Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. janúar 2018 06:00 Borgarstjórnarkosningar verða í lok maí. Vísir/Anton Flokksval Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnarkosninga fer fram 10. febrúar næstkomandi. Samfylkingin á fimm borgarfulltrúa af fimmtán en borgarfulltrúum verður fjölgað í 23 eftir næstu kosningar sem fara fram 26. maí 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er óskoraður oddviti flokksins og mun væntanlega leiða listann en margir vilja vera í næstu sætum. Björk Vilhelmsdóttir, sem var í öðru sæti lista flokksins fyrir síðustu kosningar, hætti fyrr á kjörtímabilinu og því má segja að annað sætið sé óskipað. Það sæti vilja næstu konurnar á listanum báðar fá; Kristín Soffía Jónsdóttir sem var í fjórða sæti og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður flokksins, sem var í sjötta sæti. Hún náði ekki kjöri í kosningunum en kom inn sem borgarfulltrúi eftir að Björk Vilhelmsdóttir sagði af sér. Samkvæmt heimildum mun nokkur styr standa um varaformann flokksins. Hún var sjálfkjörin í embætti varaformanns á flokksstjórnarfundi skömmu eftir að Logi Einarsson tók við formannskeflinu af Oddnýju Harðardóttur eftir mikið fylgishrun í haustkosningunum 2016. Heiða mun hafa sóst eftir forystusæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir nýliðnar alþingiskosningar en vilji flokksins til endurnýjunar í Reykjavík virðist ekki hafa náð til hennar enda var hún ekki á lista. Kristín Soffía Jónsdóttir, sem hefur einnig hug á öðru sæti, hefur heldur ekki verið óumdeild en deilur risu nú í haust um kjörgengi hennar í borgarstjórn vegna þess að hún flutti lögheimili sitt til Danmerkur á meðan hún var í fæðingarorlofi. Athygli vekur að Kristín Soffía hefur ekki tekið sæti í stjórn Strætó en Heiða Björg leysti hana af á þeim vettvangi á meðan Kristín var í fæðingarorlofi og virðist gera það enn. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Kristín Soffía situr eingöngu í borgarráði en Heiða Björg situr í umhverfis- og skipulagsráði, velferðarráði, ofbeldisvarnarnefnd, stjórn Strætó bs. og í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.grafík/gummi Það kom ýmsum á óvart þegar ákveðið var að röðun frambjóðenda á lista skyldi fara fram með prófkjöri en heimildir blaðsins herma að baráttumenn um þriðja sæti listans hafi beitt sér mjög fyrir þeirri leið. Það stefnir í harða baráttu um þriðja sætið og munu minnst fjórir karlar keppa um sætið. Hjálmar Sveinsson vill gjarnan sitja sem fastast í sínu sæti en Skúli Helgason og Magnús Már Guðmundsson vilja báðir færa sig ofar á listann og ná þriðja sætinu. Sabine Leskopf sýnir hins vegar mikinn metnað og hyggst sækjast eftir þriðja til fjórða sæti en hún var í níunda sæti fyrir síðustu kosningar. Dóra Magnúsdóttir sem var einu sæti á undan Sabine síðast stefnir einnig á fjórða sætið. Nokkrir nýliðar gefa kost á sér í fremstu röð og hyggst Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, blanda sér í baráttuna um bronsið. Þá mun Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður ætla að sækjast eftir fjórða til sjötta sæti og einnig hefur heyrst að Sverrir Bollason ætli sér í framboð og vilji sæti framarlega á lista. Framboðsfrestur rennur út næsta fimmtudag, 25. janúar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnarkosninga fer fram 10. febrúar næstkomandi. Samfylkingin á fimm borgarfulltrúa af fimmtán en borgarfulltrúum verður fjölgað í 23 eftir næstu kosningar sem fara fram 26. maí 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er óskoraður oddviti flokksins og mun væntanlega leiða listann en margir vilja vera í næstu sætum. Björk Vilhelmsdóttir, sem var í öðru sæti lista flokksins fyrir síðustu kosningar, hætti fyrr á kjörtímabilinu og því má segja að annað sætið sé óskipað. Það sæti vilja næstu konurnar á listanum báðar fá; Kristín Soffía Jónsdóttir sem var í fjórða sæti og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður flokksins, sem var í sjötta sæti. Hún náði ekki kjöri í kosningunum en kom inn sem borgarfulltrúi eftir að Björk Vilhelmsdóttir sagði af sér. Samkvæmt heimildum mun nokkur styr standa um varaformann flokksins. Hún var sjálfkjörin í embætti varaformanns á flokksstjórnarfundi skömmu eftir að Logi Einarsson tók við formannskeflinu af Oddnýju Harðardóttur eftir mikið fylgishrun í haustkosningunum 2016. Heiða mun hafa sóst eftir forystusæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir nýliðnar alþingiskosningar en vilji flokksins til endurnýjunar í Reykjavík virðist ekki hafa náð til hennar enda var hún ekki á lista. Kristín Soffía Jónsdóttir, sem hefur einnig hug á öðru sæti, hefur heldur ekki verið óumdeild en deilur risu nú í haust um kjörgengi hennar í borgarstjórn vegna þess að hún flutti lögheimili sitt til Danmerkur á meðan hún var í fæðingarorlofi. Athygli vekur að Kristín Soffía hefur ekki tekið sæti í stjórn Strætó en Heiða Björg leysti hana af á þeim vettvangi á meðan Kristín var í fæðingarorlofi og virðist gera það enn. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Kristín Soffía situr eingöngu í borgarráði en Heiða Björg situr í umhverfis- og skipulagsráði, velferðarráði, ofbeldisvarnarnefnd, stjórn Strætó bs. og í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.grafík/gummi Það kom ýmsum á óvart þegar ákveðið var að röðun frambjóðenda á lista skyldi fara fram með prófkjöri en heimildir blaðsins herma að baráttumenn um þriðja sæti listans hafi beitt sér mjög fyrir þeirri leið. Það stefnir í harða baráttu um þriðja sætið og munu minnst fjórir karlar keppa um sætið. Hjálmar Sveinsson vill gjarnan sitja sem fastast í sínu sæti en Skúli Helgason og Magnús Már Guðmundsson vilja báðir færa sig ofar á listann og ná þriðja sætinu. Sabine Leskopf sýnir hins vegar mikinn metnað og hyggst sækjast eftir þriðja til fjórða sæti en hún var í níunda sæti fyrir síðustu kosningar. Dóra Magnúsdóttir sem var einu sæti á undan Sabine síðast stefnir einnig á fjórða sætið. Nokkrir nýliðar gefa kost á sér í fremstu röð og hyggst Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, blanda sér í baráttuna um bronsið. Þá mun Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður ætla að sækjast eftir fjórða til sjötta sæti og einnig hefur heyrst að Sverrir Bollason ætli sér í framboð og vilji sæti framarlega á lista. Framboðsfrestur rennur út næsta fimmtudag, 25. janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira