„Þá má löggan bara hirða okkur“ Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2018 11:21 Frá yfirstandandi mótmælum. Skiltakarlarnir eru grjótharðir og nú verður hvergi hvikað. Þeir ætla að loka dómsmálaráðuneytinu í dag, vegna spillingar. visir/vilhelm Skiltakarlarnir svokallaðir efna til mótmæla nú á eftir en þeir hyggjast loka dómsmálaráðuneytinu og götunni þar við. „Já,“ segir Ólafur Sigurðsson, annar Skiltakarlanna. Og hann segir að nú verði hvergi gefið eftir. „Nú á að láta sverfa til stáls. Þá má löggan bara hirða okkur.“ Skiltakarlarnir hafa verið að koma fram á sjónarsviðið að undanförnu en þeir hafa verið lengi að. Allt frá í Búsáhaldabyltingunni; öldunni sem reis í kjölfar hruns. Þeir eru Ólafur, sem er matvælafræðingur og meindýraeyðir og Leifur A. Benediktsson verslunarmaður og bílapartasali.Mótmælendur í dómsmálaráðuneytinu nú fyrir skömmu. Þar er verið að hreinsa spillinguna út. Myndirnar voru að berast í hús.visir/vilhelm„Já, meindýraeyðir. Aðallega í stærri dýrunum, risaeðlunum og svoleiðis,“ segir Ólafur í samtali við Vísi nú í morgun. Fjallhress og hvergi banginn þó hann sé þess albúinn að vera færður í járn ná á eftir, af laganna vörðum. „Við erum með yfirlýsingu á Skiltakarlarnir á Facebook. Okkur ætlar ekki að takast að aðskilja dómsvald og framkvæmdavald, við höfum ekki stjórnarskrá, öllu stolið af okkur og lýðræðinu líka. Krafan á 20. aldar er aukið lýðræði og aukin þátttaka og þegar svona risaeðlur standa fyrir öllum breytingum þá verður þessi órói.“Risaeðlur sem snúa öllu á hausÓlafur er standandi bit á valdníðslu og helst á honum að skilja að hér hafi ekki orðið neinar breytingar þrátt fyrir heila Búsáhaldabyltingu.Skiltakarlarnir Leifur og Ólafur urðu til í Búsáhaldabyltingunni og þeir hafa ekki séð ástæðu til að leggja niður skiltin, nema síður sé. Hér eru þeir að mótmæla við Landsbankann fyrir tveimur árum.„Svo kenna þessar risaeðlur fólkinu um óróann. Snúa öllu á haus.“ En, nú er eitthvað að gerast, telur Ólafur. Með andspyrnuhreyfingunni. „Byltingunni verður aldrei sjónvarpað.“ Ólafur vill meina að fjölmiðlar séu vængstýfðir og veiklaðir og lætur eins og hann sé ekki að ræða við blaðamann Vísis. „Fjölmiðlar fjalla ekki um þetta. Við erum búnir að halda mótmæli frá 2009. Að frá 2009 og fengið frið fyrir fjölmiðlum. Við fórum í Landsbankann, tvö ár síðan, en, nei, aldrei verið handteknir, bara gert grín að þessu. Grín og gaman. En okkur er full alvara.“Spillingaeyði úðað yfir svæðiðHópur aktívista hefur slegist í lið með Skiltakörlunum og Ólafur segir sjálfsagt og rétt að taka þá með til að efla andspyrnuhreyfinguna. „Það verður þarna hópur sem er að vinna að trúðisma (e. clovning). Þau ætla að vera með okkur. Við verðum með spillingaeyði sem við úðum yfir svæðið. Já, við ætlum að eyða allri spillingu þarna. Of nógu að taka. Þetta var reynt þegar Hanna Birna var og hét en tókst ekki betur til. Ef hún heldur áfram, Sigríður Á. Andersen, er hún þarna sem okkar besta manneskja því þá sér fólkið spillingarmyndina: dómsmálaráðherrann. Hún viðheldur þessari mynd og skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn sé gerspilltur,“ segir Ólafur og vísar til umdeildra skipana Sigríðar í Landsrétt.Mótmælendur með spillingaúða á lofti, skrúbba og í óværubúningi.visir/vilhelmOg nú stendur til að loka ráðuneytinu. Lokað vegna spillingar. Ólafur segir að þeir séu með allar græjur til þess.Skríðandi fasismiÞeir Skiltakarlar urðu til í Búsáhaldabyltingunni sem áður segir. „Já, við komum saman úr því. Við vorum saman í Lýðræðisvaktinni. Vorum að styðja við mótmæli annarra, gera skilti og auglýsingar. Mikilvægt að skilaboðin sjáist vel.“ Og það vefst ekki fyrir Ólafi að greina stöðuna og hún er svört. „Þegar elítan er búin að taka yfir, þetta eina prósent sem lagt hefur undir sig allan auðinn og völdin, þá er mikilvægast að taka yfir lögreglu og dómsvaldið. Hanna Birna er búin að taka yfir lögregluna. Það eru ákveðnir þættir í ferli sem talað er um núna og kallast skríðandi fasismi. Þetta er að gerast, en fólk áttar sig ekki á þessu. Það er ekkert verið að tala um þetta.“Fjölmiðlar barðir niður En, er fólk ekki bara sæmilega sátt, langþreytt á erjum og með sæmilega fullan maga? Ánægt með sitt? Ólafur telur að það sé vegna þess að það sé búið að troða kefli uppí fjölmiðla. „Búið að taka þá yfir fjölmiðlanna. Og ef RÚV fer að gagnrýna stjórnmálamenn er skipt um í stólnum. Það er grafið undan RÚV og á þá ráðist. Hvað heitir hún aftur, fíflið þarna í Framsóknarflokknum, sem réðst hvað ákafast á RÚV? Hótanir stjórnmálamanna gagnvart lýðræðisfyrirbærum á borð við fjölmiðla eru löngu hafnar.“ Nú er hálftími í mótmælin sem boðað er að hefjist klukkan 12 við dómsmálaráðuneytið Sölvhólsgötu en þau eiga að standa til klukkan 15. Spennandi verður að sjá hvort það verður líf í tuskum en samkvæmt Facebooksíðunni hafa um 50 boðað komu sína.Uppfært 12:55 Rætt var við Ólaf fyrir hádegi en fréttin var uppfærð í tengslum við birtingu mynda sem ljósmyndari Vísis sendi í hús eftir að mótmælin hófust. Tengdar fréttir Bein útsending: Sigríður Andersen situr fyrir svörum vegna skipan dómara í Landsrétt Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, situr fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem hefst klukkan 9:15. 31. janúar 2018 08:30 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Skiltakarlarnir svokallaðir efna til mótmæla nú á eftir en þeir hyggjast loka dómsmálaráðuneytinu og götunni þar við. „Já,“ segir Ólafur Sigurðsson, annar Skiltakarlanna. Og hann segir að nú verði hvergi gefið eftir. „Nú á að láta sverfa til stáls. Þá má löggan bara hirða okkur.“ Skiltakarlarnir hafa verið að koma fram á sjónarsviðið að undanförnu en þeir hafa verið lengi að. Allt frá í Búsáhaldabyltingunni; öldunni sem reis í kjölfar hruns. Þeir eru Ólafur, sem er matvælafræðingur og meindýraeyðir og Leifur A. Benediktsson verslunarmaður og bílapartasali.Mótmælendur í dómsmálaráðuneytinu nú fyrir skömmu. Þar er verið að hreinsa spillinguna út. Myndirnar voru að berast í hús.visir/vilhelm„Já, meindýraeyðir. Aðallega í stærri dýrunum, risaeðlunum og svoleiðis,“ segir Ólafur í samtali við Vísi nú í morgun. Fjallhress og hvergi banginn þó hann sé þess albúinn að vera færður í járn ná á eftir, af laganna vörðum. „Við erum með yfirlýsingu á Skiltakarlarnir á Facebook. Okkur ætlar ekki að takast að aðskilja dómsvald og framkvæmdavald, við höfum ekki stjórnarskrá, öllu stolið af okkur og lýðræðinu líka. Krafan á 20. aldar er aukið lýðræði og aukin þátttaka og þegar svona risaeðlur standa fyrir öllum breytingum þá verður þessi órói.“Risaeðlur sem snúa öllu á hausÓlafur er standandi bit á valdníðslu og helst á honum að skilja að hér hafi ekki orðið neinar breytingar þrátt fyrir heila Búsáhaldabyltingu.Skiltakarlarnir Leifur og Ólafur urðu til í Búsáhaldabyltingunni og þeir hafa ekki séð ástæðu til að leggja niður skiltin, nema síður sé. Hér eru þeir að mótmæla við Landsbankann fyrir tveimur árum.„Svo kenna þessar risaeðlur fólkinu um óróann. Snúa öllu á haus.“ En, nú er eitthvað að gerast, telur Ólafur. Með andspyrnuhreyfingunni. „Byltingunni verður aldrei sjónvarpað.“ Ólafur vill meina að fjölmiðlar séu vængstýfðir og veiklaðir og lætur eins og hann sé ekki að ræða við blaðamann Vísis. „Fjölmiðlar fjalla ekki um þetta. Við erum búnir að halda mótmæli frá 2009. Að frá 2009 og fengið frið fyrir fjölmiðlum. Við fórum í Landsbankann, tvö ár síðan, en, nei, aldrei verið handteknir, bara gert grín að þessu. Grín og gaman. En okkur er full alvara.“Spillingaeyði úðað yfir svæðiðHópur aktívista hefur slegist í lið með Skiltakörlunum og Ólafur segir sjálfsagt og rétt að taka þá með til að efla andspyrnuhreyfinguna. „Það verður þarna hópur sem er að vinna að trúðisma (e. clovning). Þau ætla að vera með okkur. Við verðum með spillingaeyði sem við úðum yfir svæðið. Já, við ætlum að eyða allri spillingu þarna. Of nógu að taka. Þetta var reynt þegar Hanna Birna var og hét en tókst ekki betur til. Ef hún heldur áfram, Sigríður Á. Andersen, er hún þarna sem okkar besta manneskja því þá sér fólkið spillingarmyndina: dómsmálaráðherrann. Hún viðheldur þessari mynd og skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn sé gerspilltur,“ segir Ólafur og vísar til umdeildra skipana Sigríðar í Landsrétt.Mótmælendur með spillingaúða á lofti, skrúbba og í óværubúningi.visir/vilhelmOg nú stendur til að loka ráðuneytinu. Lokað vegna spillingar. Ólafur segir að þeir séu með allar græjur til þess.Skríðandi fasismiÞeir Skiltakarlar urðu til í Búsáhaldabyltingunni sem áður segir. „Já, við komum saman úr því. Við vorum saman í Lýðræðisvaktinni. Vorum að styðja við mótmæli annarra, gera skilti og auglýsingar. Mikilvægt að skilaboðin sjáist vel.“ Og það vefst ekki fyrir Ólafi að greina stöðuna og hún er svört. „Þegar elítan er búin að taka yfir, þetta eina prósent sem lagt hefur undir sig allan auðinn og völdin, þá er mikilvægast að taka yfir lögreglu og dómsvaldið. Hanna Birna er búin að taka yfir lögregluna. Það eru ákveðnir þættir í ferli sem talað er um núna og kallast skríðandi fasismi. Þetta er að gerast, en fólk áttar sig ekki á þessu. Það er ekkert verið að tala um þetta.“Fjölmiðlar barðir niður En, er fólk ekki bara sæmilega sátt, langþreytt á erjum og með sæmilega fullan maga? Ánægt með sitt? Ólafur telur að það sé vegna þess að það sé búið að troða kefli uppí fjölmiðla. „Búið að taka þá yfir fjölmiðlanna. Og ef RÚV fer að gagnrýna stjórnmálamenn er skipt um í stólnum. Það er grafið undan RÚV og á þá ráðist. Hvað heitir hún aftur, fíflið þarna í Framsóknarflokknum, sem réðst hvað ákafast á RÚV? Hótanir stjórnmálamanna gagnvart lýðræðisfyrirbærum á borð við fjölmiðla eru löngu hafnar.“ Nú er hálftími í mótmælin sem boðað er að hefjist klukkan 12 við dómsmálaráðuneytið Sölvhólsgötu en þau eiga að standa til klukkan 15. Spennandi verður að sjá hvort það verður líf í tuskum en samkvæmt Facebooksíðunni hafa um 50 boðað komu sína.Uppfært 12:55 Rætt var við Ólaf fyrir hádegi en fréttin var uppfærð í tengslum við birtingu mynda sem ljósmyndari Vísis sendi í hús eftir að mótmælin hófust.
Tengdar fréttir Bein útsending: Sigríður Andersen situr fyrir svörum vegna skipan dómara í Landsrétt Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, situr fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem hefst klukkan 9:15. 31. janúar 2018 08:30 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Bein útsending: Sigríður Andersen situr fyrir svörum vegna skipan dómara í Landsrétt Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, situr fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem hefst klukkan 9:15. 31. janúar 2018 08:30