Yfir 30 íþróttamenn glíma við eftirköst heilahristings Benedikt Bóas skrifar 31. janúar 2018 06:00 Ólína Viðarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir eftir landsleik Íslands. Báðar hafa þær sett skóna upp í hillu eftir höfuðhögg. vísir/daníel „Ég get nefnt yfir 30 íþróttamenn og -konur sem ég þekki og veit um sem glíma við eftirköst heilahristings. Við erum saman í hópi en samt er þessi fjöldi bara brot af mun stærra vandamáli. Vandamál sem ég gerði mér ekki grein fyrir að væri til,“ segir landsliðskonan fyrrverandi, Ólína Viðarsdóttir, en hún getur nú aðeins farið í stutta göngutúra rúmum sjö mánuðum eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með KR. Ólína er ein af þremur fyrrverandi fótboltakonum sem mun deila reynslu sinni en fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42 og byrjar hann klukkan 19. Hinar, Sara Hrund Helgadóttir og Hulda Mýrdal hafa einnig lagt skóna á hilluna eftir höfuðhögg. Sara Hrund var ein af lykilkonum í liði Grindavíkur og var fyrirliði University of West Florida, sagði stopp í fyrra eftir að hafa fengið sjötta heilahristinginn á átta árum þegar hún rotaðist í leik í Pepsi deildinni. Hún greindi sjálf frá ákvörðun sinni og sagði þar að hún hefði verið með stöðugan hausverk í átta ár vegna höfuðhöggs. Hulda Mýrdal, fékk högg aftan á höfuðið árið 2015 og birti pistil í fyrra sem vakti athygli enda hafði hún glímt við afleiðingar höfuðhöggsins í 18 mánuði. Ólína segir að þær muni tala um sína reynslu, hvernig það sé að vera með heilahristings heilkenni. „Við erum að fara segja hvað gerðist, hvað tók svo við í framhaldinu, segja frá hvernig var brugðist við og hvað við erum að gera í dag.“Sjö mánuðir liðnir og ekkert hlaupið Ólína fékk höfuðhögg í maí þegar stutt var liðið af Pepsi deild kvenna. Hún er margreyndur landsliðsmaður og spilaði 70 landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. „Ég hélt áfram að leika eftir höfuðhöggið. Spilaði meira að segja tvo leiki eftir það en fæ heilahristing í kjölfarið og varð þá mjög slæm. Ég spilaði minn síðasta leik 27. júní og hef eiginlega ekkert geta hreyft mig eftir það. Ekki hlaupið og ég er enn í göngutúrum og það eru liðnir sjö mánuðir. Þetta eru víðtæk en óljós einkenni eins og þreyta, höfuðverkur og einbeitingarleysi sem ég tengdi ekki við heilahristinginn. Ég fékk boltann beint í hausinn en rotaðist ekki og bað ekki um aðstoð. Það tók held ég enginn eftir því en í kjölfarið fékk ég miklar sjóntruflanir og ég tengdi allt þetta ekki við höfuðhöggið fyrr en ég var orðin slæm.“ Ólína segir að þær vilji opna á umræðuna og fræða fólk enda sé þörfin greinilega brýn. „Einkennin eru óljós og líka er fyrirlesturinn til að vekja athygli á úrræðaleysinu fyrir íþróttafólk því það er alveg ofboðslega stór hópur sem er að berjast við þetta. Við ætlum að gera það sem við getum og vonumst til að sjá sem flesta. Ég veit að íþróttafólk er svolítið í sínu eigin horni og það virðist vera lítil þekking þannig fólk veit ekki hvert það á að snúa sér. Þetta er okkar leið til að opna umræðuna.“ Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira
„Ég get nefnt yfir 30 íþróttamenn og -konur sem ég þekki og veit um sem glíma við eftirköst heilahristings. Við erum saman í hópi en samt er þessi fjöldi bara brot af mun stærra vandamáli. Vandamál sem ég gerði mér ekki grein fyrir að væri til,“ segir landsliðskonan fyrrverandi, Ólína Viðarsdóttir, en hún getur nú aðeins farið í stutta göngutúra rúmum sjö mánuðum eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með KR. Ólína er ein af þremur fyrrverandi fótboltakonum sem mun deila reynslu sinni en fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42 og byrjar hann klukkan 19. Hinar, Sara Hrund Helgadóttir og Hulda Mýrdal hafa einnig lagt skóna á hilluna eftir höfuðhögg. Sara Hrund var ein af lykilkonum í liði Grindavíkur og var fyrirliði University of West Florida, sagði stopp í fyrra eftir að hafa fengið sjötta heilahristinginn á átta árum þegar hún rotaðist í leik í Pepsi deildinni. Hún greindi sjálf frá ákvörðun sinni og sagði þar að hún hefði verið með stöðugan hausverk í átta ár vegna höfuðhöggs. Hulda Mýrdal, fékk högg aftan á höfuðið árið 2015 og birti pistil í fyrra sem vakti athygli enda hafði hún glímt við afleiðingar höfuðhöggsins í 18 mánuði. Ólína segir að þær muni tala um sína reynslu, hvernig það sé að vera með heilahristings heilkenni. „Við erum að fara segja hvað gerðist, hvað tók svo við í framhaldinu, segja frá hvernig var brugðist við og hvað við erum að gera í dag.“Sjö mánuðir liðnir og ekkert hlaupið Ólína fékk höfuðhögg í maí þegar stutt var liðið af Pepsi deild kvenna. Hún er margreyndur landsliðsmaður og spilaði 70 landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. „Ég hélt áfram að leika eftir höfuðhöggið. Spilaði meira að segja tvo leiki eftir það en fæ heilahristing í kjölfarið og varð þá mjög slæm. Ég spilaði minn síðasta leik 27. júní og hef eiginlega ekkert geta hreyft mig eftir það. Ekki hlaupið og ég er enn í göngutúrum og það eru liðnir sjö mánuðir. Þetta eru víðtæk en óljós einkenni eins og þreyta, höfuðverkur og einbeitingarleysi sem ég tengdi ekki við heilahristinginn. Ég fékk boltann beint í hausinn en rotaðist ekki og bað ekki um aðstoð. Það tók held ég enginn eftir því en í kjölfarið fékk ég miklar sjóntruflanir og ég tengdi allt þetta ekki við höfuðhöggið fyrr en ég var orðin slæm.“ Ólína segir að þær vilji opna á umræðuna og fræða fólk enda sé þörfin greinilega brýn. „Einkennin eru óljós og líka er fyrirlesturinn til að vekja athygli á úrræðaleysinu fyrir íþróttafólk því það er alveg ofboðslega stór hópur sem er að berjast við þetta. Við ætlum að gera það sem við getum og vonumst til að sjá sem flesta. Ég veit að íþróttafólk er svolítið í sínu eigin horni og það virðist vera lítil þekking þannig fólk veit ekki hvert það á að snúa sér. Þetta er okkar leið til að opna umræðuna.“
Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira