Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 18:45 Deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að regluverk bindi oft hendur stofnanna þegar kemur að málefnum ungra fíkla þar sem ekki sé leyfilegt að bera persónugögn á milli. Er það jafnvel þess valdandi að einstaklingar í neyslu fá ekki aðstoð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að minnsta kosti fjórir hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna og/eða lyfseðilsskyldra lyfja á þeim 28 dögum sem liðnir eru af árinu 2018. Fimmta andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu. Forstjóri Sjúkrahússins á Vogi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar vanda ungra fíkla fara vaxandi og að stjórnvöld verði að fara bregðast við þeirri þróun virðist vera eiga sér stað. Þessu er deildarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sammála. „Það er þannig að við erum allavega að sjá breytingar á markaði. Við erum að sjá meira af sterkari efnum í gangi og þá jafn hjá yngri hópum sem og þeim eldri,“ segir Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur og deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig segir að löggæsluyfirvöld hafi eftir fremsta megni reynda að bregðast við þróuninni með sértækari aðgerðum í forvarnarstarfi. „Til dæmist höfum við verið með sérstakan starfsmann sem er að styðja við ungmenni sem hafa verið að strjúka úr meðferð. Við höfum líka verið inni á lögreglustöðvunum að reyna færa okkur nær borgurunum og nær hverfunum en auðvitað er það þannig að það má alltaf gera betur,“ segir Rannveig. Rannveig tekur einnig undir orð forstjóra Sjúkrahússins á Vogi að auðvelda þurfi stofnunum að vinna saman í málefnum ungra fíkla en lagaumhverfið bindur hendur sumra stofnanna varðandi upplýsingagjöf sem getur valdið því að neytendur fái ekki aðstoð. „Við megum kannski ekki alltaf vera vinna saman eins og stofnanir, held ég, vildu vera gera. Ég tel bara gríðarlega mikilvægt að sem flestir reyni að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni sem að við þurfum að sinna saman. Það er gríðarlegur vilji til samstarfs og við höfum verið að efla samstarfið með mörgum stofnunum en ég held að það megi alveg gera betur og tryggja betur þetta umhverfi sem við getum starfað saman í,“ segir Rannveig. Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að regluverk bindi oft hendur stofnanna þegar kemur að málefnum ungra fíkla þar sem ekki sé leyfilegt að bera persónugögn á milli. Er það jafnvel þess valdandi að einstaklingar í neyslu fá ekki aðstoð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að minnsta kosti fjórir hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna og/eða lyfseðilsskyldra lyfja á þeim 28 dögum sem liðnir eru af árinu 2018. Fimmta andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu. Forstjóri Sjúkrahússins á Vogi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar vanda ungra fíkla fara vaxandi og að stjórnvöld verði að fara bregðast við þeirri þróun virðist vera eiga sér stað. Þessu er deildarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sammála. „Það er þannig að við erum allavega að sjá breytingar á markaði. Við erum að sjá meira af sterkari efnum í gangi og þá jafn hjá yngri hópum sem og þeim eldri,“ segir Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur og deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig segir að löggæsluyfirvöld hafi eftir fremsta megni reynda að bregðast við þróuninni með sértækari aðgerðum í forvarnarstarfi. „Til dæmist höfum við verið með sérstakan starfsmann sem er að styðja við ungmenni sem hafa verið að strjúka úr meðferð. Við höfum líka verið inni á lögreglustöðvunum að reyna færa okkur nær borgurunum og nær hverfunum en auðvitað er það þannig að það má alltaf gera betur,“ segir Rannveig. Rannveig tekur einnig undir orð forstjóra Sjúkrahússins á Vogi að auðvelda þurfi stofnunum að vinna saman í málefnum ungra fíkla en lagaumhverfið bindur hendur sumra stofnanna varðandi upplýsingagjöf sem getur valdið því að neytendur fái ekki aðstoð. „Við megum kannski ekki alltaf vera vinna saman eins og stofnanir, held ég, vildu vera gera. Ég tel bara gríðarlega mikilvægt að sem flestir reyni að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni sem að við þurfum að sinna saman. Það er gríðarlegur vilji til samstarfs og við höfum verið að efla samstarfið með mörgum stofnunum en ég held að það megi alveg gera betur og tryggja betur þetta umhverfi sem við getum starfað saman í,“ segir Rannveig.
Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51