„Súrealismi snýst um drauma og hið ómeðvitaða, og oft um kvenlíkamann. Það er í raun mjög nálægt tísku,“ sagði Chiuri um línuna.
Fyrirsæturnar voru margar með svartar grímur, málaðar eða í plasti og voru litirnir svartur og hvítur uppistaðan í línunni.
Chiuri hefur á stuttum tíma og með feminískum áhrifum sínum tekist að gera Dior að eftirsóknarverður merki, sérstaklega fyrir stjörnurnar að klæðast í þeirri bylgju sem núna ríður yfir þar sem rauði dregilinn er til dæmis notaður til að tjá pólitískar skoðanir. Við munum eflaust sjá eitthvað af þessum kjólum hér á verðlaunaafhendingunum framundan.







