Viljum fara úr þátttakendum yfir í að vera sigurvegarar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2018 06:00 Darri Freyr Atlason. vísir/eyþór Þegar 17 umferðir eru búnar af Domino’s deild kvenna í körfubolta situr Valur á toppi hennar. Valskonur hafa unnið 13 leiki af 17 og náð í 26 stig. Valur fékk 24 stig á öllu síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina. Viðsnúningurinn er því mikill. Fyrir tímabilið sótti Valur ungan þjálfara úr Vesturbænum, Darra Frey Atlason sem hafði áður þjálfað kvennalið KR tímabilið 2015-16. Darri er fæddur árið 1994 og verður ekki 24 ára fyrr en í byrjun júní. Hann er hógvær þegar talið berst að árangri Vals í vetur. „Við erum að vinna eftir gildum sem við settum okkur snemma og það gengur ágætlega,“ sagði Darri í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að leikmenn Vals hafi æft vel í sumar og það sé að bera ávöxt. „Það voru allir rosalega tilbúnir að taka þetta föstum tökum. Það eru miklu fleiri en ég sem eiga hrós skilið. Þetta hefst með sterku baklandi og fókus á það sem félagið ætlar að reyna að gera,“ segir Darri. Að hans sögn var fyrsta markmið Vals að enda í einu af efstu fjórum sætum Domino’s deildarinnar og komast í úrslitakeppnina. „Við höfum alltaf talað um að enda í topp fjórum og svo tekur bara nýr kafli við eftir það. Okkur miðar ágætlega,“ segir Darri. En hefur hann trú á því að Valur geti farið alla leið í vor? „Að sjálfsögðu, annars værum við ekkert í þessu. Við höfum talað mikið um að breyta kúltúrnum úr því að vera þátttakendur yfir í að vera sigurvegarar; að trúa því að við séum betra lið þegar við löbbum inn á völlinn en skilja að það er af því að við leggjum hart að okkur og framkvæmum það sem lagt er upp með.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Darri verið lengi í þjálfun. Hann segist hafa fengið góðan skóla hjá KR. „Ég byrjaði sem aðstoðarþjálfari hjá Finni Frey [Stefánssyni, þjálfara karlaliðs KR] þegar ég var 13 ára, þannig að það er kominn áratugur. Ég held ég hafi þjálfað alla yngri flokka áður en ég tók við kvennaliðinu,“ sagði Darri. „Ég fékk að alast upp hjá Finni Frey, Inga Þór [Steinþórssyni], Sigga Hjörleifs og Hrafni Kristjáns. Ég lærði mikið af þeim.“ Darri er hluti af ógnarsterkum 1994-árgangi KR sem var ósigrandi í yngri flokkunum. Í þeim árgangi eru til að mynda kappar á borð við Martin Hermannsson og Matthías Orra Sigurðarson. „Ég hljóp í hringi og setti hindranir fyrir Matta og Martin,“ segir Darri og hlær. „Það var frábært að læra af þeim og hvernig þeir nálguðust íþróttina. Það kom ekkert annað til greina hjá þeim en að verða afreksmenn.“ Darri lék í nokkur ár með meistaraflokki KR en hugurinn leitaði svo alfarið í þjálfun. „Ég sleit krossband þegar ég var 18 ára og náði mér ekki almennilega. Það var ekki meiðslunum að kenna, heldur að það var ekki nógu mikill eldur í mér,“ segir hann. „Ég fékk útgönguleið í þjálfun þegar ég var beðinn um að taka við kvennaliði KR. „Afsökun“ til að hætta og einbeita mér að þjálfun. Ég var ekkert á leiðinni að verða afreksmaður í körfubolta.“ Darri er ekki fyrsti ungi þjálfarinn sem gerir það gott í íslenskum körfubolta. Friðrik Ingi Rúnarsson var til að mynda kornungur þegar hann gerði karlalið Njarðvíkur að Íslandsmeisturum 1991 og áðurnefndur Finnur Freyr var aðeins þrítugur þegar hann tók við KR. Fordæmin eru því til staðar. Darri er ekki bara fær körfuboltaþjálfari heldur er hann einn af 20 vonarstjörnum í íslenskum viðskiptum samkvæmt lista almannatengilsins Andrésar Jónssonar. „Ég er í stafrænni þróun hjá Íslandsbanka, þar sem við erum að reyna að komast að því hvernig við verðum betri banki á morgun en við erum í dag. Maður þarf að forgangsraða og hafa gott bakland til að þetta gangi upp,“ segir Darri að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira
Þegar 17 umferðir eru búnar af Domino’s deild kvenna í körfubolta situr Valur á toppi hennar. Valskonur hafa unnið 13 leiki af 17 og náð í 26 stig. Valur fékk 24 stig á öllu síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina. Viðsnúningurinn er því mikill. Fyrir tímabilið sótti Valur ungan þjálfara úr Vesturbænum, Darra Frey Atlason sem hafði áður þjálfað kvennalið KR tímabilið 2015-16. Darri er fæddur árið 1994 og verður ekki 24 ára fyrr en í byrjun júní. Hann er hógvær þegar talið berst að árangri Vals í vetur. „Við erum að vinna eftir gildum sem við settum okkur snemma og það gengur ágætlega,“ sagði Darri í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að leikmenn Vals hafi æft vel í sumar og það sé að bera ávöxt. „Það voru allir rosalega tilbúnir að taka þetta föstum tökum. Það eru miklu fleiri en ég sem eiga hrós skilið. Þetta hefst með sterku baklandi og fókus á það sem félagið ætlar að reyna að gera,“ segir Darri. Að hans sögn var fyrsta markmið Vals að enda í einu af efstu fjórum sætum Domino’s deildarinnar og komast í úrslitakeppnina. „Við höfum alltaf talað um að enda í topp fjórum og svo tekur bara nýr kafli við eftir það. Okkur miðar ágætlega,“ segir Darri. En hefur hann trú á því að Valur geti farið alla leið í vor? „Að sjálfsögðu, annars værum við ekkert í þessu. Við höfum talað mikið um að breyta kúltúrnum úr því að vera þátttakendur yfir í að vera sigurvegarar; að trúa því að við séum betra lið þegar við löbbum inn á völlinn en skilja að það er af því að við leggjum hart að okkur og framkvæmum það sem lagt er upp með.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Darri verið lengi í þjálfun. Hann segist hafa fengið góðan skóla hjá KR. „Ég byrjaði sem aðstoðarþjálfari hjá Finni Frey [Stefánssyni, þjálfara karlaliðs KR] þegar ég var 13 ára, þannig að það er kominn áratugur. Ég held ég hafi þjálfað alla yngri flokka áður en ég tók við kvennaliðinu,“ sagði Darri. „Ég fékk að alast upp hjá Finni Frey, Inga Þór [Steinþórssyni], Sigga Hjörleifs og Hrafni Kristjáns. Ég lærði mikið af þeim.“ Darri er hluti af ógnarsterkum 1994-árgangi KR sem var ósigrandi í yngri flokkunum. Í þeim árgangi eru til að mynda kappar á borð við Martin Hermannsson og Matthías Orra Sigurðarson. „Ég hljóp í hringi og setti hindranir fyrir Matta og Martin,“ segir Darri og hlær. „Það var frábært að læra af þeim og hvernig þeir nálguðust íþróttina. Það kom ekkert annað til greina hjá þeim en að verða afreksmenn.“ Darri lék í nokkur ár með meistaraflokki KR en hugurinn leitaði svo alfarið í þjálfun. „Ég sleit krossband þegar ég var 18 ára og náði mér ekki almennilega. Það var ekki meiðslunum að kenna, heldur að það var ekki nógu mikill eldur í mér,“ segir hann. „Ég fékk útgönguleið í þjálfun þegar ég var beðinn um að taka við kvennaliði KR. „Afsökun“ til að hætta og einbeita mér að þjálfun. Ég var ekkert á leiðinni að verða afreksmaður í körfubolta.“ Darri er ekki fyrsti ungi þjálfarinn sem gerir það gott í íslenskum körfubolta. Friðrik Ingi Rúnarsson var til að mynda kornungur þegar hann gerði karlalið Njarðvíkur að Íslandsmeisturum 1991 og áðurnefndur Finnur Freyr var aðeins þrítugur þegar hann tók við KR. Fordæmin eru því til staðar. Darri er ekki bara fær körfuboltaþjálfari heldur er hann einn af 20 vonarstjörnum í íslenskum viðskiptum samkvæmt lista almannatengilsins Andrésar Jónssonar. „Ég er í stafrænni þróun hjá Íslandsbanka, þar sem við erum að reyna að komast að því hvernig við verðum betri banki á morgun en við erum í dag. Maður þarf að forgangsraða og hafa gott bakland til að þetta gangi upp,“ segir Darri að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira