Aldrei vanmeta vetrarveðrið Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2018 07:20 Færð getur víða spillst í dag. Vísir/GVA Nú í morgunsárið er að lægja og stytta upp á Suðurlandi og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi um allt landi að frátöldu suðvesturhorninu og miðhálendinu. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Færðin þar hefur þó ekki verið upp á marga fiska síðastliðinn sólarhring. Þannig lokaði Vegagerðin hið minnsta níu leiðum á Norður- og Austurlandi í gærkvöld vegna óveðurs og ófærðar en reynt verður að opna þær á ný með morgninum, eftir því sem aðstæður leyfa. Fólk lenti víða í vandræðum vegna ófærðar, til dæmis sátu á milli 50 og 60 manns fastir í u.þ.b. 30 bílum á milli Blönduóss og Hvammstanga snemma í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn komu fólkinu til hjálpar og höfðu greitt úr vandanum um klukkan 21 í gærkvöldi. Nokkru fyrr hafði flutningabíll runnið þversum og lokað veginum um Víkurskarð og fóru að myndast þar raðir bíla í miklu óveðri. Lögregla kallaði út þrjár björgunarsveitir, sem voru alveg fram til klukkan ellefu í gærkvöldi að klára verkefnið, og höfu þá sumir setið í föstum bílum sínum í allt að fjórar klukkustundir. Sumir bílanna voru næstum fenntir í kaf, að sögn lögreglu á Akureyri. Engum varð þó meint af. Björgunarsveit var líka send upp á Mosfellsheiði hér syðra, klukkan hálf tvö í nótt til að hjálpa fólki í föstum bílum, eins og Vísir greindi frá í morgun. Það eru ófár gular viðvaranir í gildi næsta sólarhringinn.VeðurstofanAð sama skapi féll snjóflóð og lokaði Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi en að sögn Vegagerðarinnar er búið að opna hann aftur. Töluverð sjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum og á utanverðum Tröllaskaga, samkvæmt nýju mati Veðurstofunnar. Þar hafa þónokkur flóð fallið að undanförnu, en án þess að hafa valdið tjóni á mannvirkjum. Það stærsta féll í Ólafsfirði, sem mældist yfir 3,5 stig. Það þýðir að allt að þúsund tonn af snjó hafi skriðið fram, en það nægir til að kaffæra heilu vörubílana og valda skemmdum á húsum. Þrátt fyrir að engin flóð hafi fallið á Austfjörðum að undanförnu er talin töluverð hætta þar líka. Svo á enn að bæta í snjóinn á þessum slóðum, samkvæmt veðurspám. Það snýst svo í norðaustlæga átt í kvöld og mun bæta í vind um allt land. Útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða storm á morgun og verður einna hvassast um landið norðan- og vestanvert. Með vindinum bætir í ofankomuna, einkum frá Tröllaskaga austur á Austfirði. „Það má kalla þetta dæmigert vetrarveður á Íslandi en það má nú aldrei vanmeta áður en lagt er af stað í leiðangur,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að hiti verður að mestu nærri frostmarki. Það dregur svo úr vindi og úrkomu á fimmtudag auk þess sem það kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s og snjókoma um landið N-vert, slydda með A-ströndinni, en þurrt að kalla annars staðar. Hiti um og undir frostmarki. Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Kólnandi veður. Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 12 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina. Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Heldur hlýnandi. Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki. Veður Tengdar fréttir Bíll með tengivagn fauk á hliðina Nokkrir ökumenn komust í hann krappan á suðvesturhorninu í nótt. 23. janúar 2018 06:22 „Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. 22. janúar 2018 06:48 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Nú í morgunsárið er að lægja og stytta upp á Suðurlandi og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi um allt landi að frátöldu suðvesturhorninu og miðhálendinu. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Færðin þar hefur þó ekki verið upp á marga fiska síðastliðinn sólarhring. Þannig lokaði Vegagerðin hið minnsta níu leiðum á Norður- og Austurlandi í gærkvöld vegna óveðurs og ófærðar en reynt verður að opna þær á ný með morgninum, eftir því sem aðstæður leyfa. Fólk lenti víða í vandræðum vegna ófærðar, til dæmis sátu á milli 50 og 60 manns fastir í u.þ.b. 30 bílum á milli Blönduóss og Hvammstanga snemma í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn komu fólkinu til hjálpar og höfðu greitt úr vandanum um klukkan 21 í gærkvöldi. Nokkru fyrr hafði flutningabíll runnið þversum og lokað veginum um Víkurskarð og fóru að myndast þar raðir bíla í miklu óveðri. Lögregla kallaði út þrjár björgunarsveitir, sem voru alveg fram til klukkan ellefu í gærkvöldi að klára verkefnið, og höfu þá sumir setið í föstum bílum sínum í allt að fjórar klukkustundir. Sumir bílanna voru næstum fenntir í kaf, að sögn lögreglu á Akureyri. Engum varð þó meint af. Björgunarsveit var líka send upp á Mosfellsheiði hér syðra, klukkan hálf tvö í nótt til að hjálpa fólki í föstum bílum, eins og Vísir greindi frá í morgun. Það eru ófár gular viðvaranir í gildi næsta sólarhringinn.VeðurstofanAð sama skapi féll snjóflóð og lokaði Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi en að sögn Vegagerðarinnar er búið að opna hann aftur. Töluverð sjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum og á utanverðum Tröllaskaga, samkvæmt nýju mati Veðurstofunnar. Þar hafa þónokkur flóð fallið að undanförnu, en án þess að hafa valdið tjóni á mannvirkjum. Það stærsta féll í Ólafsfirði, sem mældist yfir 3,5 stig. Það þýðir að allt að þúsund tonn af snjó hafi skriðið fram, en það nægir til að kaffæra heilu vörubílana og valda skemmdum á húsum. Þrátt fyrir að engin flóð hafi fallið á Austfjörðum að undanförnu er talin töluverð hætta þar líka. Svo á enn að bæta í snjóinn á þessum slóðum, samkvæmt veðurspám. Það snýst svo í norðaustlæga átt í kvöld og mun bæta í vind um allt land. Útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða storm á morgun og verður einna hvassast um landið norðan- og vestanvert. Með vindinum bætir í ofankomuna, einkum frá Tröllaskaga austur á Austfirði. „Það má kalla þetta dæmigert vetrarveður á Íslandi en það má nú aldrei vanmeta áður en lagt er af stað í leiðangur,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að hiti verður að mestu nærri frostmarki. Það dregur svo úr vindi og úrkomu á fimmtudag auk þess sem það kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s og snjókoma um landið N-vert, slydda með A-ströndinni, en þurrt að kalla annars staðar. Hiti um og undir frostmarki. Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Kólnandi veður. Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 12 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina. Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Heldur hlýnandi. Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki.
Veður Tengdar fréttir Bíll með tengivagn fauk á hliðina Nokkrir ökumenn komust í hann krappan á suðvesturhorninu í nótt. 23. janúar 2018 06:22 „Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. 22. janúar 2018 06:48 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Bíll með tengivagn fauk á hliðina Nokkrir ökumenn komust í hann krappan á suðvesturhorninu í nótt. 23. janúar 2018 06:22
„Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. 22. janúar 2018 06:48