Hart barist um 2. til 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2018 12:02 Dagur B. Eggertsson mun leiða lista Samfylkingarinnar. Vísir/Hanna Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. Hart er barist um annað til fjórða sæti listans en enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í forystusætið. Kosning í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík er rafræn og geta allir skráðir félagar í flokknum í borginni tekið þátt. Kjósendur eiga að raða í átta til tíu sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara hinn 27. maí í vor. Niðurstaðan er bindandi í 5 efstu sætin, með fyrirvara um kynjareglur flokksins. Kosningin hófst klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan 19 annað kvöld. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan hálf níu annað kvöld og verða þau kynnt á veitingastaðnum Bergson RE.Heiða Björg Hilmisdóttir sækist eftir öðru sæti.Ekki er tekist á um forystusæti listans þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður sig einn fram í fyrsta sætið. Hins vegar sækjast þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi báðar eftir öðru sætinu. Þá verður hörð barátta um þriðja sætið en þrír sækjast eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki sækist Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi eftir þriðja til fjórða sæti. Dóra Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður og Magnús Már Guðmundsson formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur sækjast líka eftir fjórða sætinu og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri sækist eftir fjórða til sjötta sæti. Kristín Soffía Jónsdóttir sækist einnig eftir öðru sætinu.Vísir/StefánEllen Calmon fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands sækist eftir fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Að auki sækist gamla kempan Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður vistheimila og fyrrverandi þingkona og borgarfulltrúi sækist eftir fimmta til sjöunda sætinu ásamt Þorkatli Heiðarssyni náttúrufræðingi.Teitur Atlason fulltrúi á Neytendastofu sækist síðan eftir sjöunda til níunda sætinu.Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi sjö fulltrúa, og Píratar og Vinstri græn þrjá hvor flokks fyrir sig. Þessir flokkar mynda núverandi meirihluta ásamt Bjartri framtíð sem ekki myndi ná inn fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt könnuninni.Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið. En 12 borgarfulltrúa þarf til að mynda lágmarks meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. Hart er barist um annað til fjórða sæti listans en enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í forystusætið. Kosning í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík er rafræn og geta allir skráðir félagar í flokknum í borginni tekið þátt. Kjósendur eiga að raða í átta til tíu sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara hinn 27. maí í vor. Niðurstaðan er bindandi í 5 efstu sætin, með fyrirvara um kynjareglur flokksins. Kosningin hófst klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan 19 annað kvöld. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan hálf níu annað kvöld og verða þau kynnt á veitingastaðnum Bergson RE.Heiða Björg Hilmisdóttir sækist eftir öðru sæti.Ekki er tekist á um forystusæti listans þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður sig einn fram í fyrsta sætið. Hins vegar sækjast þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi báðar eftir öðru sætinu. Þá verður hörð barátta um þriðja sætið en þrír sækjast eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki sækist Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi eftir þriðja til fjórða sæti. Dóra Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður og Magnús Már Guðmundsson formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur sækjast líka eftir fjórða sætinu og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri sækist eftir fjórða til sjötta sæti. Kristín Soffía Jónsdóttir sækist einnig eftir öðru sætinu.Vísir/StefánEllen Calmon fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands sækist eftir fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Að auki sækist gamla kempan Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður vistheimila og fyrrverandi þingkona og borgarfulltrúi sækist eftir fimmta til sjöunda sætinu ásamt Þorkatli Heiðarssyni náttúrufræðingi.Teitur Atlason fulltrúi á Neytendastofu sækist síðan eftir sjöunda til níunda sætinu.Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi sjö fulltrúa, og Píratar og Vinstri græn þrjá hvor flokks fyrir sig. Þessir flokkar mynda núverandi meirihluta ásamt Bjartri framtíð sem ekki myndi ná inn fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt könnuninni.Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið. En 12 borgarfulltrúa þarf til að mynda lágmarks meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47