„Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku.
Stefnt er að því að flugvél fari frá Bretlandi til Malaga á morgun og fljúgi með Sunnu frá Malaga til Íslands í beinu flugi.
Aðspurður segir Jón Kristinn Sunnu hraka frekar enn hitt enda enga læknishjálp að hafa fyrir hana á Spáni.

