Rukka enn fjölskyldu fyrir „meðferð“ hjá níðingnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 11:00 Ólympíumeistararnir Simone Biles og Alexandra Raisman eru líka fórnarlömb Nassar. Vísir/Getty Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra Michigan State skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. Emma Ann Miller er yngsta konan sem hefur lesið níðingnum Larry Nassar pistilinn í réttarsalnum í Lansing í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Nassar hefur verið dæmdur en bíður eftir að fá dóm. Hann misnotaði yfir hundrað ungar konur í skjóli starfsins síns. Miller er aðeins fimmtán ára gömul og þurfti góðan og mikinn stuðning frá móður sinni til að geta staðið fyrir framan Larry Nassar og sagt frá hrikalegri sögu sinni. Nassar réðst á hana í áhaldaskáp í ágúst 2016 í aðstöðu Nassar hjá Michigan State skólanum. „Ég er líklega síðasta barnið sem þú ræðst á,“ sagði Emma Ann Miller við Nassar. ESPN segir frá. Það sem meira er að Michigan State læknastofan er enn að reyna rukka hana og fjölskyldu hennar fyrir meðferðina hjá Nassar. Sú staðreynd hneykslar marga enda á sá vinnustaður mikið í því að Nassar náði að stunda misnotkun sína svo lengi. Hér fyrir neðan má sjá Emma Ann Miller í réttarsalnum að segja frá þessari hræðilegu lífsreynslu sinni."My mom is still getting billed for appointments where I was sexually assaulted," fifteen-year-old Emma Ann Miller says during the sentencing hearing of ex-USA Gymnastics doctor Larry Nassar: https://t.co/mAZk2yXVycpic.twitter.com/hJsIowRtZV — CBS News (@CBSNews) January 22, 2018 Miller hitti Nassar mánaðarlega í fimm ár. Hennar markmið er að fara með Michigan State í réttarsalinn eftir að Nassar er kominn á bak við lás og slá. „Eru þið að hlusta hjá MSU? Ég er fimmtán ára gömul en ég er ekki hrædd við ykkur og verð það aldrei. Ég ætti ekki að þekkja það að vera inn í réttarsal aðeins fimmtán ára en ég ætla að láta mér líða vel hér. Þið ættuð að gera það líka,“ sagði Miller ákveðin. „Ég kaus ekki þessar kringumstæður. Nassar kaus þær fyrir okkur öll. Starfsmaður ykkar sem misnotaði börn í tuttugu ár. Þetta er byrði sem engin fimmtán ára gömul stúlka ætti að bera en trúið mér MSU. Ég mun bera hana,“ sagði Miller. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Sjá meira
Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra Michigan State skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. Emma Ann Miller er yngsta konan sem hefur lesið níðingnum Larry Nassar pistilinn í réttarsalnum í Lansing í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Nassar hefur verið dæmdur en bíður eftir að fá dóm. Hann misnotaði yfir hundrað ungar konur í skjóli starfsins síns. Miller er aðeins fimmtán ára gömul og þurfti góðan og mikinn stuðning frá móður sinni til að geta staðið fyrir framan Larry Nassar og sagt frá hrikalegri sögu sinni. Nassar réðst á hana í áhaldaskáp í ágúst 2016 í aðstöðu Nassar hjá Michigan State skólanum. „Ég er líklega síðasta barnið sem þú ræðst á,“ sagði Emma Ann Miller við Nassar. ESPN segir frá. Það sem meira er að Michigan State læknastofan er enn að reyna rukka hana og fjölskyldu hennar fyrir meðferðina hjá Nassar. Sú staðreynd hneykslar marga enda á sá vinnustaður mikið í því að Nassar náði að stunda misnotkun sína svo lengi. Hér fyrir neðan má sjá Emma Ann Miller í réttarsalnum að segja frá þessari hræðilegu lífsreynslu sinni."My mom is still getting billed for appointments where I was sexually assaulted," fifteen-year-old Emma Ann Miller says during the sentencing hearing of ex-USA Gymnastics doctor Larry Nassar: https://t.co/mAZk2yXVycpic.twitter.com/hJsIowRtZV — CBS News (@CBSNews) January 22, 2018 Miller hitti Nassar mánaðarlega í fimm ár. Hennar markmið er að fara með Michigan State í réttarsalinn eftir að Nassar er kominn á bak við lás og slá. „Eru þið að hlusta hjá MSU? Ég er fimmtán ára gömul en ég er ekki hrædd við ykkur og verð það aldrei. Ég ætti ekki að þekkja það að vera inn í réttarsal aðeins fimmtán ára en ég ætla að láta mér líða vel hér. Þið ættuð að gera það líka,“ sagði Miller ákveðin. „Ég kaus ekki þessar kringumstæður. Nassar kaus þær fyrir okkur öll. Starfsmaður ykkar sem misnotaði börn í tuttugu ár. Þetta er byrði sem engin fimmtán ára gömul stúlka ætti að bera en trúið mér MSU. Ég mun bera hana,“ sagði Miller.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Sjá meira