Ætla að nýta sjóði VR til íbúðakaupa Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 07:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Stefán Forsvarsmenn VR hyggjast nýta digra sjóði stéttarfélagsins til þess að koma á fót leigufélagi sem myndi leigja íbúðir á 15 til 30 prósenta lægra verði en gengur og gerist á almennum leigumarkaði. Ekki hefur verið ákveðið hve miklu fjármagni verður varið í kaup á íbúðum en það mun meðal annars ráðast af því hvort félagið fái meðfjárfesta, til dæmis banka, lífeyrissjóði eða félagasamtök, til þess að leggja félaginu til fé. Stéttarfélagið á eignir upp á tólf milljarða króna sem ávaxtaðar eru með meðal annars kaupum á skuldabréfum og hlutabréfum. Standa eignirnar undir sjóðum félagsins, svo sem sjúkrasjóði, varasjóði og starfsmenntasjóði, sem félagsmenn geta sótt um styrki úr. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þegar hafa fundað með nokkrum bönkum og lífeyrissjóðum. Jákvætt svar hafi þegar fengist frá einum banka en kjörin sem bankinn hafi boðið hafi þó ekki verið í samræmi við hans vonir. „Við viljum auðvitað fá meðfjárfesta með okkur í verkefnið. En ef markaðurinn streitist á móti hugmyndum okkar – um að koma á fót eðlilegum og sanngjörnum leigumarkaði – þá munum við örugglega á endanum gera þetta sjálf,“ nefnir hann. „Við munum aldrei setja alla okkar fjármuni í verkefnið en við munum sannarlega geta nýtt hluta af okkar sjóðum.Gefa ekki peninga Eigum við frekar að kaupa hlutabréf í smásölufyrirtæki? Eigum við þannig að vera í mótsögn við sjálf okkur, sem stéttarfélag, þar sem við erum að semja um betri kjör og hærri laun, og eiga hlutabréf þar sem ávöxtunarkrafan er hærri álagning og lægra kaupgjald? Hvar eiga mörk sjóðasöfnunar og stéttabaráttunnar að liggja þegar við getum ekki nýtt sjóðina okkar í góða ávöxtun?“ spyr Ragnar Þór. Félagið ætli sér síður en svo að gefa peninga. „Við erum fremur að tala um að fá góða, hóflega og ásættanlega ávöxtun fyrir félagssjóði okkar í stað þess að fara með peningana okkar á hlutabréfamarkað og vera þannig í mótsögn við tilgang okkar.“ Ragnar Þór segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hve miklum fjármunum verður varið í stofnun leigufélagsins, ef af áformunum verður. „Ef við myndum, í dæmaskyni, setja 1,5 til 2 milljarða króna í verkefnið og fengjum öfluga meðfjárfesta með okkur, þá sé ég fyrir mér að við gætum keypt 160 til 200 íbúðir. Ef við gerum þetta ein gætum við kannski keypt 80 til 100 íbúðir. Það er mitt mat. En auðvitað mun það ráðast af því hvað félagsmenn okkar eru tilbúnir til að setja mikið fé í þetta,“ segir Ragnar Þór. Stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins þurfi að leggja blessun sína yfir áformin. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Forsvarsmenn VR hyggjast nýta digra sjóði stéttarfélagsins til þess að koma á fót leigufélagi sem myndi leigja íbúðir á 15 til 30 prósenta lægra verði en gengur og gerist á almennum leigumarkaði. Ekki hefur verið ákveðið hve miklu fjármagni verður varið í kaup á íbúðum en það mun meðal annars ráðast af því hvort félagið fái meðfjárfesta, til dæmis banka, lífeyrissjóði eða félagasamtök, til þess að leggja félaginu til fé. Stéttarfélagið á eignir upp á tólf milljarða króna sem ávaxtaðar eru með meðal annars kaupum á skuldabréfum og hlutabréfum. Standa eignirnar undir sjóðum félagsins, svo sem sjúkrasjóði, varasjóði og starfsmenntasjóði, sem félagsmenn geta sótt um styrki úr. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þegar hafa fundað með nokkrum bönkum og lífeyrissjóðum. Jákvætt svar hafi þegar fengist frá einum banka en kjörin sem bankinn hafi boðið hafi þó ekki verið í samræmi við hans vonir. „Við viljum auðvitað fá meðfjárfesta með okkur í verkefnið. En ef markaðurinn streitist á móti hugmyndum okkar – um að koma á fót eðlilegum og sanngjörnum leigumarkaði – þá munum við örugglega á endanum gera þetta sjálf,“ nefnir hann. „Við munum aldrei setja alla okkar fjármuni í verkefnið en við munum sannarlega geta nýtt hluta af okkar sjóðum.Gefa ekki peninga Eigum við frekar að kaupa hlutabréf í smásölufyrirtæki? Eigum við þannig að vera í mótsögn við sjálf okkur, sem stéttarfélag, þar sem við erum að semja um betri kjör og hærri laun, og eiga hlutabréf þar sem ávöxtunarkrafan er hærri álagning og lægra kaupgjald? Hvar eiga mörk sjóðasöfnunar og stéttabaráttunnar að liggja þegar við getum ekki nýtt sjóðina okkar í góða ávöxtun?“ spyr Ragnar Þór. Félagið ætli sér síður en svo að gefa peninga. „Við erum fremur að tala um að fá góða, hóflega og ásættanlega ávöxtun fyrir félagssjóði okkar í stað þess að fara með peningana okkar á hlutabréfamarkað og vera þannig í mótsögn við tilgang okkar.“ Ragnar Þór segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hve miklum fjármunum verður varið í stofnun leigufélagsins, ef af áformunum verður. „Ef við myndum, í dæmaskyni, setja 1,5 til 2 milljarða króna í verkefnið og fengjum öfluga meðfjárfesta með okkur, þá sé ég fyrir mér að við gætum keypt 160 til 200 íbúðir. Ef við gerum þetta ein gætum við kannski keypt 80 til 100 íbúðir. Það er mitt mat. En auðvitað mun það ráðast af því hvað félagsmenn okkar eru tilbúnir til að setja mikið fé í þetta,“ segir Ragnar Þór. Stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins þurfi að leggja blessun sína yfir áformin.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira