Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar: Ungmenni horfa mikið á klám og vilja meiri kynfræðslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 21:00 Skortur á kynfræðslu og mikið áhorf á klám veldur því að mörk kynlífs og kláms eru lítil. Í rannsókn um upplifun ungra kvenna og karla á kynlífsmenningu framhaldsskólanemenda kemur fram að ungar konur fari yfir mörk sín til að þóknast öðrum og ungir menn séu með frammistöðukvíða eftir mikið áhorf á klám. Á fundi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur í morgun voru tvær viðtalsrannsóknir kynntar sem fjölluðu um upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu. Helstu niðurstöður eru að ungt fólk horfi mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur en íslenskir strákar eiga Norðurlandamet í iðjunni, og að kynfræðslan snúist fyrst og fremst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla ungmenna. „Og ef þetta er kynfræðslan sem krakkarnir fá þá skilar það sér út í kynlífið þeirra. Okkar viðmælendur, bæði strákar og stelpur upplifa að allir séu að tapa á þessu vegna þess að strákarnir eru að koma inn með óraunhæfar væntingar. Þeir eru að gera kröfur á stelpurnar, stelpurnar eru jafnvel að láta undan, þær eru að þóknast strákunum og líður svo kannski endilega ekki vel á eftir,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, kynjafræðingur og verkefnastýra jafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. Sérstaklega nefndu ungmennin endaþarmsmök í því samhengi þar sem stúlkur láta undan þrýstingi. „Og þegar ég var að spyrja þær „En er þetta eitthvað sem þig langar til að gera, ertu að gera þetta fyrir þig?“ því auðvitað mega krakkarnir gera allt sem þau vilja ef að þeim langar til þess. En þá sögðu þær: „Ja, maður gerir þetta kannski bara svo að hann fari ekki og geri þetta með einhverri annarri, maður gerir þetta kannski bara til að vera ekki leiðinlega kærastan.““ „Og síðan þetta að þegar kom að því að stunda kynlíf að það ætti að vera eitthvað í átt við það sem þú hefur séð í klámmynd, þá kemur frammistöðukvíði og kvíði yfir því að líkami þinn sé ekki eins og meitluð klámmyndastjarna,“ segir Þórður Kristinsson, menntaskólakennari og mannfræðingur. Ungmennin kölluðu sjálf eftir betri kynfræðslu og er Reykjavíkurborg að fara af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum þar sem kynfræðsla verður kennd frá því í fyrsta bekk með áherslu á samskipti og samtal um kynlíf. „Svona eldra fólki á mínum aldri er ekki tamt að tala um kynlíf opinskátt og ég veit að mörgum kennurum finnst þetta óþægilegt og hluti af því sem við verðum að fara í núna er bara að kenna kennurum að tala um kynlíf við börn,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur. Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Skortur á kynfræðslu og mikið áhorf á klám veldur því að mörk kynlífs og kláms eru lítil. Í rannsókn um upplifun ungra kvenna og karla á kynlífsmenningu framhaldsskólanemenda kemur fram að ungar konur fari yfir mörk sín til að þóknast öðrum og ungir menn séu með frammistöðukvíða eftir mikið áhorf á klám. Á fundi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur í morgun voru tvær viðtalsrannsóknir kynntar sem fjölluðu um upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu. Helstu niðurstöður eru að ungt fólk horfi mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur en íslenskir strákar eiga Norðurlandamet í iðjunni, og að kynfræðslan snúist fyrst og fremst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla ungmenna. „Og ef þetta er kynfræðslan sem krakkarnir fá þá skilar það sér út í kynlífið þeirra. Okkar viðmælendur, bæði strákar og stelpur upplifa að allir séu að tapa á þessu vegna þess að strákarnir eru að koma inn með óraunhæfar væntingar. Þeir eru að gera kröfur á stelpurnar, stelpurnar eru jafnvel að láta undan, þær eru að þóknast strákunum og líður svo kannski endilega ekki vel á eftir,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, kynjafræðingur og verkefnastýra jafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. Sérstaklega nefndu ungmennin endaþarmsmök í því samhengi þar sem stúlkur láta undan þrýstingi. „Og þegar ég var að spyrja þær „En er þetta eitthvað sem þig langar til að gera, ertu að gera þetta fyrir þig?“ því auðvitað mega krakkarnir gera allt sem þau vilja ef að þeim langar til þess. En þá sögðu þær: „Ja, maður gerir þetta kannski bara svo að hann fari ekki og geri þetta með einhverri annarri, maður gerir þetta kannski bara til að vera ekki leiðinlega kærastan.““ „Og síðan þetta að þegar kom að því að stunda kynlíf að það ætti að vera eitthvað í átt við það sem þú hefur séð í klámmynd, þá kemur frammistöðukvíði og kvíði yfir því að líkami þinn sé ekki eins og meitluð klámmyndastjarna,“ segir Þórður Kristinsson, menntaskólakennari og mannfræðingur. Ungmennin kölluðu sjálf eftir betri kynfræðslu og er Reykjavíkurborg að fara af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum þar sem kynfræðsla verður kennd frá því í fyrsta bekk með áherslu á samskipti og samtal um kynlíf. „Svona eldra fólki á mínum aldri er ekki tamt að tala um kynlíf opinskátt og ég veit að mörgum kennurum finnst þetta óþægilegt og hluti af því sem við verðum að fara í núna er bara að kenna kennurum að tala um kynlíf við börn,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira