Viljum fara úr þátttakendum yfir í að vera sigurvegarar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2018 06:00 Darri Freyr Atlason. vísir/eyþór Þegar 17 umferðir eru búnar af Domino’s deild kvenna í körfubolta situr Valur á toppi hennar. Valskonur hafa unnið 13 leiki af 17 og náð í 26 stig. Valur fékk 24 stig á öllu síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina. Viðsnúningurinn er því mikill. Fyrir tímabilið sótti Valur ungan þjálfara úr Vesturbænum, Darra Frey Atlason sem hafði áður þjálfað kvennalið KR tímabilið 2015-16. Darri er fæddur árið 1994 og verður ekki 24 ára fyrr en í byrjun júní. Hann er hógvær þegar talið berst að árangri Vals í vetur. „Við erum að vinna eftir gildum sem við settum okkur snemma og það gengur ágætlega,“ sagði Darri í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að leikmenn Vals hafi æft vel í sumar og það sé að bera ávöxt. „Það voru allir rosalega tilbúnir að taka þetta föstum tökum. Það eru miklu fleiri en ég sem eiga hrós skilið. Þetta hefst með sterku baklandi og fókus á það sem félagið ætlar að reyna að gera,“ segir Darri. Að hans sögn var fyrsta markmið Vals að enda í einu af efstu fjórum sætum Domino’s deildarinnar og komast í úrslitakeppnina. „Við höfum alltaf talað um að enda í topp fjórum og svo tekur bara nýr kafli við eftir það. Okkur miðar ágætlega,“ segir Darri. En hefur hann trú á því að Valur geti farið alla leið í vor? „Að sjálfsögðu, annars værum við ekkert í þessu. Við höfum talað mikið um að breyta kúltúrnum úr því að vera þátttakendur yfir í að vera sigurvegarar; að trúa því að við séum betra lið þegar við löbbum inn á völlinn en skilja að það er af því að við leggjum hart að okkur og framkvæmum það sem lagt er upp með.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Darri verið lengi í þjálfun. Hann segist hafa fengið góðan skóla hjá KR. „Ég byrjaði sem aðstoðarþjálfari hjá Finni Frey [Stefánssyni, þjálfara karlaliðs KR] þegar ég var 13 ára, þannig að það er kominn áratugur. Ég held ég hafi þjálfað alla yngri flokka áður en ég tók við kvennaliðinu,“ sagði Darri. „Ég fékk að alast upp hjá Finni Frey, Inga Þór [Steinþórssyni], Sigga Hjörleifs og Hrafni Kristjáns. Ég lærði mikið af þeim.“ Darri er hluti af ógnarsterkum 1994-árgangi KR sem var ósigrandi í yngri flokkunum. Í þeim árgangi eru til að mynda kappar á borð við Martin Hermannsson og Matthías Orra Sigurðarson. „Ég hljóp í hringi og setti hindranir fyrir Matta og Martin,“ segir Darri og hlær. „Það var frábært að læra af þeim og hvernig þeir nálguðust íþróttina. Það kom ekkert annað til greina hjá þeim en að verða afreksmenn.“ Darri lék í nokkur ár með meistaraflokki KR en hugurinn leitaði svo alfarið í þjálfun. „Ég sleit krossband þegar ég var 18 ára og náði mér ekki almennilega. Það var ekki meiðslunum að kenna, heldur að það var ekki nógu mikill eldur í mér,“ segir hann. „Ég fékk útgönguleið í þjálfun þegar ég var beðinn um að taka við kvennaliði KR. „Afsökun“ til að hætta og einbeita mér að þjálfun. Ég var ekkert á leiðinni að verða afreksmaður í körfubolta.“ Darri er ekki fyrsti ungi þjálfarinn sem gerir það gott í íslenskum körfubolta. Friðrik Ingi Rúnarsson var til að mynda kornungur þegar hann gerði karlalið Njarðvíkur að Íslandsmeisturum 1991 og áðurnefndur Finnur Freyr var aðeins þrítugur þegar hann tók við KR. Fordæmin eru því til staðar. Darri er ekki bara fær körfuboltaþjálfari heldur er hann einn af 20 vonarstjörnum í íslenskum viðskiptum samkvæmt lista almannatengilsins Andrésar Jónssonar. „Ég er í stafrænni þróun hjá Íslandsbanka, þar sem við erum að reyna að komast að því hvernig við verðum betri banki á morgun en við erum í dag. Maður þarf að forgangsraða og hafa gott bakland til að þetta gangi upp,“ segir Darri að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Sjá meira
Þegar 17 umferðir eru búnar af Domino’s deild kvenna í körfubolta situr Valur á toppi hennar. Valskonur hafa unnið 13 leiki af 17 og náð í 26 stig. Valur fékk 24 stig á öllu síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina. Viðsnúningurinn er því mikill. Fyrir tímabilið sótti Valur ungan þjálfara úr Vesturbænum, Darra Frey Atlason sem hafði áður þjálfað kvennalið KR tímabilið 2015-16. Darri er fæddur árið 1994 og verður ekki 24 ára fyrr en í byrjun júní. Hann er hógvær þegar talið berst að árangri Vals í vetur. „Við erum að vinna eftir gildum sem við settum okkur snemma og það gengur ágætlega,“ sagði Darri í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að leikmenn Vals hafi æft vel í sumar og það sé að bera ávöxt. „Það voru allir rosalega tilbúnir að taka þetta föstum tökum. Það eru miklu fleiri en ég sem eiga hrós skilið. Þetta hefst með sterku baklandi og fókus á það sem félagið ætlar að reyna að gera,“ segir Darri. Að hans sögn var fyrsta markmið Vals að enda í einu af efstu fjórum sætum Domino’s deildarinnar og komast í úrslitakeppnina. „Við höfum alltaf talað um að enda í topp fjórum og svo tekur bara nýr kafli við eftir það. Okkur miðar ágætlega,“ segir Darri. En hefur hann trú á því að Valur geti farið alla leið í vor? „Að sjálfsögðu, annars værum við ekkert í þessu. Við höfum talað mikið um að breyta kúltúrnum úr því að vera þátttakendur yfir í að vera sigurvegarar; að trúa því að við séum betra lið þegar við löbbum inn á völlinn en skilja að það er af því að við leggjum hart að okkur og framkvæmum það sem lagt er upp með.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Darri verið lengi í þjálfun. Hann segist hafa fengið góðan skóla hjá KR. „Ég byrjaði sem aðstoðarþjálfari hjá Finni Frey [Stefánssyni, þjálfara karlaliðs KR] þegar ég var 13 ára, þannig að það er kominn áratugur. Ég held ég hafi þjálfað alla yngri flokka áður en ég tók við kvennaliðinu,“ sagði Darri. „Ég fékk að alast upp hjá Finni Frey, Inga Þór [Steinþórssyni], Sigga Hjörleifs og Hrafni Kristjáns. Ég lærði mikið af þeim.“ Darri er hluti af ógnarsterkum 1994-árgangi KR sem var ósigrandi í yngri flokkunum. Í þeim árgangi eru til að mynda kappar á borð við Martin Hermannsson og Matthías Orra Sigurðarson. „Ég hljóp í hringi og setti hindranir fyrir Matta og Martin,“ segir Darri og hlær. „Það var frábært að læra af þeim og hvernig þeir nálguðust íþróttina. Það kom ekkert annað til greina hjá þeim en að verða afreksmenn.“ Darri lék í nokkur ár með meistaraflokki KR en hugurinn leitaði svo alfarið í þjálfun. „Ég sleit krossband þegar ég var 18 ára og náði mér ekki almennilega. Það var ekki meiðslunum að kenna, heldur að það var ekki nógu mikill eldur í mér,“ segir hann. „Ég fékk útgönguleið í þjálfun þegar ég var beðinn um að taka við kvennaliði KR. „Afsökun“ til að hætta og einbeita mér að þjálfun. Ég var ekkert á leiðinni að verða afreksmaður í körfubolta.“ Darri er ekki fyrsti ungi þjálfarinn sem gerir það gott í íslenskum körfubolta. Friðrik Ingi Rúnarsson var til að mynda kornungur þegar hann gerði karlalið Njarðvíkur að Íslandsmeisturum 1991 og áðurnefndur Finnur Freyr var aðeins þrítugur þegar hann tók við KR. Fordæmin eru því til staðar. Darri er ekki bara fær körfuboltaþjálfari heldur er hann einn af 20 vonarstjörnum í íslenskum viðskiptum samkvæmt lista almannatengilsins Andrésar Jónssonar. „Ég er í stafrænni þróun hjá Íslandsbanka, þar sem við erum að reyna að komast að því hvernig við verðum betri banki á morgun en við erum í dag. Maður þarf að forgangsraða og hafa gott bakland til að þetta gangi upp,“ segir Darri að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Sjá meira