Óvenju mikill fjöldi kynferðisbrota gegn börnum hjá lögreglu Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. janúar 2018 07:00 Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Fréttablaðið/Anton Brink Tuttugu og níu kynferðisbrot gegn börnum eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur stígandi hefur verið í fjölda mála sem eru til rannsóknar hjá embættinu í viku hverri frá miðju ári 2017 og fyrstu vikur ársins 2018. Á þessum tíma hefur málum fjölgað frá 11 á viku og upp í 29. „Málin eru óvenju mörg á borði lögreglu um þessar mundir,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur segist þó vilja fara varlega í að túlka tölfræðina of mikið, en segist aðspurður ekki útiloka að umræðan sem skapast hefur í kringum #metoo-byltinguna hafi eitthvað með aukninguna að gera. „Öll aukin umræða í samfélaginu eykur vitund fólks og það má vel vera að það tengist þessari fjölgun á þann hátt.“ Þá segir Grímur að verið sé að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum innan embættisins, meðal annars í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld á borð við Europol. Þannig hafi tveir starfsmenn embættisins í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarið verið í sérstakri þjálfun til að takast á við stafræn ofbeldisbrot gegn börnum. „Við höfum verið að reyna að taka á slíkum málum hratt og örugglega. Þjálfunin sem þessir tveir starfsmenn embættisins hafa verið í snýr meðal annars að því að greina alls konar hluti í umhverfi myndbanda eða mynda sem sýna barnaníðefni svo hægt sé að átta sig á því hvar brotið fer fram. Við, og lögregluyfirvöld víða um heim sem við erum í samstarfi við, erum að sjálfsögðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stemma stigu við brotum gegn börnum.“ Grímur segir þó ekki mörg mál hafa komið inn á borð lögreglunnar hér á landi, þar sem íslensk börn eru viðfang stafræns ofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Tuttugu og níu kynferðisbrot gegn börnum eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur stígandi hefur verið í fjölda mála sem eru til rannsóknar hjá embættinu í viku hverri frá miðju ári 2017 og fyrstu vikur ársins 2018. Á þessum tíma hefur málum fjölgað frá 11 á viku og upp í 29. „Málin eru óvenju mörg á borði lögreglu um þessar mundir,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur segist þó vilja fara varlega í að túlka tölfræðina of mikið, en segist aðspurður ekki útiloka að umræðan sem skapast hefur í kringum #metoo-byltinguna hafi eitthvað með aukninguna að gera. „Öll aukin umræða í samfélaginu eykur vitund fólks og það má vel vera að það tengist þessari fjölgun á þann hátt.“ Þá segir Grímur að verið sé að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum innan embættisins, meðal annars í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld á borð við Europol. Þannig hafi tveir starfsmenn embættisins í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarið verið í sérstakri þjálfun til að takast á við stafræn ofbeldisbrot gegn börnum. „Við höfum verið að reyna að taka á slíkum málum hratt og örugglega. Þjálfunin sem þessir tveir starfsmenn embættisins hafa verið í snýr meðal annars að því að greina alls konar hluti í umhverfi myndbanda eða mynda sem sýna barnaníðefni svo hægt sé að átta sig á því hvar brotið fer fram. Við, og lögregluyfirvöld víða um heim sem við erum í samstarfi við, erum að sjálfsögðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stemma stigu við brotum gegn börnum.“ Grímur segir þó ekki mörg mál hafa komið inn á borð lögreglunnar hér á landi, þar sem íslensk börn eru viðfang stafræns ofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30