Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir mansalsglæpamanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 19:06 Theresa ásamt eiginmanni sínum og börnunum þremur sem eru á aldrinum eins árs til sex ára. vísir/egill Fjölskyldan hefur búið í Reykjanesbæ í tvö ár og er yngsta barnið fætt hér á landi. Eldri börnin tvö stunda leik- og grunnskóla og faðirinn vinnur á bílaleigu. Í vikunni sem leið var kröfu um endurupptöku á máli þeirra hafnað þrátt fyrir að nú hafi þær upplýsingar komið fram að móðirin, Theresa Kusi Daban, sé fórnarlamb mansals og hafi verið neydd í vændi á Ítalíu. En eftir að hún kynntist eiginmanni sínum flúðu þau frá landinu. Meðal gagna málsins voru hótanir glæpamanna úr mansalshring sem starfar í Gana og Ítalu sem krefjast þess að Theresa borgi þeim þrjátíu þúsund evrur eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna og snúi aftur í vændið. Hér eru dæmi úr skilaboðunum sem bárust í gegnum samskiptaforritið Whatzapp sem tengist símanúmeri notanda.„Þú getur ekki flúið til Gana. Þar bíður Bahuma Vudu þín og hann er mjög reiður. Þú ert hvergi örugg. Komdu aftur til Ítalíu og farðu aftur í vændið.“„Theresa ekki reita okkur til reiði af því að þá munum við drepa börnin þín.“Theresa segir mansalsmafíuna sem starfar í löndunum tveimur afar öfluga. „Þannig að ef við förum til Afríku eða Ítalíu þá bíða þau mín. Ég held að enginn myndi mæta eldinum, þegar hann sér hann nálgast," segir Theresa. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, undrast að nefndin hafi ekki séð tilefni til að kanna gögnin nánar en höfnunin er byggð á því að skilaboðin hafi mátt falsa. „En þá spyr ég á móti: Hvaða gögn er ekki hægt að falsa? Það er hægt að falsa öll gögn. Það þýðir ekki að skyldan til að rannsaka þetta sé ekki til staðar,“ segir Magnús og bendir á að það hefði til dæmis verið hægt að hafa samband við ítölsk lögregluyfirvöld og símafyrirtæki til að rekja skilaboðin. Höfnunin byggir einnig á því að frásögn móðurinnar komi of seint í ferlinu. En Theresa segist hafa verið hrædd, full af skömm og ekki viljað að börnin hennar vissu af ofbeldinu. Nú þurfi hún aftur á móti að berjast fyrir lífi barna sinna. „Ef Útlendingastofnun vill að ég sé örugg ætti hún að hafa uppi á þeim og borga skuldina og svo getur hún sent mig þangað. Ef hún getur það ekki ætti hún að handtaka mig og setja mig í fangelsi og taka börnin mín til ættleiðingar. Ég veit að ég yrði örugg í fangelsinu og börnin mín hér á Íslandi. Ég myndi ekki deyja, heldur væri ég örugg,“ segir Theresa. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Fjölskyldan hefur búið í Reykjanesbæ í tvö ár og er yngsta barnið fætt hér á landi. Eldri börnin tvö stunda leik- og grunnskóla og faðirinn vinnur á bílaleigu. Í vikunni sem leið var kröfu um endurupptöku á máli þeirra hafnað þrátt fyrir að nú hafi þær upplýsingar komið fram að móðirin, Theresa Kusi Daban, sé fórnarlamb mansals og hafi verið neydd í vændi á Ítalíu. En eftir að hún kynntist eiginmanni sínum flúðu þau frá landinu. Meðal gagna málsins voru hótanir glæpamanna úr mansalshring sem starfar í Gana og Ítalu sem krefjast þess að Theresa borgi þeim þrjátíu þúsund evrur eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna og snúi aftur í vændið. Hér eru dæmi úr skilaboðunum sem bárust í gegnum samskiptaforritið Whatzapp sem tengist símanúmeri notanda.„Þú getur ekki flúið til Gana. Þar bíður Bahuma Vudu þín og hann er mjög reiður. Þú ert hvergi örugg. Komdu aftur til Ítalíu og farðu aftur í vændið.“„Theresa ekki reita okkur til reiði af því að þá munum við drepa börnin þín.“Theresa segir mansalsmafíuna sem starfar í löndunum tveimur afar öfluga. „Þannig að ef við förum til Afríku eða Ítalíu þá bíða þau mín. Ég held að enginn myndi mæta eldinum, þegar hann sér hann nálgast," segir Theresa. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, undrast að nefndin hafi ekki séð tilefni til að kanna gögnin nánar en höfnunin er byggð á því að skilaboðin hafi mátt falsa. „En þá spyr ég á móti: Hvaða gögn er ekki hægt að falsa? Það er hægt að falsa öll gögn. Það þýðir ekki að skyldan til að rannsaka þetta sé ekki til staðar,“ segir Magnús og bendir á að það hefði til dæmis verið hægt að hafa samband við ítölsk lögregluyfirvöld og símafyrirtæki til að rekja skilaboðin. Höfnunin byggir einnig á því að frásögn móðurinnar komi of seint í ferlinu. En Theresa segist hafa verið hrædd, full af skömm og ekki viljað að börnin hennar vissu af ofbeldinu. Nú þurfi hún aftur á móti að berjast fyrir lífi barna sinna. „Ef Útlendingastofnun vill að ég sé örugg ætti hún að hafa uppi á þeim og borga skuldina og svo getur hún sent mig þangað. Ef hún getur það ekki ætti hún að handtaka mig og setja mig í fangelsi og taka börnin mín til ættleiðingar. Ég veit að ég yrði örugg í fangelsinu og börnin mín hér á Íslandi. Ég myndi ekki deyja, heldur væri ég örugg,“ segir Theresa.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira