Alvöru vetrarveður í kortunum: „Ekkert ferðaveður þessa helgi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 10:39 Það verður hvassviðri og éljagangur á höfuðborgarsvæðinu á morgun og mjög slæmt veður víða um land samkvæmt veðurspám. vísir/hanna Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. „Þetta lítur svolítið skrautlega út,“ segir Þorsteinn aðspurður um hvernig veðurspáin lítur fyrir helgina. Dagurinn í dag verði þokkalegur en svo byrjar að hvessa í kvöld undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Í nótt mun síðan hvessa í Öræfum og fylgir þessu hvassviðri snjókoma á öllu sunnanverðu landinu. „Svo gengur þetta líka yfir Austurlandið í fyrramálið, hvassviðri og hríðaveður, og síðan á morgun snýst í vestan storm eða rok og það verður jafnvel ofsaveður á Suðausturlandi annað kvöld,“ segir Þorsteinn.Vont og leiðinlegt veður líka allan sunnudaginn Þessum vestanstormi fylgir hríðaveður, snjókoma og í raun léleg færð um allt land. „Það er varla hægt að mæla með neinum ferðalögum þessa helgi því það verður áfram vont og leiðinlegt veður allan sunnudaginn.“ Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Þorsteinn segir að á morgun verði veðrið hvað verst undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Annað kvöld þá gengur þetta svo austur á Kirkjubæjarklaustur og að Öræfum og þá er í raun allt Suðausturlandið undir,“ segir Þorsteinn og ítrekar að á Suðausturlandi sé jafnvel von á ofsaveðri sem eru 11 gömul vindstig.Hvassviðri og dimm él á höfuðborgarsvæðinu Það verður síðan mjög blint og hríðaveður á vestanverðu landinu á morgun og á höfuðborgarsvæðinu má búast við hvassviðri og dimmum éljum þannig að það gæti orðið blint með köflum. Vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu þurfa því líka að hafa varann á í umferðinni. Hvað varðar Norðurlandið þá segir Þorsteinn að þar verði talsverð mikil snjókoma og þá sérstaklega á norðvestanverðu landinu. Austurlandið virðist sleppa best fram að aðfaranótt sunnudags en þá hvessir líka mikið þar. „Það er sem sagt ekkert ferðaveður þessa helgi. Fólk ætti bara að halda sig inni ef það getur og fylgjast með spánum og veðrinu og festa niður allt lauslegt sem gæti fokið,“ segir Þorsteinn og bætir við að alvöru vetrarveður sé í kortunum. Veðrið byrjar síðan að ganga niður á sunnudagskvöld. Veður Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. „Þetta lítur svolítið skrautlega út,“ segir Þorsteinn aðspurður um hvernig veðurspáin lítur fyrir helgina. Dagurinn í dag verði þokkalegur en svo byrjar að hvessa í kvöld undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Í nótt mun síðan hvessa í Öræfum og fylgir þessu hvassviðri snjókoma á öllu sunnanverðu landinu. „Svo gengur þetta líka yfir Austurlandið í fyrramálið, hvassviðri og hríðaveður, og síðan á morgun snýst í vestan storm eða rok og það verður jafnvel ofsaveður á Suðausturlandi annað kvöld,“ segir Þorsteinn.Vont og leiðinlegt veður líka allan sunnudaginn Þessum vestanstormi fylgir hríðaveður, snjókoma og í raun léleg færð um allt land. „Það er varla hægt að mæla með neinum ferðalögum þessa helgi því það verður áfram vont og leiðinlegt veður allan sunnudaginn.“ Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Þorsteinn segir að á morgun verði veðrið hvað verst undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Annað kvöld þá gengur þetta svo austur á Kirkjubæjarklaustur og að Öræfum og þá er í raun allt Suðausturlandið undir,“ segir Þorsteinn og ítrekar að á Suðausturlandi sé jafnvel von á ofsaveðri sem eru 11 gömul vindstig.Hvassviðri og dimm él á höfuðborgarsvæðinu Það verður síðan mjög blint og hríðaveður á vestanverðu landinu á morgun og á höfuðborgarsvæðinu má búast við hvassviðri og dimmum éljum þannig að það gæti orðið blint með köflum. Vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu þurfa því líka að hafa varann á í umferðinni. Hvað varðar Norðurlandið þá segir Þorsteinn að þar verði talsverð mikil snjókoma og þá sérstaklega á norðvestanverðu landinu. Austurlandið virðist sleppa best fram að aðfaranótt sunnudags en þá hvessir líka mikið þar. „Það er sem sagt ekkert ferðaveður þessa helgi. Fólk ætti bara að halda sig inni ef það getur og fylgjast með spánum og veðrinu og festa niður allt lauslegt sem gæti fokið,“ segir Þorsteinn og bætir við að alvöru vetrarveður sé í kortunum. Veðrið byrjar síðan að ganga niður á sunnudagskvöld.
Veður Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32