Gerard Pique mun líklegast missa af leik Barcelona og Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu vegna meiðsla sem hann hlaut um helgina.
Pique var hetja Barcelona þegar hann tryggði liðinu jafntefli í grannaslagnum gegn Espanyol í gær.
Samkvæmt heimidlum AS meiddist Pique í leiknum og gæti verið frá í allt að mánuð. Pique á að hafa hlotið meiðslin þegar hann lenti í samstuði við Gerard Moreno undir lok leiksins.
Félagið hefur ekki gefið neitt út varðandi meiðslin enn. Ef svo fer að Pique verði frá út febrúarmánuð þá mun hann missa af fyrri leiknum við Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á Stamford Bridge þann 20. febrúar.
Pique gæti misst af leiknum við Chelsea
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn



Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti



Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti

