Innlent

Afþökkuðu boð stjórnarformanns Ikea og samþykktu breytingar á skipulagi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vesturverk hyggst reisa 55 megavatta virkjun við Hvalá og tengja við rafmagnsnet Vestfjarða.
Vesturverk hyggst reisa 55 megavatta virkjun við Hvalá og tengja við rafmagnsnet Vestfjarða. vísir/stefán
Hreppsnefnd Árnesshrepps samþykkti á fundi sínum í dag tillögur að breytingu á aðalskipulagi sem og nýtt deiliskipulags vegna undirbúnings á Hvalárvirkjun. Nefndin afþakkaði boð Sigurðar Gísla Pálmasonar, stjórnarformanns Ikea um hann myndi greiða fyrir greiningu á því að vernda svæðið eða virkja.

Gert var ráð fyrir virkjuninni á núgildandi aðalskipulagi en talið var að gera þyrfti breytingar á því vegna framkvæmda við virkjunina. Fjölmargir aðilar og stofnanir sendu inn athugasemdir við tillöguna sem og tillöguna að deiliskipulagi vegna virkjunarinnar.

Tillögurnar voru samþykktar með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Ingólfs Benediktssonar og Hrefnu Þorvaldssdóttur sem bókuðu að bíða ætti með að afgreiða þær breytingar sem lagðar voru til.

Einnig var tekið fyrir erindi frá Sigurði Gísla, sem talað hefur gegn því að virkjunin rísi. Bauðst Sigurður Gísli til þess að greiða fyrir svokallaða valkostagreiningu á þeim valkostum sem felast í að vernda það landsvæði sem færi undir virkjanavegi, lón, efnistöku og stíflur eða að virkja.

Taldi minnihlutinn að „engin goðgá“ væri fólgin í því að bíða með skipulagsákvarðanirnar í tvo til þrjá mánuði á meðan slík greining færi fram. Hafnaði hins vegar meirihlutinn erindi Sigurðar Gísla.


Tengdar fréttir

Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun

Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar.

"Þetta stóriðjuskeið er bara liðið hjá"

Kerfisbundin mótmæli tveggja lækna gegn Hvalárvirkjun hófust í byrjun mánaðarins. Daglega munu þeir birta myndir af fossum sem verða undir ef af framkvæmdunum verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×