Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Öræfajökli reið yfir í morgun Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2018 14:14 Öræfajökull minnti á sig í morgun. vísir/gunnþóra Skjálfti að stærð 3,6 mældist í Öræfajökli klukkan 05:05 í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands en þar segir að um 10 eftirskjálftar mældust í kjölfarið. Jarðskjálftinn fannst á Hofi í Öræfasveit en flestir í Öræfasveit sváfu meðan hann reið yfir. Jarðskjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Öræfajökli, en fyrsti jarðskjálftamælirinn var settur upp við Kvísker árið 1976. Skjálftinn mældist í öskjunni, um einn kílómetra suðaustur af miðju ísketilsins sem myndaðist í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári. Nokkur óvissa er í dýptarákvörðun skjálftans, en hann virðist vera á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Öræfajökull hefur sýnt merki um aukna virkni í rúmt ár. Sér í lagi jókst virknin sl. haust. Tveir aðrir jarðskjálftar stærri en 3 hafa mælst síðan þá (M3,5 þann 3. október 2017 og M3,1 þann 18. janúar 2018). Engar markverðar breytingar hafa sést undanfarnar vikur í öðrum vöktunargögnum þ.m.t. aflögunargögnum, vatnamælingum og gasmælingum. Yfirlitsflug, til að mæla yfirborðsbreytingar á jöklinum, verður við fyrsta tækifæri. Mikilvægt er að fylgjast áfram með aflögun á jökulyfirborði þar sem hún getur endurspeglað breytingar í jarðhitakerfinu. Auk þess eru gervitunglamyndir notaðar við eftirlit á aflögun jökulsins, en engar merkjanlegar breytingar hafa sést þetta árið (síðasta gervatunglamyndin er frá lokum janúar). Viðvörunarlitur fyrir flug er áfram gulur fyrir Öræfajökul. Veðurstofan vaktar allan sólahringinn og bregst við, mælist merkjanlegar breytingar á virkni. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sigketillinn víkkað og sprungumynstrið orðið greinilegra í Öræfajökli NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls. 10. desember 2017 20:05 Öræfajökull er err eye-va yo-coo-kill í bandarísku sjónvarpi Andrei Menshenin, blaðamaður búsettur á Íslandi, kenndi sjónvarpsáhorfendum bandaríska sjónvarpsrisans ABC hvernig eigi að bera fram Öræfajökul. 5. desember 2017 12:00 Þung áhersla verður lögð á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet við Öræfajökul Viðvera lögreglu í Öræfasveit er mikilvæg til að tryggja hraða og örugga rýmingu af svæðinu. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Skjálfti að stærð 3,6 mældist í Öræfajökli klukkan 05:05 í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands en þar segir að um 10 eftirskjálftar mældust í kjölfarið. Jarðskjálftinn fannst á Hofi í Öræfasveit en flestir í Öræfasveit sváfu meðan hann reið yfir. Jarðskjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Öræfajökli, en fyrsti jarðskjálftamælirinn var settur upp við Kvísker árið 1976. Skjálftinn mældist í öskjunni, um einn kílómetra suðaustur af miðju ísketilsins sem myndaðist í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári. Nokkur óvissa er í dýptarákvörðun skjálftans, en hann virðist vera á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Öræfajökull hefur sýnt merki um aukna virkni í rúmt ár. Sér í lagi jókst virknin sl. haust. Tveir aðrir jarðskjálftar stærri en 3 hafa mælst síðan þá (M3,5 þann 3. október 2017 og M3,1 þann 18. janúar 2018). Engar markverðar breytingar hafa sést undanfarnar vikur í öðrum vöktunargögnum þ.m.t. aflögunargögnum, vatnamælingum og gasmælingum. Yfirlitsflug, til að mæla yfirborðsbreytingar á jöklinum, verður við fyrsta tækifæri. Mikilvægt er að fylgjast áfram með aflögun á jökulyfirborði þar sem hún getur endurspeglað breytingar í jarðhitakerfinu. Auk þess eru gervitunglamyndir notaðar við eftirlit á aflögun jökulsins, en engar merkjanlegar breytingar hafa sést þetta árið (síðasta gervatunglamyndin er frá lokum janúar). Viðvörunarlitur fyrir flug er áfram gulur fyrir Öræfajökul. Veðurstofan vaktar allan sólahringinn og bregst við, mælist merkjanlegar breytingar á virkni.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sigketillinn víkkað og sprungumynstrið orðið greinilegra í Öræfajökli NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls. 10. desember 2017 20:05 Öræfajökull er err eye-va yo-coo-kill í bandarísku sjónvarpi Andrei Menshenin, blaðamaður búsettur á Íslandi, kenndi sjónvarpsáhorfendum bandaríska sjónvarpsrisans ABC hvernig eigi að bera fram Öræfajökul. 5. desember 2017 12:00 Þung áhersla verður lögð á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet við Öræfajökul Viðvera lögreglu í Öræfasveit er mikilvæg til að tryggja hraða og örugga rýmingu af svæðinu. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Sigketillinn víkkað og sprungumynstrið orðið greinilegra í Öræfajökli NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls. 10. desember 2017 20:05
Öræfajökull er err eye-va yo-coo-kill í bandarísku sjónvarpi Andrei Menshenin, blaðamaður búsettur á Íslandi, kenndi sjónvarpsáhorfendum bandaríska sjónvarpsrisans ABC hvernig eigi að bera fram Öræfajökul. 5. desember 2017 12:00
Þung áhersla verður lögð á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet við Öræfajökul Viðvera lögreglu í Öræfasveit er mikilvæg til að tryggja hraða og örugga rýmingu af svæðinu. 29. nóvember 2017 06:00