Foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum og ræði við þau Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 12:15 Sigrún Aðalbjarnadóttir segir að leiðandi uppeldishættir séu heillavænlegar til að auka þroska barna. Vísir/Getty „Það er margt í samfélaginu sem kallar á það að við hugum betur að samskiptum foreldra og barna,“ segir Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Sigrún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag en hún heldur fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast, með Hrund Þórarins Ingudóttur lektors í dag. „Eins og við vitum þá vinnur fólk á Íslandi mjög mikið, bæði karlar og konur, bara einna mest í Evrópu af öllum foreldrum, um 80 prósent. Atvinnuþátttakan er mjög mikil. Þó að við eigum kannski ekki mörg börn miðað við í gamla daga þá eigum við að jafnaði flest börn á konu í Evrópu, við erum komin í fjórða sæti núna en fyrir örfáum árum vorum við í öðru sæti á eftir Tyrkjum.“Engin töfralausnSigrún segir að á fyrirlestrinum muni þær Hrund vekja athygli á heppilegum uppeldisaðferðum fyrir foreldra og alla þá sem koma að uppeldi barna. „Þetta eru uppeldisaðferðir sem hafa sýnt sig að eru heillavænlegar til að auka þroska barna,“ segir Sigrún. Þetta kallar hún leiðandi uppeldishætti. „Ég greini það frá skipandi uppeldisháttum, eftirlátum uppeldisháttum og afskiptalausum uppeldisháttum.“ Að hennar mati er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um þessa uppeldishætti. Sigrún og Hrund hafa fundið í vinnu sinni með nemendum að þeir spyrja „af hverju vissi ég ekki um þessa uppeldishætti áður en ég varð móðir?“ og fleiri slíkra spurninga. „Auðvitað er þetta engin töfralausn, við notum oft blöndu. En þessir uppeldishættir einkennast af því að foreldrar gefa sér virkilega tíma með börnunum sínum og ræða við þau og hlusta vel eftir þeirra hugmyndum. Eru mjög hlýir, notalegir og uppörvandi.“ Sigrún segir að foreldrar sem noti þessar aðferðir setji mörk. Nefndi hún sem dæmi varðandi netnotkun. „Þeir hafa reglur en setja gjarnan reglurnar með börnunum þegar þau hafa aldur og þroska til. Ekki nóg með það, heldur þegar þeir setja þessi mörk, þá skýra þeir út fyrir barninu eða unglingnum, af hverju þeir hafa þessi mörk.“Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild og Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við sömu deild.HÍStyttri vinnuvika væri frábær Sigrún segist hafa verulegar áhyggjur af samræðum foreldra og barna. Þegar umræðan barst að fólki sem vinnur mikið, er jafnvel í tveimur vinnum, segir Sigrún að sumir foreldrar hefðu ekki tækifæri til að framfleyta heimilinu nema með tvöfaldri vinnu. „En veistu ég held að þorri fólks gæti hugsað aðeins um forgangsröðun.“ Að hennar mati er umræðan um styttingu vinnuvikunnar bæði þarft og áhugavert framtak. „Það væri alveg frábært.“ Á fyrirlestrinum í dag fjalla Sigrún og Hrund um uppeldishætti og hvernig stuðla má að góðum samskiptum foreldra og barna. Fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast er í dag, fimmtudaginn 8. Febrúar, frá klukkan klukkan 17 til 18.30 á Litla torgi Háskólatorgs. Rætt verður um samskipti foreldra og barna, mikilvægi samveru og samræðna og uppeldissýn foreldra og gefin góð ráð. Um er að ræða annan viðburðinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ekki verður streymt frá viðburðinum en erindi Hrundar og Sigrúnar verða aðgengileg síðar á vef Háskóla Íslands.Innslagið í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan: Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
„Það er margt í samfélaginu sem kallar á það að við hugum betur að samskiptum foreldra og barna,“ segir Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Sigrún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag en hún heldur fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast, með Hrund Þórarins Ingudóttur lektors í dag. „Eins og við vitum þá vinnur fólk á Íslandi mjög mikið, bæði karlar og konur, bara einna mest í Evrópu af öllum foreldrum, um 80 prósent. Atvinnuþátttakan er mjög mikil. Þó að við eigum kannski ekki mörg börn miðað við í gamla daga þá eigum við að jafnaði flest börn á konu í Evrópu, við erum komin í fjórða sæti núna en fyrir örfáum árum vorum við í öðru sæti á eftir Tyrkjum.“Engin töfralausnSigrún segir að á fyrirlestrinum muni þær Hrund vekja athygli á heppilegum uppeldisaðferðum fyrir foreldra og alla þá sem koma að uppeldi barna. „Þetta eru uppeldisaðferðir sem hafa sýnt sig að eru heillavænlegar til að auka þroska barna,“ segir Sigrún. Þetta kallar hún leiðandi uppeldishætti. „Ég greini það frá skipandi uppeldisháttum, eftirlátum uppeldisháttum og afskiptalausum uppeldisháttum.“ Að hennar mati er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um þessa uppeldishætti. Sigrún og Hrund hafa fundið í vinnu sinni með nemendum að þeir spyrja „af hverju vissi ég ekki um þessa uppeldishætti áður en ég varð móðir?“ og fleiri slíkra spurninga. „Auðvitað er þetta engin töfralausn, við notum oft blöndu. En þessir uppeldishættir einkennast af því að foreldrar gefa sér virkilega tíma með börnunum sínum og ræða við þau og hlusta vel eftir þeirra hugmyndum. Eru mjög hlýir, notalegir og uppörvandi.“ Sigrún segir að foreldrar sem noti þessar aðferðir setji mörk. Nefndi hún sem dæmi varðandi netnotkun. „Þeir hafa reglur en setja gjarnan reglurnar með börnunum þegar þau hafa aldur og þroska til. Ekki nóg með það, heldur þegar þeir setja þessi mörk, þá skýra þeir út fyrir barninu eða unglingnum, af hverju þeir hafa þessi mörk.“Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild og Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við sömu deild.HÍStyttri vinnuvika væri frábær Sigrún segist hafa verulegar áhyggjur af samræðum foreldra og barna. Þegar umræðan barst að fólki sem vinnur mikið, er jafnvel í tveimur vinnum, segir Sigrún að sumir foreldrar hefðu ekki tækifæri til að framfleyta heimilinu nema með tvöfaldri vinnu. „En veistu ég held að þorri fólks gæti hugsað aðeins um forgangsröðun.“ Að hennar mati er umræðan um styttingu vinnuvikunnar bæði þarft og áhugavert framtak. „Það væri alveg frábært.“ Á fyrirlestrinum í dag fjalla Sigrún og Hrund um uppeldishætti og hvernig stuðla má að góðum samskiptum foreldra og barna. Fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast er í dag, fimmtudaginn 8. Febrúar, frá klukkan klukkan 17 til 18.30 á Litla torgi Háskólatorgs. Rætt verður um samskipti foreldra og barna, mikilvægi samveru og samræðna og uppeldissýn foreldra og gefin góð ráð. Um er að ræða annan viðburðinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ekki verður streymt frá viðburðinum en erindi Hrundar og Sigrúnar verða aðgengileg síðar á vef Háskóla Íslands.Innslagið í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan:
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00