Óveður í aðsigi á Suðurlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2018 07:23 Mjög slæmt ferðaveður verður á Suður- og Suðausturlandi í dag. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir staðbundnu óveðri í dag á Suður- og Suðausturlandi. Útlit er fyrir mjög slæmt ferðaveður á svæðinu í allan dag, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.Gular viðvaranir eru í gildi á Suður- og Suðausturlandi, undir Eyjafjöllum og sunnan Mýrdalsjökuls annars vegar og í Öræfum hins vegar. Gert er ráð fyrir austan meðalvindi 23-28 m/s, slyddu og snjókomu og mjög erfiðum akstursskilyrðum á svæðinu og meðfram ströndinni. Á vef Vegagerðarinnar segir að búast megi við lokunum á vegum vegna óveðursins á Suðurlandi og verða viðvaranir veðurstofu í gildi þangað til annað kvöld hið minnsta.Betri horfur í öðrum landshlutum Veðurhorfur eru betri annars staðar á landinu og ekki er búist við úrkomu í dag. Þá bítur frostið áfram í kinnar norðantil en hiti fer upp fyrir frostmark í lægðinni fyrir sunnan. Þá er búist við því að víða hvessi á landinu á morgun og útlit fyrir austan hvassviðri eða storm á Suðurlandi auk þess sem hvessir á Norðurlandi með tilheyrandi úrkomu.Veðurhorfur á landinu:Vaxandi austanátt, 10-15 m/s síðdegis, en 20-25 syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Hæg breytileg átt um landið NA-vert. Dálítil snjókoma eða slydda suðaustanlands, en skýjað og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hlýnar upp fyrir frostmark víða á sunnanverðu landinu, en frost 2 til 12 stig fyrir norðan.Austan hvassviðri eða stormur á suðurhelmingi landsins á morgun og rigning, slydda eða snjókoma, hvessir einnig með úrkomu norðanlands undir kvöld.Á mánudag:Austan 13-20 m/s, en 20-25 syðst á landinu. Snjókoma með köflum og síðar rigning eða slydda og hiti 0 til 4 stig. Dálítil él norðantil á landinu, líkur á skafrenningi og vægt frost.Á þriðjudag:Austan 13-20, en mun hægari vindur sunnantil á landinu. Snjókoma eða slydda, talsverð úrkoma austanlands. Norðaustlægari um kvöldið og þá þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Hvöss norðustanátt með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki.Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað, en dálítil él norðanlands. Kólnandi veður.Á föstudag:Útlit fyrir suðaustan- og austanátt með dálítilli snjókomu eða slyddu sunnanlands, en bjartviðri norðantil á landinu.Á laugardag:Austlæg eða breytileg átt, úrkoma víða um land og hiti kringum frostmark. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Gert er ráð fyrir staðbundnu óveðri í dag á Suður- og Suðausturlandi. Útlit er fyrir mjög slæmt ferðaveður á svæðinu í allan dag, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.Gular viðvaranir eru í gildi á Suður- og Suðausturlandi, undir Eyjafjöllum og sunnan Mýrdalsjökuls annars vegar og í Öræfum hins vegar. Gert er ráð fyrir austan meðalvindi 23-28 m/s, slyddu og snjókomu og mjög erfiðum akstursskilyrðum á svæðinu og meðfram ströndinni. Á vef Vegagerðarinnar segir að búast megi við lokunum á vegum vegna óveðursins á Suðurlandi og verða viðvaranir veðurstofu í gildi þangað til annað kvöld hið minnsta.Betri horfur í öðrum landshlutum Veðurhorfur eru betri annars staðar á landinu og ekki er búist við úrkomu í dag. Þá bítur frostið áfram í kinnar norðantil en hiti fer upp fyrir frostmark í lægðinni fyrir sunnan. Þá er búist við því að víða hvessi á landinu á morgun og útlit fyrir austan hvassviðri eða storm á Suðurlandi auk þess sem hvessir á Norðurlandi með tilheyrandi úrkomu.Veðurhorfur á landinu:Vaxandi austanátt, 10-15 m/s síðdegis, en 20-25 syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Hæg breytileg átt um landið NA-vert. Dálítil snjókoma eða slydda suðaustanlands, en skýjað og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hlýnar upp fyrir frostmark víða á sunnanverðu landinu, en frost 2 til 12 stig fyrir norðan.Austan hvassviðri eða stormur á suðurhelmingi landsins á morgun og rigning, slydda eða snjókoma, hvessir einnig með úrkomu norðanlands undir kvöld.Á mánudag:Austan 13-20 m/s, en 20-25 syðst á landinu. Snjókoma með köflum og síðar rigning eða slydda og hiti 0 til 4 stig. Dálítil él norðantil á landinu, líkur á skafrenningi og vægt frost.Á þriðjudag:Austan 13-20, en mun hægari vindur sunnantil á landinu. Snjókoma eða slydda, talsverð úrkoma austanlands. Norðaustlægari um kvöldið og þá þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Hvöss norðustanátt með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki.Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað, en dálítil él norðanlands. Kólnandi veður.Á föstudag:Útlit fyrir suðaustan- og austanátt með dálítilli snjókomu eða slyddu sunnanlands, en bjartviðri norðantil á landinu.Á laugardag:Austlæg eða breytileg átt, úrkoma víða um land og hiti kringum frostmark.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira