Minnka sykur í kóki til að bregðast við offituvandanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Dregið verður úr sykurnotkun í vörulínum Coca-Cola á Íslandi um tíu prósent fram til ársins 2020. Yfirmaður samfélagsábyrgðar segir fyrirtækið viðurkenna sinn þátt í offituvandanum og vilja axla ábyrgð. Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, var haldin í dag undir yfirskriftinni „Ábyrgð er arðsöm". Þar kynnti yfirmaður samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola áform fyrirtækisins um að draga úr sykurnotkun í vörum sínum hér á landi. Hann segir Coca-cola þurfa að axla sína ábyrgð á offituvandanum. „Við erum hluti vandans en það eru margar leiðir til að nálgast sykur og fleiri þættir valda offitu. En við þurfum að vera hluti lausnarinnar og þess vegna erum við að skuldbinda okkur með þessum hætti," segir Per Hynne, yfirmaður samskipta og samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola European Partners. Markmiðið er að draga úr heildarsykurnotkun Coca-Cola á Íslandi um 10% fyrir árið 2020 en sykurnotkunin hefur þegar dregist saman um 15% frá árinu 2010. Hinar klassísku vörur Coca-Cola verða áfram eins en til þess að ná markmiðinu verður lögð áhersla á hollari valkosti. „Við munum passa upp á upphaflegu vörurnar til þess að fólk geti ennþá keypt þær. En auk þess að breyta uppskriftum til þess að draga úr sykurmagni ætlum við að fjárfesta meira í kynningu á vörum sem eru sykurlausar og gefa þeim meira vægi," segir Per. Þetta þýðir einnig að nýjar og hollari vörur verða kynntar á næstu misserum. „Förum úr því að einblína bara á gos og yfir í nýjar vörur, það gætu verið mjólkurvörur eða úr plöntum. Það eru að minnsta kosti nýjar vörur á leiðinni," segir Per. Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Dregið verður úr sykurnotkun í vörulínum Coca-Cola á Íslandi um tíu prósent fram til ársins 2020. Yfirmaður samfélagsábyrgðar segir fyrirtækið viðurkenna sinn þátt í offituvandanum og vilja axla ábyrgð. Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, var haldin í dag undir yfirskriftinni „Ábyrgð er arðsöm". Þar kynnti yfirmaður samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola áform fyrirtækisins um að draga úr sykurnotkun í vörum sínum hér á landi. Hann segir Coca-cola þurfa að axla sína ábyrgð á offituvandanum. „Við erum hluti vandans en það eru margar leiðir til að nálgast sykur og fleiri þættir valda offitu. En við þurfum að vera hluti lausnarinnar og þess vegna erum við að skuldbinda okkur með þessum hætti," segir Per Hynne, yfirmaður samskipta og samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola European Partners. Markmiðið er að draga úr heildarsykurnotkun Coca-Cola á Íslandi um 10% fyrir árið 2020 en sykurnotkunin hefur þegar dregist saman um 15% frá árinu 2010. Hinar klassísku vörur Coca-Cola verða áfram eins en til þess að ná markmiðinu verður lögð áhersla á hollari valkosti. „Við munum passa upp á upphaflegu vörurnar til þess að fólk geti ennþá keypt þær. En auk þess að breyta uppskriftum til þess að draga úr sykurmagni ætlum við að fjárfesta meira í kynningu á vörum sem eru sykurlausar og gefa þeim meira vægi," segir Per. Þetta þýðir einnig að nýjar og hollari vörur verða kynntar á næstu misserum. „Förum úr því að einblína bara á gos og yfir í nýjar vörur, það gætu verið mjólkurvörur eða úr plöntum. Það eru að minnsta kosti nýjar vörur á leiðinni," segir Per.
Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira