Húsið við Veghúsastíg 1 fær að fjúka Þórdís Valsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 11:00 Eigendur hússins hafa beðið í tvö ár eftir niðurstöðu í máli sínu. Þeir héldu því fram að húsið væri slysagildra og að það væri óíbúðarhæft. Nú hefur úrskurðarnefndin tekið ákvörððun þeim í vil. Vísir/Anton Brink Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála ógilti í gær ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. desember 2016 um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðar nr. 19 við Klapparstíg og Veghúsastíg nr. 1. Úrskurðarnefndin segir Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, ekki hafa gætt óhlutdrægni við meðferð málsins. Eigendur hússins við Veghúsastíg 1 höfðu ítrekað farið fram á að húsið yrði rifið og sögðu það skapa slysahættu. Þá var því haldið fram að húsið væri ónýtt eftir vatnsleka. Eigendurnir fóru fram á það við borgaryfirvöld fyrir tveimur árum að deiliskipulagi á reitnum yrði breytt og að þar yrðu reist lágreistar byggingar. Í tillögunni kom fram að húsið við Veghúsastíg 1 yrði rifið, en húsið var metið óíbúðarhæft í byrjun árs 2012. Reykjavíkurborg hafði hafnað þeirri tillögu.Hjálmar sagði í viðtalið við Vísi árið 2014 að húsið við Veghúsastíg 1 væri friðað vegna aldurs en Minjastofnun Íslands hafði affriðað húsið árið 2014 vegna bágs ástands og gerði ekki athugasemdir við að húsið yrði rifið.Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur hafði sterkar skoðanir á húsinu við Veghúsastíg 1. Úrskurðarnefndin taldi hann ekki gæta óhlutdrægni við meðferð málsins.Vísir/StefánAthugasemdir byggðar á röngum staðreyndum Á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar barst borgarstjórn sex athugasemdir en fjórar af þeim vísuðu í viðtalið við Hjálmar og í athugasemdunum er vísað til þess að húsið væri friðað. Að mati nefndarinnar voru þessar fjórar athugasemdir því ekki gefnar á réttum forsendum. Í viðtalinu viðrar Hjálmar einnig þá skoðun sína að gera ætti húsið upp. Þá var Hjálmar einnig harðorður í garð eigenda hússins. „Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu,” segir Hjálmar í viðtalinu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að verulegur vafi leiki á því að fyrir borgarstjórn hafi legið fullnægjandi gögn við afgreiðslu málsins og að borgarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni sem skyldi. Þá var rökstuðningur borgarstjórnar fyrir því að synja tillögunni einnig ófullnægjandi. Nefndin vekur athygli á því að Hjálmar tók þátt í meðferð málsins hjá umhverfis- og skipulagsráði, sem og í borgarstjórn. „Orkar það tvímælis í ljósi ummæla þeirra sem hann hafði látið falla í fjölmiðlum um þetta tiltekna hús og meint atferli lóðarhafa, enda voru ummælin til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni formannsins,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar. Skipulag Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála ógilti í gær ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. desember 2016 um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðar nr. 19 við Klapparstíg og Veghúsastíg nr. 1. Úrskurðarnefndin segir Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, ekki hafa gætt óhlutdrægni við meðferð málsins. Eigendur hússins við Veghúsastíg 1 höfðu ítrekað farið fram á að húsið yrði rifið og sögðu það skapa slysahættu. Þá var því haldið fram að húsið væri ónýtt eftir vatnsleka. Eigendurnir fóru fram á það við borgaryfirvöld fyrir tveimur árum að deiliskipulagi á reitnum yrði breytt og að þar yrðu reist lágreistar byggingar. Í tillögunni kom fram að húsið við Veghúsastíg 1 yrði rifið, en húsið var metið óíbúðarhæft í byrjun árs 2012. Reykjavíkurborg hafði hafnað þeirri tillögu.Hjálmar sagði í viðtalið við Vísi árið 2014 að húsið við Veghúsastíg 1 væri friðað vegna aldurs en Minjastofnun Íslands hafði affriðað húsið árið 2014 vegna bágs ástands og gerði ekki athugasemdir við að húsið yrði rifið.Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur hafði sterkar skoðanir á húsinu við Veghúsastíg 1. Úrskurðarnefndin taldi hann ekki gæta óhlutdrægni við meðferð málsins.Vísir/StefánAthugasemdir byggðar á röngum staðreyndum Á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar barst borgarstjórn sex athugasemdir en fjórar af þeim vísuðu í viðtalið við Hjálmar og í athugasemdunum er vísað til þess að húsið væri friðað. Að mati nefndarinnar voru þessar fjórar athugasemdir því ekki gefnar á réttum forsendum. Í viðtalinu viðrar Hjálmar einnig þá skoðun sína að gera ætti húsið upp. Þá var Hjálmar einnig harðorður í garð eigenda hússins. „Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu,” segir Hjálmar í viðtalinu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að verulegur vafi leiki á því að fyrir borgarstjórn hafi legið fullnægjandi gögn við afgreiðslu málsins og að borgarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni sem skyldi. Þá var rökstuðningur borgarstjórnar fyrir því að synja tillögunni einnig ófullnægjandi. Nefndin vekur athygli á því að Hjálmar tók þátt í meðferð málsins hjá umhverfis- og skipulagsráði, sem og í borgarstjórn. „Orkar það tvímælis í ljósi ummæla þeirra sem hann hafði látið falla í fjölmiðlum um þetta tiltekna hús og meint atferli lóðarhafa, enda voru ummælin til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni formannsins,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar.
Skipulag Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00