Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Sveinn Arnarsson skrifar 24. janúar 2018 05:00 Landlæknisembættið rannsakar hvort banamein konunnar megi tengja við magaermaraðgerð sem konan fór í í febrúarmánuði árið 2017. vísir/anton brink Kona á fertugsaldri lést fyrr á þessu ári á Landspítalanum eftir að hún undirgekkst magaminnkunaraðgerð hjá einkafyrirtækinu Gravitas. Andlát konunnar er nú til rannsóknar hjá Embætti landlæknis eftir að Landspítalinn tilkynnti andlátið. Eigandi Gravitas segist ekkert vita um málið annað en að konan hafi verið lögð inn á Landspítalann vegna aðgerðarinnar. Konan fór í svokallaða magaermaraðgerð í lok febrúar í fyrra. Auðun Sigurðsson, læknir og eigandi fyrirtækisins Gravitas, segir konuna hafa fengið þekkta hliðarverkun vegna aðgerðarinnar sem hafi síðan gengið til baka eftir meðferð. Hann svaraði því ekki hvers eðlis hliðarverkunin væri eða hversu algeng.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.„Því miður hef ég engar upplýsingar um þetta mál frá Landspítalanum. Hún fór í aðgerð í febrúar 2017 hjá okkur og fékk þekkta hliðarverkun sem virtist ganga til baka eftir meðferð,“ segir Auðun í skriflegu svari til Fréttablaðsins. „Um miðjan nóvember tók þetta sig upp og hún var lögð inn á Landspítala til meðferðar þar. Ekki var leitað til okkar um ráð eða aðstoð. Við höfum engar upplýsingar um meðferðina á Landspítala.“ Einstaklingar sem ákveða að undirgangast aðgerðir af þessu tagi greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð, sem Gravitas býður líka upp á, kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð, eins og sú sem konan fór í, kostar hálfa aðra milljón króna. Magaermaraðgerð minnkar magann um 75 til 80 prósent. Maginn verður eins og ermi eða banani í laginu. Fyrirtækið Gravitas framkvæmir aðgerðirnar. Gerðar voru um 330 magabands- og magaermaraðgerðir árið 2016 og svipaður fjöldi í fyrra. Forsvarsmenn Landspítalans gátu ekki tjáð sig um einstök mál þegar eftir því var leitað. Hins vegar væri það verkefni spítalans að sinna öllu því veika fólki sem inn til hans kæmi, hvaðan sem orsök meina þeirra væri komin. Óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu skal tafarlaust tilkynnt til landlæknisembættisins sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu í landinu. Enn fremur segir í lögum að landlæknir skuli rannsaka slík mál til að finna á þeim skýringar og tryggja að slíkt eigi sér ekki aftur stað. Veita skal landlækni þær upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg við rannsókn málsins. Þær upplýsingar fengust frá Embætti landlæknis að Landspítalinn hefði tilkynnt andlát konunnar til embættisins og er það nú í rannsókn. Að öðru leyti getur embættið ekki veitt upplýsingar um einstök mál. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Kona á fertugsaldri lést fyrr á þessu ári á Landspítalanum eftir að hún undirgekkst magaminnkunaraðgerð hjá einkafyrirtækinu Gravitas. Andlát konunnar er nú til rannsóknar hjá Embætti landlæknis eftir að Landspítalinn tilkynnti andlátið. Eigandi Gravitas segist ekkert vita um málið annað en að konan hafi verið lögð inn á Landspítalann vegna aðgerðarinnar. Konan fór í svokallaða magaermaraðgerð í lok febrúar í fyrra. Auðun Sigurðsson, læknir og eigandi fyrirtækisins Gravitas, segir konuna hafa fengið þekkta hliðarverkun vegna aðgerðarinnar sem hafi síðan gengið til baka eftir meðferð. Hann svaraði því ekki hvers eðlis hliðarverkunin væri eða hversu algeng.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.„Því miður hef ég engar upplýsingar um þetta mál frá Landspítalanum. Hún fór í aðgerð í febrúar 2017 hjá okkur og fékk þekkta hliðarverkun sem virtist ganga til baka eftir meðferð,“ segir Auðun í skriflegu svari til Fréttablaðsins. „Um miðjan nóvember tók þetta sig upp og hún var lögð inn á Landspítala til meðferðar þar. Ekki var leitað til okkar um ráð eða aðstoð. Við höfum engar upplýsingar um meðferðina á Landspítala.“ Einstaklingar sem ákveða að undirgangast aðgerðir af þessu tagi greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð, sem Gravitas býður líka upp á, kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð, eins og sú sem konan fór í, kostar hálfa aðra milljón króna. Magaermaraðgerð minnkar magann um 75 til 80 prósent. Maginn verður eins og ermi eða banani í laginu. Fyrirtækið Gravitas framkvæmir aðgerðirnar. Gerðar voru um 330 magabands- og magaermaraðgerðir árið 2016 og svipaður fjöldi í fyrra. Forsvarsmenn Landspítalans gátu ekki tjáð sig um einstök mál þegar eftir því var leitað. Hins vegar væri það verkefni spítalans að sinna öllu því veika fólki sem inn til hans kæmi, hvaðan sem orsök meina þeirra væri komin. Óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu skal tafarlaust tilkynnt til landlæknisembættisins sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu í landinu. Enn fremur segir í lögum að landlæknir skuli rannsaka slík mál til að finna á þeim skýringar og tryggja að slíkt eigi sér ekki aftur stað. Veita skal landlækni þær upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg við rannsókn málsins. Þær upplýsingar fengust frá Embætti landlæknis að Landspítalinn hefði tilkynnt andlát konunnar til embættisins og er það nú í rannsókn. Að öðru leyti getur embættið ekki veitt upplýsingar um einstök mál.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði