Íslenska sautján ára landsliðið fagnaði sigri í síðasta leiknum sínum á móti í Hvíta Rússlandi.
Íslensku strákarnir unnu þá 1-0 sigur á Rússum en þeir höfðu áður unnið Slóvakíu en tapað fyrir Ísrael.
Strákarnir spila greinilega svipaðan fótbolta og íslenska A-landsliðið en á heimasíðu KSÍ kemur fram að Rússarnir hafi verið meira með boltann en að Ísland hafi átt fleiri skot á markið.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik leiksins en á 74. mínútu fékk Ísland vítaspyrnu sem Atli Barkarson tókst ekki að nýta. Atli Barkarson er leikmaður Norwich í Englandi.
Það var svo á 78. mínútu sem Selfyssingurinn Guðmundur Axel Hilmarsson skoraði eina mark leiksins eftir hornspyrnu.
Strákarnir klúðruðu víti en unnu samt Rússa
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti






„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti
