenn að NASA þrói og framleiði eldflaugar og geimför sem komið geta mönnum lengra út í geim. Sömuleiðis væri hægt að þróa áðurnefnda tunglstöð. Einkafyrirtæki vinna að því að byggja geimstöðvar sem geta verið á braut um jörðu. Fyrirtækið Bigelow Aerospace hefur til dæmis sent einn hluta mögulegra framtíðar-geimstöðvar á braut um jörðu og er hann fastur við Alþjóðlegu geimstöðina. Það er þó alls ekki víst að einkafyrirtæki verði tilbúin og með nothæfar geimstöðvar á braut um jörðu árið 2024.Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá myndavélum á geimstöðinni og hér má sjá hvar hún er stödd. Broadcast live streaming video on Ustream
Donald Trump Vísindi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira