Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2018 09:00 Guðlaugur Karlsson fyrir framan spilakassana sem hafa haft af honum aleiguna. visir/anton brink „Nú er bara að halda áfram. Þessu var vísað frá vegna formgalla,“ segir Guðlaugur Jakob Karlsson í samtali við Vísi. Aðalmeðferð verður á morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, í athyglisverðu máli hans á hendur íslenska ríkinu. Guðlaugur er spilafíkill, hefur spilað frá sér aleigunni. Vísir ræddi við Guðlaug um mál þetta í september 2016 sem sagði einlæglega frá stöðu sinni og málinu.Úttektarnótur fyrir 23 milljónum krónaStefnunni var vísað frá en er nú komið aftur á dagskrá. Formgallinn var sá að of mörgum var stefnt en þar með þótti ábyrgð hvers og eins óljós. Guðlaugur stefndi öllum þeim sem reka spilakassa í skjóli hins opinbera: Íslenska ríkinu, Íslandsspilum, S.Á.Á., Rauða krossi Íslands, Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, Háskóla Íslands og Happdrætti Háskóla Íslands. Nú er íslenska ríkinu einu stefnt. Farið er fram á skaðabætur sem nema 77 milljónum króna. Lögmaður Guðlaugs, Þórður Sveinsson, segir að fyrir rétti verði lagðir fram úttektarmiðar frá Guðlaugi til sönnunar því hversu miklu Guðlaugur eyddi í spilakassana. Úttektir sem nema 22 til 23 milljónum króna á tíu ára tímabili. Þórður segir það til sönnunar því hvað hann tók út gagngert til spilamennskunnar. En, í raun sé þetta bara brot af því sem fór frá Guðlaugi í kassana. Þetta er fyrir utan allar aðrar úttektir, það sem hann var með á sér og hann hafi spilað í 30 ár. Þetta sé aðeins tíu ára tímabil.Stangast á við hegningarlögAð sögn Þórðar er um athyglisvert mál að ræða. Sem nú loks fær efnismeðferð. Aðeins íslenska ríkinu stefnt. Það er talið af Guðlaugi hafa valdið skaðanum með ótvíræðum hætti, með því að leyfa þetta í lögum.Spilakassar eru krakk fjárhættuspilanna, það form sem er mest ánetjandi og spilafíklarnir sækja helst í.visir/anton brink„Heimildin er í lögunum. Og með því að leyfa þetta koma þeir öðrum til þátttöku í spilakassastarfsemi eða fjárhættuspili sem er svo bannað í hegningarlögum. Þarna lýstur þessu saman, sem er kjarni þessa máls. Hvort sérlögin, sem heimila þessa spilastarfsemi geti verið í andstöðu við hegningarlögin? Hvort sérlögin gangi framar hegningalögum,“ segir Þórður. Um það er tekist. Þórður telur þetta ekki ganga upp en bendir á að þegar heimildin var veitt af dómsmálaráðherra 1994 þá hafi ekki verið farið í nauðsynlegar lagabreytingar. „Þeir hefðu þurft að fella niður þessa grein í hegningarlögunum ef þetta ætti að halda vatni.“Spilafíkn víðtækur vandiÁ þessu eru augljós siðferðileg álitamál. Hvort tilgangurinn eigi að helga meðalið. Ekki sé um það deilt að hinn fjárhagslegi ávinningur renni til ágætra málefna en það megi ekki vera á kostnað einstaklinga. „Ríkið er með þessu, að setja þessi lög og halda þessu gangandi, að koma sér hjá því að veita þessum félögum fjármagn. Ekki gert af því að þeir séu svona góðir strákar í dómsmálaráðuneytinu.“Þórður Sveinsson segir að hegningarlög stangist beinlínis á við leyfi til reksturs spilastarfsemi. Um það verður tekist í hinu athyglisverða máli.Lögfræðistofa ReykjavíkurÞórður bendir jafnframt á að spilakassastarfsemi sé harðasta form fjárhættuspilamennsku, það sem spilafíklar ánetjast helst. Um hundrað manns leiti til SÁÁ á ári hverju vegna spilafíknar, fyrir utan alla hina sem ekki leita sér hjálpar; þetta er útbreiddur vandi. Og um óheyrilega háar fjárhæðir sé að tefla. „Árið 2014 komu frá þessari starfsemi 9 milljarðar, í heild, sem settir voru í kassana. Ég veit ekki hvað það er mikið í dag.“Spilafíklum haldið við efniðEins og áður sagði hefur Guðlaugur talað hreinskilnislega um vanda sinn. Í stefnunni er farið ítarlega í saumana á málinu öllu sem og stöðu og djúpstæðum vanda stefnanda sem er forfallinn spilafíkill. Þar segir meðal annars að árið 2009 hafi stefnandi algjörlega tökin á spilafíkninni. Í lok október það ár er hann var að spila á Catalinu fékk hann gullpottinn hjá stefnda Happdrætti Háskóla Íslands að fjárhæð kr. 4.300.000. „Samkvæmt reglum sem um útgreiðslu vinninga gilda fær vinningshafi greiddan út vinninginn þremur dögum síðar en þangað til fékk stefnandi lánaðar kr. 500.000 hjá Vídeómarkaðinum, í Hamraborg, Kópavogi, til að spila fyrir.“Á einum mánuði fóðraði Guðlaugur kassana grimmt og tapaði tæpum fjórum milljónum króna.visir/anton brinkÞetta er sagt í stefnu skýrt dæmi um að hver einstakur spilakassaeigandi (sjoppueigandi) getur gert út á spilafíkla sem er alvarleg brotalöm í þessari starfsemi enda eftirlit með spilakassastarfsemi lítið sem ekkert samkvæmt upplifun og reynslu stefnanda.“Gullpotturinn fauk á einum mánuðiÞá segir að eftir að stefnandi fékk vinninginn greiddan út spilaði hann fyrir 3.782.500 krónur í nóvembermánuði 2009, eða sem sagt: Hann tapaði vinningnum á einum mánuði. „Eitt það versta við spilafíknina að mati stefnanda, er sú mikla skömm sem því fylgir að spila í spilakössum og tapa öllu sínu á nokkrum dögum eða á einum degi án þess að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, en stefnandi hefur mest tapað um kr. 700.000 á dag en iðulega er tapið frá tugum til hundrað þúsunda á þeim dögum þegar spilað er.“ Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
„Nú er bara að halda áfram. Þessu var vísað frá vegna formgalla,“ segir Guðlaugur Jakob Karlsson í samtali við Vísi. Aðalmeðferð verður á morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, í athyglisverðu máli hans á hendur íslenska ríkinu. Guðlaugur er spilafíkill, hefur spilað frá sér aleigunni. Vísir ræddi við Guðlaug um mál þetta í september 2016 sem sagði einlæglega frá stöðu sinni og málinu.Úttektarnótur fyrir 23 milljónum krónaStefnunni var vísað frá en er nú komið aftur á dagskrá. Formgallinn var sá að of mörgum var stefnt en þar með þótti ábyrgð hvers og eins óljós. Guðlaugur stefndi öllum þeim sem reka spilakassa í skjóli hins opinbera: Íslenska ríkinu, Íslandsspilum, S.Á.Á., Rauða krossi Íslands, Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, Háskóla Íslands og Happdrætti Háskóla Íslands. Nú er íslenska ríkinu einu stefnt. Farið er fram á skaðabætur sem nema 77 milljónum króna. Lögmaður Guðlaugs, Þórður Sveinsson, segir að fyrir rétti verði lagðir fram úttektarmiðar frá Guðlaugi til sönnunar því hversu miklu Guðlaugur eyddi í spilakassana. Úttektir sem nema 22 til 23 milljónum króna á tíu ára tímabili. Þórður segir það til sönnunar því hvað hann tók út gagngert til spilamennskunnar. En, í raun sé þetta bara brot af því sem fór frá Guðlaugi í kassana. Þetta er fyrir utan allar aðrar úttektir, það sem hann var með á sér og hann hafi spilað í 30 ár. Þetta sé aðeins tíu ára tímabil.Stangast á við hegningarlögAð sögn Þórðar er um athyglisvert mál að ræða. Sem nú loks fær efnismeðferð. Aðeins íslenska ríkinu stefnt. Það er talið af Guðlaugi hafa valdið skaðanum með ótvíræðum hætti, með því að leyfa þetta í lögum.Spilakassar eru krakk fjárhættuspilanna, það form sem er mest ánetjandi og spilafíklarnir sækja helst í.visir/anton brink„Heimildin er í lögunum. Og með því að leyfa þetta koma þeir öðrum til þátttöku í spilakassastarfsemi eða fjárhættuspili sem er svo bannað í hegningarlögum. Þarna lýstur þessu saman, sem er kjarni þessa máls. Hvort sérlögin, sem heimila þessa spilastarfsemi geti verið í andstöðu við hegningarlögin? Hvort sérlögin gangi framar hegningalögum,“ segir Þórður. Um það er tekist. Þórður telur þetta ekki ganga upp en bendir á að þegar heimildin var veitt af dómsmálaráðherra 1994 þá hafi ekki verið farið í nauðsynlegar lagabreytingar. „Þeir hefðu þurft að fella niður þessa grein í hegningarlögunum ef þetta ætti að halda vatni.“Spilafíkn víðtækur vandiÁ þessu eru augljós siðferðileg álitamál. Hvort tilgangurinn eigi að helga meðalið. Ekki sé um það deilt að hinn fjárhagslegi ávinningur renni til ágætra málefna en það megi ekki vera á kostnað einstaklinga. „Ríkið er með þessu, að setja þessi lög og halda þessu gangandi, að koma sér hjá því að veita þessum félögum fjármagn. Ekki gert af því að þeir séu svona góðir strákar í dómsmálaráðuneytinu.“Þórður Sveinsson segir að hegningarlög stangist beinlínis á við leyfi til reksturs spilastarfsemi. Um það verður tekist í hinu athyglisverða máli.Lögfræðistofa ReykjavíkurÞórður bendir jafnframt á að spilakassastarfsemi sé harðasta form fjárhættuspilamennsku, það sem spilafíklar ánetjast helst. Um hundrað manns leiti til SÁÁ á ári hverju vegna spilafíknar, fyrir utan alla hina sem ekki leita sér hjálpar; þetta er útbreiddur vandi. Og um óheyrilega háar fjárhæðir sé að tefla. „Árið 2014 komu frá þessari starfsemi 9 milljarðar, í heild, sem settir voru í kassana. Ég veit ekki hvað það er mikið í dag.“Spilafíklum haldið við efniðEins og áður sagði hefur Guðlaugur talað hreinskilnislega um vanda sinn. Í stefnunni er farið ítarlega í saumana á málinu öllu sem og stöðu og djúpstæðum vanda stefnanda sem er forfallinn spilafíkill. Þar segir meðal annars að árið 2009 hafi stefnandi algjörlega tökin á spilafíkninni. Í lok október það ár er hann var að spila á Catalinu fékk hann gullpottinn hjá stefnda Happdrætti Háskóla Íslands að fjárhæð kr. 4.300.000. „Samkvæmt reglum sem um útgreiðslu vinninga gilda fær vinningshafi greiddan út vinninginn þremur dögum síðar en þangað til fékk stefnandi lánaðar kr. 500.000 hjá Vídeómarkaðinum, í Hamraborg, Kópavogi, til að spila fyrir.“Á einum mánuði fóðraði Guðlaugur kassana grimmt og tapaði tæpum fjórum milljónum króna.visir/anton brinkÞetta er sagt í stefnu skýrt dæmi um að hver einstakur spilakassaeigandi (sjoppueigandi) getur gert út á spilafíkla sem er alvarleg brotalöm í þessari starfsemi enda eftirlit með spilakassastarfsemi lítið sem ekkert samkvæmt upplifun og reynslu stefnanda.“Gullpotturinn fauk á einum mánuðiÞá segir að eftir að stefnandi fékk vinninginn greiddan út spilaði hann fyrir 3.782.500 krónur í nóvembermánuði 2009, eða sem sagt: Hann tapaði vinningnum á einum mánuði. „Eitt það versta við spilafíknina að mati stefnanda, er sú mikla skömm sem því fylgir að spila í spilakössum og tapa öllu sínu á nokkrum dögum eða á einum degi án þess að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, en stefnandi hefur mest tapað um kr. 700.000 á dag en iðulega er tapið frá tugum til hundrað þúsunda á þeim dögum þegar spilað er.“
Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00
Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00