„Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2018 10:53 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni. Unnur Birgisdóttir Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. Sunna Elvira er þríhryggbrotin, lömuð upp að brjósti og er óvíst um batahorfur. Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu Elviru, greindi frá söfnuninni á Facebook síðu sinni í gær. Vilja Sunnu heim fyrir vikulok Kostnaðurinn við flutninginn er 5,5 milljónir. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þar sem tryggingar hennar ná ekki yfir flutninginn höfum við ákveðið að safna fyrir ferðinni. Vélin myndi fljúga með hana beint á Landspítalann þar sem hennar bíður pláss á heila- og taugadeild,“ segir Unnur í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún og faðir Sunnu eru bæði úti og fengju að fara með vélinni. „Heilsu Sunnu vegna vonumst við til að vera komin heim til Íslands fyrir vikulok,“ segir Unnur. Jón Kristinn Snæhólm, vinur fjölskyldunnar segir að mikilvægt sé að koma Sunnu heim svo hún fái rétta umönnun. Fjölskyldan bað Jón Kristinn um að tjá sig fyrir hönd fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum. „Það talar enginn ensku, þau gera sér ekki grein fyrir hvað er að. Hún fékk að vita í fyrradag hvernig hún væri brotin og hvar,“ segir Jón Kristinn, en slysið varð fyrir viku síðan. Hann segist heyra á foreldrum Sunnu að aðstæður á sjúkrahúsinu séu óviðunandi. „Brýnasta verkefnið er að koma Sunnu heim.“ Hann segir að aðstæður Sunnu hafi látið hann gera sér grein fyrir að þrátt fyrir margar óánægjuraddir séu Íslendingar heppnir með heilbrigðiskerfi. „Það er alltaf verið að gagnrýna en allt kerfið er að virka.“Dóttirin í faðmi fjölskyldunnar Aðspurður um viðbrögð við söfnuninni segir Jón að þau hafi ekki enn tekið stöðuna á söfnunarreikningnum en að velvilji fólks sé greinilegur miðað við símtöl og Facebook skilaboð. „Það sýnir að þjóðin hristir fram úr erminni strax, hve mögnuð þessi þjóð er.“ Sunna Elvira á fjögurra ára dóttur sem er komin heim til Íslands. „Hún er bara í sínu öryggisneti og fjölskyldan stendur mjög fast við bakið á þeim.“ Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, mun snúa aftur til Íslands í dag. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Íslendingur væri í haldi lögreglu í Malaga grunaður um ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni. Á laugardag var svo greint frá því að maðurinn væri laus úr haldi og að um slys hefði verið að ræða. Sigurður sagði í viðtali við DV í gær að það hefði verið skelfilegt að vera í fangelsi á meðan kona hans væri þungt haldin á sjúkrahúsi. „Það var ekkert brot heldur slys. Ég var ekki til staðar, því miður, þegar slysið varð en yfirvöld tóku sinn tíma í að staðfesta það,” sagði Sigurður. Söfnunarreikningur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. Sunna Elvira er þríhryggbrotin, lömuð upp að brjósti og er óvíst um batahorfur. Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu Elviru, greindi frá söfnuninni á Facebook síðu sinni í gær. Vilja Sunnu heim fyrir vikulok Kostnaðurinn við flutninginn er 5,5 milljónir. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þar sem tryggingar hennar ná ekki yfir flutninginn höfum við ákveðið að safna fyrir ferðinni. Vélin myndi fljúga með hana beint á Landspítalann þar sem hennar bíður pláss á heila- og taugadeild,“ segir Unnur í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún og faðir Sunnu eru bæði úti og fengju að fara með vélinni. „Heilsu Sunnu vegna vonumst við til að vera komin heim til Íslands fyrir vikulok,“ segir Unnur. Jón Kristinn Snæhólm, vinur fjölskyldunnar segir að mikilvægt sé að koma Sunnu heim svo hún fái rétta umönnun. Fjölskyldan bað Jón Kristinn um að tjá sig fyrir hönd fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum. „Það talar enginn ensku, þau gera sér ekki grein fyrir hvað er að. Hún fékk að vita í fyrradag hvernig hún væri brotin og hvar,“ segir Jón Kristinn, en slysið varð fyrir viku síðan. Hann segist heyra á foreldrum Sunnu að aðstæður á sjúkrahúsinu séu óviðunandi. „Brýnasta verkefnið er að koma Sunnu heim.“ Hann segir að aðstæður Sunnu hafi látið hann gera sér grein fyrir að þrátt fyrir margar óánægjuraddir séu Íslendingar heppnir með heilbrigðiskerfi. „Það er alltaf verið að gagnrýna en allt kerfið er að virka.“Dóttirin í faðmi fjölskyldunnar Aðspurður um viðbrögð við söfnuninni segir Jón að þau hafi ekki enn tekið stöðuna á söfnunarreikningnum en að velvilji fólks sé greinilegur miðað við símtöl og Facebook skilaboð. „Það sýnir að þjóðin hristir fram úr erminni strax, hve mögnuð þessi þjóð er.“ Sunna Elvira á fjögurra ára dóttur sem er komin heim til Íslands. „Hún er bara í sínu öryggisneti og fjölskyldan stendur mjög fast við bakið á þeim.“ Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, mun snúa aftur til Íslands í dag. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Íslendingur væri í haldi lögreglu í Malaga grunaður um ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni. Á laugardag var svo greint frá því að maðurinn væri laus úr haldi og að um slys hefði verið að ræða. Sigurður sagði í viðtali við DV í gær að það hefði verið skelfilegt að vera í fangelsi á meðan kona hans væri þungt haldin á sjúkrahúsi. „Það var ekkert brot heldur slys. Ég var ekki til staðar, því miður, þegar slysið varð en yfirvöld tóku sinn tíma í að staðfesta það,” sagði Sigurður. Söfnunarreikningur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira