Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Þórdís Valsdóttir skrifar 21. janúar 2018 10:31 Frans páfi er í vikulangri heimsókn í Suður Ameríku um þessar mundir. Vísir/getty Frans páfi er í heimsókn í Perú um þessar mundir og lagði orð í belg um ofbeldi gegn konum í Suður Ameríku. Páfinn segir ofbeldi sem konur verða fyrir í álfunni vera „plágu“ sem þarf að kljást við. BBC greinir frá. „Það eru svo mörg dæmi um ofbeldi sem þaggað er niður í á bakvið svo marga veggi,“ sagði Páfinn í messu í bænum Trujillo í Perú á laugardag. Helmingur þeirra 25 landa með hæstu tíðni morða á konum í heiminum eru í Suður Ameríku samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. „Ég biðla til ykkar að berjast gegn þessari uppsprettu þjáninga, þar á meðal með löggjöf og menningu sem hafnar hvers kyns ofbeldi,“ sagði Frans páfi.Móðgaði þolendur misnotkunar Frans páfi hefur verið í Perú frá því á fimmtudag eftir að hafa verið í Síle. Í Síle reitti páfinn þolendur misnotkunar til reiði með því að saka þolendurna um að rægja biskup í landinu. Þolendurnir sem voru misnotaðir af kaþólska prestsinum Fernando Kardima sökuðu biskupinn um að hylma yfir brotum prestsins. Páfinn sagði að „engar sannanir“ væru fyrir því að biskupinn, Juan Barros, hafi hylmt yfir með níðingsprestinum. „Það er ekki eitt einasta sönnungargagn gegn honum. Þetta er allt rógur. Er það skilið?,“ sagði páfinn. Hann sagði einnig við blaðamenn á svæðinu að hann myndi ræða málið frekar ef einhver sönnunargögn gegn Barros kæmu upp á yfirborðið. Níðingspresturinn Kardima var sakaður um að hafa misnotað fjölda unglingsstráka í höfuðborginni Santiago frá árinu 1980. Vatíkanið dæmdi hann sekann árið 2011 og dæmdi hann til lífslangrar betrunar og bæna. Kardima var ekki sóttur til saka í Síle því brotin voru fyrnd. Þolendur Kardima hafa borið vitni um að Barros biskup hafi verið vitni að misnotkuninni. „Það sem páfinn hefur gert hérna í dag er móðgandi og særandi, ekki einungis við okkur, heldur alla sem vilja binda enda á misnotkun,“ sagði einn þolenda Kardima í viðtali við BBC. Chile Suður-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi ætlar að hitta fórnarlömb Pinochet í Síle Um þrjú þúsund manns voru myrtir eða látnir hverfa í Síle í valdatíð einræðisherrans Augusto Pinochet. 11. janúar 2018 14:17 Rányrkju á Amazon-svæðinu verði hætt Frans páfi sagði að aldrei hafi meiri hætta steðjað að frumbyggjum Amazon-frumskógarins. 20. janúar 2018 10:30 Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Frans páfi sagði það ekki samræmast kristinni trú að skella í lás. Hvatti ríki heims til að taka á móti innflytjendum sem hefðu þurft að þola mikla kúgun. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Frans páfi er í heimsókn í Perú um þessar mundir og lagði orð í belg um ofbeldi gegn konum í Suður Ameríku. Páfinn segir ofbeldi sem konur verða fyrir í álfunni vera „plágu“ sem þarf að kljást við. BBC greinir frá. „Það eru svo mörg dæmi um ofbeldi sem þaggað er niður í á bakvið svo marga veggi,“ sagði Páfinn í messu í bænum Trujillo í Perú á laugardag. Helmingur þeirra 25 landa með hæstu tíðni morða á konum í heiminum eru í Suður Ameríku samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. „Ég biðla til ykkar að berjast gegn þessari uppsprettu þjáninga, þar á meðal með löggjöf og menningu sem hafnar hvers kyns ofbeldi,“ sagði Frans páfi.Móðgaði þolendur misnotkunar Frans páfi hefur verið í Perú frá því á fimmtudag eftir að hafa verið í Síle. Í Síle reitti páfinn þolendur misnotkunar til reiði með því að saka þolendurna um að rægja biskup í landinu. Þolendurnir sem voru misnotaðir af kaþólska prestsinum Fernando Kardima sökuðu biskupinn um að hylma yfir brotum prestsins. Páfinn sagði að „engar sannanir“ væru fyrir því að biskupinn, Juan Barros, hafi hylmt yfir með níðingsprestinum. „Það er ekki eitt einasta sönnungargagn gegn honum. Þetta er allt rógur. Er það skilið?,“ sagði páfinn. Hann sagði einnig við blaðamenn á svæðinu að hann myndi ræða málið frekar ef einhver sönnunargögn gegn Barros kæmu upp á yfirborðið. Níðingspresturinn Kardima var sakaður um að hafa misnotað fjölda unglingsstráka í höfuðborginni Santiago frá árinu 1980. Vatíkanið dæmdi hann sekann árið 2011 og dæmdi hann til lífslangrar betrunar og bæna. Kardima var ekki sóttur til saka í Síle því brotin voru fyrnd. Þolendur Kardima hafa borið vitni um að Barros biskup hafi verið vitni að misnotkuninni. „Það sem páfinn hefur gert hérna í dag er móðgandi og særandi, ekki einungis við okkur, heldur alla sem vilja binda enda á misnotkun,“ sagði einn þolenda Kardima í viðtali við BBC.
Chile Suður-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi ætlar að hitta fórnarlömb Pinochet í Síle Um þrjú þúsund manns voru myrtir eða látnir hverfa í Síle í valdatíð einræðisherrans Augusto Pinochet. 11. janúar 2018 14:17 Rányrkju á Amazon-svæðinu verði hætt Frans páfi sagði að aldrei hafi meiri hætta steðjað að frumbyggjum Amazon-frumskógarins. 20. janúar 2018 10:30 Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Frans páfi sagði það ekki samræmast kristinni trú að skella í lás. Hvatti ríki heims til að taka á móti innflytjendum sem hefðu þurft að þola mikla kúgun. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Páfi ætlar að hitta fórnarlömb Pinochet í Síle Um þrjú þúsund manns voru myrtir eða látnir hverfa í Síle í valdatíð einræðisherrans Augusto Pinochet. 11. janúar 2018 14:17
Rányrkju á Amazon-svæðinu verði hætt Frans páfi sagði að aldrei hafi meiri hætta steðjað að frumbyggjum Amazon-frumskógarins. 20. janúar 2018 10:30
Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Frans páfi sagði það ekki samræmast kristinni trú að skella í lás. Hvatti ríki heims til að taka á móti innflytjendum sem hefðu þurft að þola mikla kúgun. 19. janúar 2018 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent