Alvöru vetrarveður í kortunum: „Ekkert ferðaveður þessa helgi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 10:39 Það verður hvassviðri og éljagangur á höfuðborgarsvæðinu á morgun og mjög slæmt veður víða um land samkvæmt veðurspám. vísir/hanna Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. „Þetta lítur svolítið skrautlega út,“ segir Þorsteinn aðspurður um hvernig veðurspáin lítur fyrir helgina. Dagurinn í dag verði þokkalegur en svo byrjar að hvessa í kvöld undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Í nótt mun síðan hvessa í Öræfum og fylgir þessu hvassviðri snjókoma á öllu sunnanverðu landinu. „Svo gengur þetta líka yfir Austurlandið í fyrramálið, hvassviðri og hríðaveður, og síðan á morgun snýst í vestan storm eða rok og það verður jafnvel ofsaveður á Suðausturlandi annað kvöld,“ segir Þorsteinn.Vont og leiðinlegt veður líka allan sunnudaginn Þessum vestanstormi fylgir hríðaveður, snjókoma og í raun léleg færð um allt land. „Það er varla hægt að mæla með neinum ferðalögum þessa helgi því það verður áfram vont og leiðinlegt veður allan sunnudaginn.“ Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Þorsteinn segir að á morgun verði veðrið hvað verst undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Annað kvöld þá gengur þetta svo austur á Kirkjubæjarklaustur og að Öræfum og þá er í raun allt Suðausturlandið undir,“ segir Þorsteinn og ítrekar að á Suðausturlandi sé jafnvel von á ofsaveðri sem eru 11 gömul vindstig.Hvassviðri og dimm él á höfuðborgarsvæðinu Það verður síðan mjög blint og hríðaveður á vestanverðu landinu á morgun og á höfuðborgarsvæðinu má búast við hvassviðri og dimmum éljum þannig að það gæti orðið blint með köflum. Vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu þurfa því líka að hafa varann á í umferðinni. Hvað varðar Norðurlandið þá segir Þorsteinn að þar verði talsverð mikil snjókoma og þá sérstaklega á norðvestanverðu landinu. Austurlandið virðist sleppa best fram að aðfaranótt sunnudags en þá hvessir líka mikið þar. „Það er sem sagt ekkert ferðaveður þessa helgi. Fólk ætti bara að halda sig inni ef það getur og fylgjast með spánum og veðrinu og festa niður allt lauslegt sem gæti fokið,“ segir Þorsteinn og bætir við að alvöru vetrarveður sé í kortunum. Veðrið byrjar síðan að ganga niður á sunnudagskvöld. Veður Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. „Þetta lítur svolítið skrautlega út,“ segir Þorsteinn aðspurður um hvernig veðurspáin lítur fyrir helgina. Dagurinn í dag verði þokkalegur en svo byrjar að hvessa í kvöld undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Í nótt mun síðan hvessa í Öræfum og fylgir þessu hvassviðri snjókoma á öllu sunnanverðu landinu. „Svo gengur þetta líka yfir Austurlandið í fyrramálið, hvassviðri og hríðaveður, og síðan á morgun snýst í vestan storm eða rok og það verður jafnvel ofsaveður á Suðausturlandi annað kvöld,“ segir Þorsteinn.Vont og leiðinlegt veður líka allan sunnudaginn Þessum vestanstormi fylgir hríðaveður, snjókoma og í raun léleg færð um allt land. „Það er varla hægt að mæla með neinum ferðalögum þessa helgi því það verður áfram vont og leiðinlegt veður allan sunnudaginn.“ Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Þorsteinn segir að á morgun verði veðrið hvað verst undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Annað kvöld þá gengur þetta svo austur á Kirkjubæjarklaustur og að Öræfum og þá er í raun allt Suðausturlandið undir,“ segir Þorsteinn og ítrekar að á Suðausturlandi sé jafnvel von á ofsaveðri sem eru 11 gömul vindstig.Hvassviðri og dimm él á höfuðborgarsvæðinu Það verður síðan mjög blint og hríðaveður á vestanverðu landinu á morgun og á höfuðborgarsvæðinu má búast við hvassviðri og dimmum éljum þannig að það gæti orðið blint með köflum. Vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu þurfa því líka að hafa varann á í umferðinni. Hvað varðar Norðurlandið þá segir Þorsteinn að þar verði talsverð mikil snjókoma og þá sérstaklega á norðvestanverðu landinu. Austurlandið virðist sleppa best fram að aðfaranótt sunnudags en þá hvessir líka mikið þar. „Það er sem sagt ekkert ferðaveður þessa helgi. Fólk ætti bara að halda sig inni ef það getur og fylgjast með spánum og veðrinu og festa niður allt lauslegt sem gæti fokið,“ segir Þorsteinn og bætir við að alvöru vetrarveður sé í kortunum. Veðrið byrjar síðan að ganga niður á sunnudagskvöld.
Veður Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32