#Mjólkurskatturinn Vigdís Fríða skrifar 22. janúar 2018 09:00 Mjólkurvörur hafa hækkað minna í verði en aðrar neysluvörur á landinu í yfir 14 ár. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar (2015) hefur neysla mjólkur og skyrs þó dregist saman síðan árið 2004. Á hinn bóginn selst jurtamjólk á íslenskum markaði sem aldrei fyrr. Það má meðal annars sjá á auknu vöruúrvali á jurtamjólk sem og hversu oft hún virðist seljast upp. Sífellt fleiri átta sig á að neysla manna á kúamjólk er með öllu óþörf, fólk er meðvitaðara um eigið mjólkuróþol og rannsóknir sýna fram á allskyns kvilla sem vísindamenn rekja til mjólkurneyslu. Mjólkurskatturinn á sér langa sögu. Tilgangur mjólkurskattsins í upphafi var ef til vill öllum ljós, en nú er öldin önnur. Hér áður fyrr var kúamjólkin að vissu leyti lífsnauðsynleg, enda var vöruframboð í þá daga ekkert sambærilegt við það sem við þekkjum í dag. Í dag getur fólk farið út í búð og keypt vörur frá öllum heimshornum. Þetta er eitthvað sem ber að skoða. Hverjir græða og hverjir tapa á kúamjólkurskatti? Þau okkar sem hafa sagt skilið við kúamjólkina borga meira fyrir hvern lítra af jurtamjólk en borga þó skatta inn í kerfi sem eyðir gífurlegum fjármunum í að halda kúamjólkurverði lágu. Þar að auki fer stór hluti af mjókurskattinum í að halda uppi framleiðslunni og skilar sér ekki til baka til neytenda. Þörf er á endurskoðun kerfisins. Er það almenn þekking að kostnaður neytenda og skattgreiðenda er á bilinu 1,5 til 4 milljarðar á ári? Það er umfram ávinning þeirra sem njóta góðs af stuðningskerfinu. Gerum ráð fyrir því að beinn kostnaður neytenda sé þarna á milli, rúmlega 2,75 milljarðar. Gerum að sama skapi ráð fyrir því að mannfjöldinn hér á landi sé 336 þúsund. Það gerir um 8.200 krónur á hvern landsmann árlega í stuðning við kerfi sem ekki allir landsmenn kæra sig um að styðja. Þá má spyrja sig að því hvaða tilgangi ríkið þjónar. Að mínu mati á ríkið að snúast um almannahagsmuni, hagsmuni þjóðar og hagsmuni þeirra sem standa höllum fæti. Í upphafi þjónaði mjólkurskatturinn almannahagsmunum en hann gerir það ekki lengur. Mikilvægt er að gæta að sjálfbærni og fæðuöryggi, en það tvennt hefur verið með helstu rökum þess að flytja enga kúamjólk inn. Innflutningur myndi þó spara ríkinu ófáa auranna. Það er ýmislegt hægt að gera við 1.5 til 4 milljarða á ári. Styðjum við nýsköpum á sviði jurtamjólkur, öðlumst sjálfbærni og verndum byggð með nýjum leiðum. Tækifærin eru hér og nú. Áfram gakk.Málþingið „Mjólkurskatturinn – á ríkið að niðurgreiða mjólkurvörur?“ er haldið að Hallveigarstöðum, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 20.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Mjólkurvörur hafa hækkað minna í verði en aðrar neysluvörur á landinu í yfir 14 ár. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar (2015) hefur neysla mjólkur og skyrs þó dregist saman síðan árið 2004. Á hinn bóginn selst jurtamjólk á íslenskum markaði sem aldrei fyrr. Það má meðal annars sjá á auknu vöruúrvali á jurtamjólk sem og hversu oft hún virðist seljast upp. Sífellt fleiri átta sig á að neysla manna á kúamjólk er með öllu óþörf, fólk er meðvitaðara um eigið mjólkuróþol og rannsóknir sýna fram á allskyns kvilla sem vísindamenn rekja til mjólkurneyslu. Mjólkurskatturinn á sér langa sögu. Tilgangur mjólkurskattsins í upphafi var ef til vill öllum ljós, en nú er öldin önnur. Hér áður fyrr var kúamjólkin að vissu leyti lífsnauðsynleg, enda var vöruframboð í þá daga ekkert sambærilegt við það sem við þekkjum í dag. Í dag getur fólk farið út í búð og keypt vörur frá öllum heimshornum. Þetta er eitthvað sem ber að skoða. Hverjir græða og hverjir tapa á kúamjólkurskatti? Þau okkar sem hafa sagt skilið við kúamjólkina borga meira fyrir hvern lítra af jurtamjólk en borga þó skatta inn í kerfi sem eyðir gífurlegum fjármunum í að halda kúamjólkurverði lágu. Þar að auki fer stór hluti af mjókurskattinum í að halda uppi framleiðslunni og skilar sér ekki til baka til neytenda. Þörf er á endurskoðun kerfisins. Er það almenn þekking að kostnaður neytenda og skattgreiðenda er á bilinu 1,5 til 4 milljarðar á ári? Það er umfram ávinning þeirra sem njóta góðs af stuðningskerfinu. Gerum ráð fyrir því að beinn kostnaður neytenda sé þarna á milli, rúmlega 2,75 milljarðar. Gerum að sama skapi ráð fyrir því að mannfjöldinn hér á landi sé 336 þúsund. Það gerir um 8.200 krónur á hvern landsmann árlega í stuðning við kerfi sem ekki allir landsmenn kæra sig um að styðja. Þá má spyrja sig að því hvaða tilgangi ríkið þjónar. Að mínu mati á ríkið að snúast um almannahagsmuni, hagsmuni þjóðar og hagsmuni þeirra sem standa höllum fæti. Í upphafi þjónaði mjólkurskatturinn almannahagsmunum en hann gerir það ekki lengur. Mikilvægt er að gæta að sjálfbærni og fæðuöryggi, en það tvennt hefur verið með helstu rökum þess að flytja enga kúamjólk inn. Innflutningur myndi þó spara ríkinu ófáa auranna. Það er ýmislegt hægt að gera við 1.5 til 4 milljarða á ári. Styðjum við nýsköpum á sviði jurtamjólkur, öðlumst sjálfbærni og verndum byggð með nýjum leiðum. Tækifærin eru hér og nú. Áfram gakk.Málþingið „Mjólkurskatturinn – á ríkið að niðurgreiða mjólkurvörur?“ er haldið að Hallveigarstöðum, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 20.00.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun