Uppgjör við fyrrverandi formann kostaði KSÍ ellefu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2018 11:00 Guðni Bergsson hefur verið tæplega ár í starfi formanns KSÍ. Hann hafði betur í formannskjöri gegn Birni Einarssyni á ársþinginu í Vestmannaeyjum í fyrra. KSÍ 100 milljóna króna rekstrarhagnaður varð hjá KSÍ á liðnu ári samanborið við 860 milljónir árið áður. Skýrist munurinn að mestu í tekjum sem KSÍ hafði árið 2016 vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi það ár. Rekstrartekjur á liðnu ári námu um 1380 milljónum króna en gjöldin 1279 milljónum króna. Eigið fé KSÍ var 539 milljónir króna í árslok. 179 milljónir króna fóru frá KSÍ til aðildarfélaganna til að styrkja barna- og unglingastarf, vegna leyfiskerfis, mannvirkja og fleira samkvæmt því sem fram kemur á vef KSÍ. Þar segir jafnframt að rekstur sambandsins sé í jafnvægi og fjárhagsstaðan traust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu KSÍ sem birt var í gær. Um er að ræða fyrstu ársskýrslu sambandsins undir formennsku Guðna Bergssonar sem tók við formennsku hjá KSÍ á ársþingi sambandsins fyrir tæpu ári. Gert upp við fyrrverandi formann Skrifstofu- og rekstrarkostnaður Knattspyrnusambands Íslands jókst um 36 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Launakostnaður á skrifstofunni, sem taldi 18 starfsgildi í fyrra en 17 árið áður, jókst um 4 prósent á milli ára en launatengd gjöld um rúmlega 60 prósent, úr 69 milljónum króna í 94 milljónir króna. Spilar þar líklega stærstan þátt laun og launauppgjör fyrir fyrrverandi formann sambandsins, Geir Þorsteinsson sem kostaði sambandið 11 milljónir króna í fyrra. Ekki liggur fyrir hvers vegna uppgjörið við fyrrverandi formann kostaði 11 milljónir króna. Vísir hefur sent KSÍ fyrirspurn og óskað eftir nánari skýringum á uppgjöri við fyrrverandi formann og aukinn skrifstofukostnað á liðnu ári. Fram kemur í ársskýrslunni að laun og bifreiðastyrkur til formannsins Guðna Bergssonar og framkvæmdastjórans Klöru Bjartmarz námu um 15 milljónum króna á mann á árinu. Guðni hóf störf hjá sambandinu 13. febrúar í fyrra og fékk því ekki laun fyrr en þá. Klara hefur starfað hjá sambandinu í á þriðja áratug. Samkvæmt því eru laun formanns og bílastyrkur um tíu prósent hærri en framkvæmdastjórans.1,3 í mánaðarlaun Athygli hefur vakið í ársskýrslum KSÍ undanfarin ár að laun formanns og framkvæmdastjóra hafa verið tekin saman í eina tölu. Var það samkvæmt heimildum Vísis í óþökk fyrrverandi framkvæmdastjóra, Þóris Hákonarsonar, þar sem laun hans voru lægri en þáverandi formanns, Geir Þorsteinssonar. Í fundargerð KSÍ frá því 30. mars 2017 sem birt var á heimasíðu sambandsins rúmum þremur vikum síðar kom fram að laun formanns KSÍ yrðu 1283 þúsund krónur á mánuði, 15,4 milljónir í árslaun auk bifreiðahlunninda að hámarki 150 þúsund krónur. Íslenski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
100 milljóna króna rekstrarhagnaður varð hjá KSÍ á liðnu ári samanborið við 860 milljónir árið áður. Skýrist munurinn að mestu í tekjum sem KSÍ hafði árið 2016 vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi það ár. Rekstrartekjur á liðnu ári námu um 1380 milljónum króna en gjöldin 1279 milljónum króna. Eigið fé KSÍ var 539 milljónir króna í árslok. 179 milljónir króna fóru frá KSÍ til aðildarfélaganna til að styrkja barna- og unglingastarf, vegna leyfiskerfis, mannvirkja og fleira samkvæmt því sem fram kemur á vef KSÍ. Þar segir jafnframt að rekstur sambandsins sé í jafnvægi og fjárhagsstaðan traust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu KSÍ sem birt var í gær. Um er að ræða fyrstu ársskýrslu sambandsins undir formennsku Guðna Bergssonar sem tók við formennsku hjá KSÍ á ársþingi sambandsins fyrir tæpu ári. Gert upp við fyrrverandi formann Skrifstofu- og rekstrarkostnaður Knattspyrnusambands Íslands jókst um 36 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Launakostnaður á skrifstofunni, sem taldi 18 starfsgildi í fyrra en 17 árið áður, jókst um 4 prósent á milli ára en launatengd gjöld um rúmlega 60 prósent, úr 69 milljónum króna í 94 milljónir króna. Spilar þar líklega stærstan þátt laun og launauppgjör fyrir fyrrverandi formann sambandsins, Geir Þorsteinsson sem kostaði sambandið 11 milljónir króna í fyrra. Ekki liggur fyrir hvers vegna uppgjörið við fyrrverandi formann kostaði 11 milljónir króna. Vísir hefur sent KSÍ fyrirspurn og óskað eftir nánari skýringum á uppgjöri við fyrrverandi formann og aukinn skrifstofukostnað á liðnu ári. Fram kemur í ársskýrslunni að laun og bifreiðastyrkur til formannsins Guðna Bergssonar og framkvæmdastjórans Klöru Bjartmarz námu um 15 milljónum króna á mann á árinu. Guðni hóf störf hjá sambandinu 13. febrúar í fyrra og fékk því ekki laun fyrr en þá. Klara hefur starfað hjá sambandinu í á þriðja áratug. Samkvæmt því eru laun formanns og bílastyrkur um tíu prósent hærri en framkvæmdastjórans.1,3 í mánaðarlaun Athygli hefur vakið í ársskýrslum KSÍ undanfarin ár að laun formanns og framkvæmdastjóra hafa verið tekin saman í eina tölu. Var það samkvæmt heimildum Vísis í óþökk fyrrverandi framkvæmdastjóra, Þóris Hákonarsonar, þar sem laun hans voru lægri en þáverandi formanns, Geir Þorsteinssonar. Í fundargerð KSÍ frá því 30. mars 2017 sem birt var á heimasíðu sambandsins rúmum þremur vikum síðar kom fram að laun formanns KSÍ yrðu 1283 þúsund krónur á mánuði, 15,4 milljónir í árslaun auk bifreiðahlunninda að hámarki 150 þúsund krónur.
Íslenski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó