Heilbrigðisráðherra segir það hættulega hugmynd að hætta uppbyggingu Landspítala við Hringbraut Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2018 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og hún trúi því ekki að fólk vilji fresta uppbyggingu kjarna heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins vilja reisa nýjan spítala við Keldnaholt eða á Vífilstöðum. Í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að ósk Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins fann hún ýmislegt athugavert við uppbyggingu nýs Landsspítala við Hringbraut. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins segir staðsetninguna ekki miðlæga og aðgengi bæði sjúklinga og starfsmanna yrði ekki gott. Þá væri fyrirhugað að þrengja enn að umferð í nágrenni spítalans. „Það er alvegt ljóst að skipulag og aðgengi hefur breyst. Þungamiðja fjölda íbúa er ekki lengur í radíus í kringum Hringbraut. Hún er mun austar og snertir hagsmuni nágrannasveitarfélaga einnig sem og landsins alls,“ segir Anna Kolbrún. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að ljúka uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og minnti á að á síðustu sextán árum hefðu níu heilbrigðisráðherrar frá fimm flokkum stutt uppbygginguna þar. Þá hefðu kannanir og rannsóknir bæði innan spítalans og utan leitt í ljós að þetta væri besti kosturinn. Í umræðunum á Alþingi í dag studdu þingmenn allra flokka nema Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata að haldið verði áfram að byggja upp við Hringbraut. En Píratar vilja að staðarvalið verði skoðað á ný og síðan borið undir þjóðina. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði uppbyggingu við Hringbraut tryggja hraðast umbætur í heibrigðiskerfinu en hægt verði að nýta áfram um 55 þúsund fermetra af núverandi húsnæði. „Kostnaður við nýbyggingar er um sex til áttahundruð þúsund á fermetra. Þannig að uppbyggingin á Hringbraut er bví lang hagkvæmasti kosturinn. Aðrar mögulegar staðsetningar kalla því á mun fleiri nýbyggingar og þar með aukinn framkvæmdakostnað,“ sagði Svandís. Anna Kolbrún segir að mun hagkvæmara yrði að byggja á Keldnaholti eða við Vífilstaði en Fossvogur og Vífilstaðir voru skoðaðir sem kostir á árum áður og þóttu lakari kostir en Hringbrautin. Heilbrigðisráðherra sagði það hættulega hugmynd að stoppa á þessum tímapunkti. Íslenskt heilbrigðiskerfi gæti ekki beðið. „Er fólki alvara með svona málflutning? Halda því fram að það snúist um að taka nýja ákvörðun sem að sannarlega að mati Framkvæmdasýslu ríkisins og Skipulagsstofnunar muni fresta uppbyggingu kjarnahúsnæðis íslenska heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og hún trúi því ekki að fólk vilji fresta uppbyggingu kjarna heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins vilja reisa nýjan spítala við Keldnaholt eða á Vífilstöðum. Í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að ósk Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins fann hún ýmislegt athugavert við uppbyggingu nýs Landsspítala við Hringbraut. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins segir staðsetninguna ekki miðlæga og aðgengi bæði sjúklinga og starfsmanna yrði ekki gott. Þá væri fyrirhugað að þrengja enn að umferð í nágrenni spítalans. „Það er alvegt ljóst að skipulag og aðgengi hefur breyst. Þungamiðja fjölda íbúa er ekki lengur í radíus í kringum Hringbraut. Hún er mun austar og snertir hagsmuni nágrannasveitarfélaga einnig sem og landsins alls,“ segir Anna Kolbrún. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að ljúka uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og minnti á að á síðustu sextán árum hefðu níu heilbrigðisráðherrar frá fimm flokkum stutt uppbygginguna þar. Þá hefðu kannanir og rannsóknir bæði innan spítalans og utan leitt í ljós að þetta væri besti kosturinn. Í umræðunum á Alþingi í dag studdu þingmenn allra flokka nema Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata að haldið verði áfram að byggja upp við Hringbraut. En Píratar vilja að staðarvalið verði skoðað á ný og síðan borið undir þjóðina. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði uppbyggingu við Hringbraut tryggja hraðast umbætur í heibrigðiskerfinu en hægt verði að nýta áfram um 55 þúsund fermetra af núverandi húsnæði. „Kostnaður við nýbyggingar er um sex til áttahundruð þúsund á fermetra. Þannig að uppbyggingin á Hringbraut er bví lang hagkvæmasti kosturinn. Aðrar mögulegar staðsetningar kalla því á mun fleiri nýbyggingar og þar með aukinn framkvæmdakostnað,“ sagði Svandís. Anna Kolbrún segir að mun hagkvæmara yrði að byggja á Keldnaholti eða við Vífilstaði en Fossvogur og Vífilstaðir voru skoðaðir sem kostir á árum áður og þóttu lakari kostir en Hringbrautin. Heilbrigðisráðherra sagði það hættulega hugmynd að stoppa á þessum tímapunkti. Íslenskt heilbrigðiskerfi gæti ekki beðið. „Er fólki alvara með svona málflutning? Halda því fram að það snúist um að taka nýja ákvörðun sem að sannarlega að mati Framkvæmdasýslu ríkisins og Skipulagsstofnunar muni fresta uppbyggingu kjarnahúsnæðis íslenska heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent