Gamaldags átakapólitík Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. janúar 2018 15:53 Fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu Vinstri græn áherslu á að veruleg innspýting fjármuna í heilbrigðismál, menntamál, innviðauppbyggingu og velferðarmál væri nauðsynleg til að koma þessum málaflokkum í sómasamlegt horf. Auka þyrfti árleg útgjöld til þessara málaflokka í skrefum um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu umfram sem fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði ráð fyrir. Við lögðum einnig áherslu á bætt vinnubrögð, að þegar ákvarðanir eru teknar á vetvangi stjórnmálanna væri horft til lengra en eins árs í senn og byggt á stefnumótun sem tæki mið af heildarhagsmunum samfélagsins til lengri tíma frekar að vinna litlar orustur inn á Alþingi. Það er okkar trú að þannig getum við nýtt fjármuni betur og þannig gert betur fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna tók við þann 1. desember sl. og hóf strax vinnu við breytingar á því fjárlagafrumvarpi sem fyrri ríkisstjórn hafði lagt fram. Fjórum vikum síðar samþykkti Alþingi fjárlög sem fela í sér tæplega 19 milljarða útgjaldaaukningu umfram það sem fyrri fjárlög höfðu gert ráð fyrir og samtals 55,3 milljarða útgjaldaaukningu á milli ára. Ef við horfum eingöngu á útgjaldaaukninguna og hugsum jafnvel í prósentum má segja að þessi fjárlög séu einstakur árangur í loforðaefndum. Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið – 19 milljarðar af 40-50 voru komnir í hús. En auðvitað er þetta ekki svo einfallt að það sé hægt afgreiða þetta með einföldum prósentureikningi. Fjárlögin voru unnin á ótrúlega stuttum tíma og því gafst ekki mikill tími til að horfa langt fram veginn. Sú vinna stendur nú yfir, við gerð fjármálaáætlunar, endurskoðun almannatrygginga og einnig heilbrigðisáætlunar, svo dæmi séu nefnd.Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem virðast telja að eðlilegt sé að smætta alla umræðu um ríkisfjármál og uppbyggingu á okkar samfélagslegu innviðum niður í einfaldan prósentureikning og stakar atkvæðagreiðslur á Alþingi, eins og sjá mátti í grein hans í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Vinstri svik“. Ágúst hefur nefnilega með einföldum prósentureikningi komist að þeirri niðurstöðu að Vinstri græn hafi framið mikil svik með fyrrnefndum fjármlögum. Þetta er hins vegar marklaust þegar kemur að því að mæla árangur eða efndir Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ágúst hefði nefnilega getað gert lítið úr nánast hvaða útgjaldaaukningu sem er með því að veifa prósentutölum, enda er 40 til 50 milljarða aukning útgjalda bara um 5% aukning. Allt tal um svik Vinstri grænna er því marklaust, hluti af hinni gömlu átakapólitík sem engu skilar. Ég hvet Ágúst Ólaf, og aðra í stjórnarandstöðunni, til að taka höndum saman með okkur í ríkisstjórninni í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Stj.mál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu Vinstri græn áherslu á að veruleg innspýting fjármuna í heilbrigðismál, menntamál, innviðauppbyggingu og velferðarmál væri nauðsynleg til að koma þessum málaflokkum í sómasamlegt horf. Auka þyrfti árleg útgjöld til þessara málaflokka í skrefum um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu umfram sem fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði ráð fyrir. Við lögðum einnig áherslu á bætt vinnubrögð, að þegar ákvarðanir eru teknar á vetvangi stjórnmálanna væri horft til lengra en eins árs í senn og byggt á stefnumótun sem tæki mið af heildarhagsmunum samfélagsins til lengri tíma frekar að vinna litlar orustur inn á Alþingi. Það er okkar trú að þannig getum við nýtt fjármuni betur og þannig gert betur fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna tók við þann 1. desember sl. og hóf strax vinnu við breytingar á því fjárlagafrumvarpi sem fyrri ríkisstjórn hafði lagt fram. Fjórum vikum síðar samþykkti Alþingi fjárlög sem fela í sér tæplega 19 milljarða útgjaldaaukningu umfram það sem fyrri fjárlög höfðu gert ráð fyrir og samtals 55,3 milljarða útgjaldaaukningu á milli ára. Ef við horfum eingöngu á útgjaldaaukninguna og hugsum jafnvel í prósentum má segja að þessi fjárlög séu einstakur árangur í loforðaefndum. Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið – 19 milljarðar af 40-50 voru komnir í hús. En auðvitað er þetta ekki svo einfallt að það sé hægt afgreiða þetta með einföldum prósentureikningi. Fjárlögin voru unnin á ótrúlega stuttum tíma og því gafst ekki mikill tími til að horfa langt fram veginn. Sú vinna stendur nú yfir, við gerð fjármálaáætlunar, endurskoðun almannatrygginga og einnig heilbrigðisáætlunar, svo dæmi séu nefnd.Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem virðast telja að eðlilegt sé að smætta alla umræðu um ríkisfjármál og uppbyggingu á okkar samfélagslegu innviðum niður í einfaldan prósentureikning og stakar atkvæðagreiðslur á Alþingi, eins og sjá mátti í grein hans í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Vinstri svik“. Ágúst hefur nefnilega með einföldum prósentureikningi komist að þeirri niðurstöðu að Vinstri græn hafi framið mikil svik með fyrrnefndum fjármlögum. Þetta er hins vegar marklaust þegar kemur að því að mæla árangur eða efndir Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ágúst hefði nefnilega getað gert lítið úr nánast hvaða útgjaldaaukningu sem er með því að veifa prósentutölum, enda er 40 til 50 milljarða aukning útgjalda bara um 5% aukning. Allt tal um svik Vinstri grænna er því marklaust, hluti af hinni gömlu átakapólitík sem engu skilar. Ég hvet Ágúst Ólaf, og aðra í stjórnarandstöðunni, til að taka höndum saman með okkur í ríkisstjórninni í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar