Ríkishræsnin 6. febrúar 2018 11:00 Vínbúð ríkisins hlaut nýverið enn eitt árið hæstu einkunn í sínum flokki í Íslensku ánægjuvoginni. Könnunin sýnir glöggt fram á trygglyndi viðskiptavina verslunarinnar sem ætti þó vart að koma á óvart í ljósi einokunarstöðu hennar á áfengismarkaði. Það er því einkar hjákátlegt að horfa upp á stjórnendur Vínbúðarinnar stæra sig af árangrinum með viðamikilli auglýsingaherferð í blöðum. Ég kann að hljóma eins og hinn versti nöldurseggur en mér finnst með öllu fráleitt að fjármunum mínum sem skattborgara sé eytt í slíkar montauglýsingar. Og mér þykir raunar enn fráleitara að einokunarversluninni sé yfir höfuð heimilt að auglýsa á sama tíma og aðrir eiga yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að gera nákvæmlega það sama. Það er nefnilega refsivert samkvæmt áfengislögum að auglýsa áfengi hér á landi. Engu að síður auglýsir vínbúð ríkisins af miklum móð verslanir sínar og vörur og stendur fyrir umsvifamikilli útgáfustarfsemi eins og ekkert sé eðlilegra. Það sama gildir um ríkisverslunina í Leifsstöð sem auglýsir áfengi kyrfilega um alla flugstöðina þannig að eftir er tekið. Tvískinnungurinn er æpandi. En hann sýnir okkur einnig hve meingallað bannið við áfengisauglýsingum er. Alls staðar flæða slíkar auglýsingar í gegnum miðla sem úrelt löggjöfin nær ekki til. Auglýsingar um áfenga drykki birtast í erlendum blöðum sem Íslendingar lesa, á íþróttaleikvöngum sem sjónvarpað er frá hér á landi, erlendum vefsíðum, samfélagsmiðlum og svo mætti áfram telja. Í stað þess að reyna að stoppa í götin á gölluðu banni, eins og mörgum er tíðrætt um, væri stjórnvöldum nær að hætta þessum tvískinnungi og heimila í eitt skipti fyrir öll áfengisauglýsingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun
Vínbúð ríkisins hlaut nýverið enn eitt árið hæstu einkunn í sínum flokki í Íslensku ánægjuvoginni. Könnunin sýnir glöggt fram á trygglyndi viðskiptavina verslunarinnar sem ætti þó vart að koma á óvart í ljósi einokunarstöðu hennar á áfengismarkaði. Það er því einkar hjákátlegt að horfa upp á stjórnendur Vínbúðarinnar stæra sig af árangrinum með viðamikilli auglýsingaherferð í blöðum. Ég kann að hljóma eins og hinn versti nöldurseggur en mér finnst með öllu fráleitt að fjármunum mínum sem skattborgara sé eytt í slíkar montauglýsingar. Og mér þykir raunar enn fráleitara að einokunarversluninni sé yfir höfuð heimilt að auglýsa á sama tíma og aðrir eiga yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að gera nákvæmlega það sama. Það er nefnilega refsivert samkvæmt áfengislögum að auglýsa áfengi hér á landi. Engu að síður auglýsir vínbúð ríkisins af miklum móð verslanir sínar og vörur og stendur fyrir umsvifamikilli útgáfustarfsemi eins og ekkert sé eðlilegra. Það sama gildir um ríkisverslunina í Leifsstöð sem auglýsir áfengi kyrfilega um alla flugstöðina þannig að eftir er tekið. Tvískinnungurinn er æpandi. En hann sýnir okkur einnig hve meingallað bannið við áfengisauglýsingum er. Alls staðar flæða slíkar auglýsingar í gegnum miðla sem úrelt löggjöfin nær ekki til. Auglýsingar um áfenga drykki birtast í erlendum blöðum sem Íslendingar lesa, á íþróttaleikvöngum sem sjónvarpað er frá hér á landi, erlendum vefsíðum, samfélagsmiðlum og svo mætti áfram telja. Í stað þess að reyna að stoppa í götin á gölluðu banni, eins og mörgum er tíðrætt um, væri stjórnvöldum nær að hætta þessum tvískinnungi og heimila í eitt skipti fyrir öll áfengisauglýsingar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun