Tugir snjóruðningstækja á götum borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 11:47 Mikið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu síðan í gær og er því nóg að gera hjá þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna mokstri og ruðningi. vísir/ernir Það tók íbúa höfuðborgarsvæðisins dágóðan tíma að komast milli staða í morgun. Gekk umferðin mjög hægt þar sem mikið hafði snjóað síðan í gær og voru dæmi um að það tæki vegfarendur allt upp í 100 mínútur að komast úr Hafnarfirði í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hjalti Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að mokstur og söltun hafa gengið samkvæmt óskum en öll snjóruðningstæki borgarinnar hafa verið úti auk verktaka. Tugir starfsmanna á tugum tækja hafi því verið að störfum síðan í nótt. „Við fórum út strax í nótt og erum í rauninni bara búin að vera síðasta sólarhringinn á ferðinni. Það er búið að vera rysjótt veðurfar eins og fólk veit en það var sem sagt farið út í nótt og byrjað að ryðja götur og hefur gengið ágætlega. Síðan kölluðum við út í húsagötur klukkan átta í morgun þannig að verkefnið er ennþá í gangi en gengur alveg ágætlega,“ segir Hjalti.Tilraunaverkefni að salta hjólaleiðir Hjalti segir að veðrið í morgun hafi ekki sett mikið strik í reikninginn; það dragi vissulega í skafla á ákveðnum stöðum sem starfsmenn borgarinnar viti af en þeir vinni verkefnið ákveðnum forgangi og rútínu. Götur eru ruddar og saltaðar og göngu- og hjólastígar ruddir auk þess sem borgin er með tilraunaverkefni í gangi sem snýr að því að salta hjólaleiðirnar til að tryggja betur öryggi hjólandi vegfarenda. Aðspurður um framhaldið segir Hjalti óvíst hvað menn verði lengi að við mokstur. Það fari allt eftir veðrinu. „Nú er spáin þannig í dag að það er útsynningur, það er suðvestanátt, og það gengur á með svona byljum en það á að lagast seinnipartinn ef ég les veðurfréttirnar rétt. Þannig að þá náum við örugglega að klára þetta þegar líður á daginn vonandi. En þetta er auðvitað háð því hvernig veðrið leikur okkur.“ Hjalti segir vegfarendur hafa sýnt ástandinu skilning. „Ég hef til dæmis ekki fengið eitt símtal í morgun frá pirruðum vegfarenda. Ég held að þegar svona aðstæður eru þá sýni fólk þessu skilning. Við búum jú á Íslandi og það snjóar á Íslandi og við verðum bara að lifa við það og gera sem best úr þessu. Við sem erum síðan að sinna þessum þjónustuþætti reynum síðan að gera hann eins skilvirkan og góðan og mögulegt er.“ Veður Tengdar fréttir Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11 Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Það tók íbúa höfuðborgarsvæðisins dágóðan tíma að komast milli staða í morgun. Gekk umferðin mjög hægt þar sem mikið hafði snjóað síðan í gær og voru dæmi um að það tæki vegfarendur allt upp í 100 mínútur að komast úr Hafnarfirði í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hjalti Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að mokstur og söltun hafa gengið samkvæmt óskum en öll snjóruðningstæki borgarinnar hafa verið úti auk verktaka. Tugir starfsmanna á tugum tækja hafi því verið að störfum síðan í nótt. „Við fórum út strax í nótt og erum í rauninni bara búin að vera síðasta sólarhringinn á ferðinni. Það er búið að vera rysjótt veðurfar eins og fólk veit en það var sem sagt farið út í nótt og byrjað að ryðja götur og hefur gengið ágætlega. Síðan kölluðum við út í húsagötur klukkan átta í morgun þannig að verkefnið er ennþá í gangi en gengur alveg ágætlega,“ segir Hjalti.Tilraunaverkefni að salta hjólaleiðir Hjalti segir að veðrið í morgun hafi ekki sett mikið strik í reikninginn; það dragi vissulega í skafla á ákveðnum stöðum sem starfsmenn borgarinnar viti af en þeir vinni verkefnið ákveðnum forgangi og rútínu. Götur eru ruddar og saltaðar og göngu- og hjólastígar ruddir auk þess sem borgin er með tilraunaverkefni í gangi sem snýr að því að salta hjólaleiðirnar til að tryggja betur öryggi hjólandi vegfarenda. Aðspurður um framhaldið segir Hjalti óvíst hvað menn verði lengi að við mokstur. Það fari allt eftir veðrinu. „Nú er spáin þannig í dag að það er útsynningur, það er suðvestanátt, og það gengur á með svona byljum en það á að lagast seinnipartinn ef ég les veðurfréttirnar rétt. Þannig að þá náum við örugglega að klára þetta þegar líður á daginn vonandi. En þetta er auðvitað háð því hvernig veðrið leikur okkur.“ Hjalti segir vegfarendur hafa sýnt ástandinu skilning. „Ég hef til dæmis ekki fengið eitt símtal í morgun frá pirruðum vegfarenda. Ég held að þegar svona aðstæður eru þá sýni fólk þessu skilning. Við búum jú á Íslandi og það snjóar á Íslandi og við verðum bara að lifa við það og gera sem best úr þessu. Við sem erum síðan að sinna þessum þjónustuþætti reynum síðan að gera hann eins skilvirkan og góðan og mögulegt er.“
Veður Tengdar fréttir Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11 Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11
Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30