Telur sig þurfa að losna undan eignarhaldi í Morgunblaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2018 13:32 Eyþór er einn hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Vísir/Eyþór Kaupsýslumaðurinn Eyþór Arnalds, sem sækist eftir oddvitasæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þeirrar skoðunar að hann eigi að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla nái hann kjöri í borginni. Þá bendir hann þeim sem eru áhugasamir um hagsmuni hans að lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið. Eyþór var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í dag, ásamt Helgu Völu Helgadóttur alþingismanni og Guðlaugu Kristjánsdóttur forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði og ræddu þau meðal annars borgarlínuna umdeildu og #MeToo-átakið.Íhugar að kaupa þúsund eintök af StundinniÞá var Eyþór, sem er umsvifamikill kaupsýslumaður og stærsti einstaki hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, spurður út í mögulega hagsmunaárekstra verði hann kjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eyþór sagði ljóst að hann þyrfti að hverfa frá ákveðnum verkefnum. „Ég þarf að stíga úr verkefnum og þess vegna var svolítið stór ákvörðun fyrir mig að fara í þetta. Ef ég tapa á laugardaginn þá er ég frjáls en ef ég vinn þá þarf ég að gera greinarmun á þessu tvennu.“Sjá einnig: Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna meginGuðlaugu lá þá forvitni á að vita hvar hægt væri að finna yfirlit yfir hagsmunaskráningu Eyþórs. „Í Stundinni,“ svaraði Eyþór um hæl. „Stundin hringdi í mig og ég veit að margir Sjálfstæðismenn svara ekki Stundinni en ég ákvað að svara þeim og þetta er tveggja blaðsíðna viðtal sem er tekið og prentað nákvæmlega allt sem ég sagði. Svo fóru þeir yfir þessi 26 fyrirtæki og þetta er allt prentað í Stundinni. Ég var að spá í að kaupa þúsund eintök og hafa á kosningaskrifstofunni.“ Þá kvaðst Eyþór ánægður með að fá símtal frá Stundinni um þessi mál og að hann hefði sjálfur ekkert að fela.Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.Vísir/Anton BrinkEngar beinagrindur í skápnumEyþór var auk þess inntur eftir því hvort það væri ekki ljóst að hann þyrfti að selja hlut sinn í Morgunblaðinu en eins og áður sagði er Eyþór stærsti einstaki hluthafi í Árvakri. „Nú eru einhverjir á þingi sem eiga í fjölmiðlum, ég bendi á það,“ sagði Eyþór . „Ég ætla að fara úr öllu sem er „konflikt“, það er það sem ég segi. Nú er ég ekki orðinn frambjóðandi, hvað þá kjörinn fulltrúi. En ég er búinn að svara öllum, það eru engar beinagrindur í skápnum, þær eru bara á borðinu.“ Þá var Eyþór krafinn um afdráttarlaust svar við spurningunni, þ.e. hvort hann þyrfti ekki að losna undan eignarhaldi í fjölmiðli yrði hann borgarfulltrúi. Eyþór sagði svo vera. „Ég er þeirrar skoðunar að ég eigi að fara úr því. En eitt skref í einu, það er prófkjör fyrst. En ég er prinsippmaður.“ Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram laugardagin 27. janúar næstkomandi og bítast þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason um sætið. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi við Eyþór, Helgu Völu Helgadóttur og Guðlaugu Kristjánsdóttur má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Greinin umdeilda birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. 18. janúar 2018 22:45 Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Kaupsýslumaðurinn Eyþór Arnalds, sem sækist eftir oddvitasæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þeirrar skoðunar að hann eigi að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla nái hann kjöri í borginni. Þá bendir hann þeim sem eru áhugasamir um hagsmuni hans að lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið. Eyþór var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í dag, ásamt Helgu Völu Helgadóttur alþingismanni og Guðlaugu Kristjánsdóttur forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði og ræddu þau meðal annars borgarlínuna umdeildu og #MeToo-átakið.Íhugar að kaupa þúsund eintök af StundinniÞá var Eyþór, sem er umsvifamikill kaupsýslumaður og stærsti einstaki hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, spurður út í mögulega hagsmunaárekstra verði hann kjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eyþór sagði ljóst að hann þyrfti að hverfa frá ákveðnum verkefnum. „Ég þarf að stíga úr verkefnum og þess vegna var svolítið stór ákvörðun fyrir mig að fara í þetta. Ef ég tapa á laugardaginn þá er ég frjáls en ef ég vinn þá þarf ég að gera greinarmun á þessu tvennu.“Sjá einnig: Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna meginGuðlaugu lá þá forvitni á að vita hvar hægt væri að finna yfirlit yfir hagsmunaskráningu Eyþórs. „Í Stundinni,“ svaraði Eyþór um hæl. „Stundin hringdi í mig og ég veit að margir Sjálfstæðismenn svara ekki Stundinni en ég ákvað að svara þeim og þetta er tveggja blaðsíðna viðtal sem er tekið og prentað nákvæmlega allt sem ég sagði. Svo fóru þeir yfir þessi 26 fyrirtæki og þetta er allt prentað í Stundinni. Ég var að spá í að kaupa þúsund eintök og hafa á kosningaskrifstofunni.“ Þá kvaðst Eyþór ánægður með að fá símtal frá Stundinni um þessi mál og að hann hefði sjálfur ekkert að fela.Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.Vísir/Anton BrinkEngar beinagrindur í skápnumEyþór var auk þess inntur eftir því hvort það væri ekki ljóst að hann þyrfti að selja hlut sinn í Morgunblaðinu en eins og áður sagði er Eyþór stærsti einstaki hluthafi í Árvakri. „Nú eru einhverjir á þingi sem eiga í fjölmiðlum, ég bendi á það,“ sagði Eyþór . „Ég ætla að fara úr öllu sem er „konflikt“, það er það sem ég segi. Nú er ég ekki orðinn frambjóðandi, hvað þá kjörinn fulltrúi. En ég er búinn að svara öllum, það eru engar beinagrindur í skápnum, þær eru bara á borðinu.“ Þá var Eyþór krafinn um afdráttarlaust svar við spurningunni, þ.e. hvort hann þyrfti ekki að losna undan eignarhaldi í fjölmiðli yrði hann borgarfulltrúi. Eyþór sagði svo vera. „Ég er þeirrar skoðunar að ég eigi að fara úr því. En eitt skref í einu, það er prófkjör fyrst. En ég er prinsippmaður.“ Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram laugardagin 27. janúar næstkomandi og bítast þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason um sætið. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi við Eyþór, Helgu Völu Helgadóttur og Guðlaugu Kristjánsdóttur má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Greinin umdeilda birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. 18. janúar 2018 22:45 Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Greinin umdeilda birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. 18. janúar 2018 22:45
Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent