Telur sig þurfa að losna undan eignarhaldi í Morgunblaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2018 13:32 Eyþór er einn hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Vísir/Eyþór Kaupsýslumaðurinn Eyþór Arnalds, sem sækist eftir oddvitasæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þeirrar skoðunar að hann eigi að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla nái hann kjöri í borginni. Þá bendir hann þeim sem eru áhugasamir um hagsmuni hans að lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið. Eyþór var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í dag, ásamt Helgu Völu Helgadóttur alþingismanni og Guðlaugu Kristjánsdóttur forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði og ræddu þau meðal annars borgarlínuna umdeildu og #MeToo-átakið.Íhugar að kaupa þúsund eintök af StundinniÞá var Eyþór, sem er umsvifamikill kaupsýslumaður og stærsti einstaki hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, spurður út í mögulega hagsmunaárekstra verði hann kjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eyþór sagði ljóst að hann þyrfti að hverfa frá ákveðnum verkefnum. „Ég þarf að stíga úr verkefnum og þess vegna var svolítið stór ákvörðun fyrir mig að fara í þetta. Ef ég tapa á laugardaginn þá er ég frjáls en ef ég vinn þá þarf ég að gera greinarmun á þessu tvennu.“Sjá einnig: Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna meginGuðlaugu lá þá forvitni á að vita hvar hægt væri að finna yfirlit yfir hagsmunaskráningu Eyþórs. „Í Stundinni,“ svaraði Eyþór um hæl. „Stundin hringdi í mig og ég veit að margir Sjálfstæðismenn svara ekki Stundinni en ég ákvað að svara þeim og þetta er tveggja blaðsíðna viðtal sem er tekið og prentað nákvæmlega allt sem ég sagði. Svo fóru þeir yfir þessi 26 fyrirtæki og þetta er allt prentað í Stundinni. Ég var að spá í að kaupa þúsund eintök og hafa á kosningaskrifstofunni.“ Þá kvaðst Eyþór ánægður með að fá símtal frá Stundinni um þessi mál og að hann hefði sjálfur ekkert að fela.Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.Vísir/Anton BrinkEngar beinagrindur í skápnumEyþór var auk þess inntur eftir því hvort það væri ekki ljóst að hann þyrfti að selja hlut sinn í Morgunblaðinu en eins og áður sagði er Eyþór stærsti einstaki hluthafi í Árvakri. „Nú eru einhverjir á þingi sem eiga í fjölmiðlum, ég bendi á það,“ sagði Eyþór . „Ég ætla að fara úr öllu sem er „konflikt“, það er það sem ég segi. Nú er ég ekki orðinn frambjóðandi, hvað þá kjörinn fulltrúi. En ég er búinn að svara öllum, það eru engar beinagrindur í skápnum, þær eru bara á borðinu.“ Þá var Eyþór krafinn um afdráttarlaust svar við spurningunni, þ.e. hvort hann þyrfti ekki að losna undan eignarhaldi í fjölmiðli yrði hann borgarfulltrúi. Eyþór sagði svo vera. „Ég er þeirrar skoðunar að ég eigi að fara úr því. En eitt skref í einu, það er prófkjör fyrst. En ég er prinsippmaður.“ Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram laugardagin 27. janúar næstkomandi og bítast þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason um sætið. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi við Eyþór, Helgu Völu Helgadóttur og Guðlaugu Kristjánsdóttur má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Greinin umdeilda birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. 18. janúar 2018 22:45 Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Kaupsýslumaðurinn Eyþór Arnalds, sem sækist eftir oddvitasæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þeirrar skoðunar að hann eigi að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla nái hann kjöri í borginni. Þá bendir hann þeim sem eru áhugasamir um hagsmuni hans að lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið. Eyþór var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í dag, ásamt Helgu Völu Helgadóttur alþingismanni og Guðlaugu Kristjánsdóttur forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði og ræddu þau meðal annars borgarlínuna umdeildu og #MeToo-átakið.Íhugar að kaupa þúsund eintök af StundinniÞá var Eyþór, sem er umsvifamikill kaupsýslumaður og stærsti einstaki hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, spurður út í mögulega hagsmunaárekstra verði hann kjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eyþór sagði ljóst að hann þyrfti að hverfa frá ákveðnum verkefnum. „Ég þarf að stíga úr verkefnum og þess vegna var svolítið stór ákvörðun fyrir mig að fara í þetta. Ef ég tapa á laugardaginn þá er ég frjáls en ef ég vinn þá þarf ég að gera greinarmun á þessu tvennu.“Sjá einnig: Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna meginGuðlaugu lá þá forvitni á að vita hvar hægt væri að finna yfirlit yfir hagsmunaskráningu Eyþórs. „Í Stundinni,“ svaraði Eyþór um hæl. „Stundin hringdi í mig og ég veit að margir Sjálfstæðismenn svara ekki Stundinni en ég ákvað að svara þeim og þetta er tveggja blaðsíðna viðtal sem er tekið og prentað nákvæmlega allt sem ég sagði. Svo fóru þeir yfir þessi 26 fyrirtæki og þetta er allt prentað í Stundinni. Ég var að spá í að kaupa þúsund eintök og hafa á kosningaskrifstofunni.“ Þá kvaðst Eyþór ánægður með að fá símtal frá Stundinni um þessi mál og að hann hefði sjálfur ekkert að fela.Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.Vísir/Anton BrinkEngar beinagrindur í skápnumEyþór var auk þess inntur eftir því hvort það væri ekki ljóst að hann þyrfti að selja hlut sinn í Morgunblaðinu en eins og áður sagði er Eyþór stærsti einstaki hluthafi í Árvakri. „Nú eru einhverjir á þingi sem eiga í fjölmiðlum, ég bendi á það,“ sagði Eyþór . „Ég ætla að fara úr öllu sem er „konflikt“, það er það sem ég segi. Nú er ég ekki orðinn frambjóðandi, hvað þá kjörinn fulltrúi. En ég er búinn að svara öllum, það eru engar beinagrindur í skápnum, þær eru bara á borðinu.“ Þá var Eyþór krafinn um afdráttarlaust svar við spurningunni, þ.e. hvort hann þyrfti ekki að losna undan eignarhaldi í fjölmiðli yrði hann borgarfulltrúi. Eyþór sagði svo vera. „Ég er þeirrar skoðunar að ég eigi að fara úr því. En eitt skref í einu, það er prófkjör fyrst. En ég er prinsippmaður.“ Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram laugardagin 27. janúar næstkomandi og bítast þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason um sætið. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi við Eyþór, Helgu Völu Helgadóttur og Guðlaugu Kristjánsdóttur má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Greinin umdeilda birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. 18. janúar 2018 22:45 Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Greinin umdeilda birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. 18. janúar 2018 22:45
Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent