Tíu fylgdarlaus börn dvöldu á skammtímavistuninni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 18:41 Síðustu vikuna höfum við fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Í dag sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá sér tilkynningu þar sem segir að ítarleg skoðun fari nú fram á því af hverju rannsókn dróst á langinn og að embættið harmi mistök. Nú hafi 39 manns komið í skýrslutöku vegna málsins og þar af sjö brotaþolar – og að Héraðsdómur Reykjaness hafi framlengt gæsluvarðhald yfir manninum um viku vegna rannsóknarhagsmuna, en hann hefur nú þegar setið í tvær vikur í varðhaldi. Talið er að maðurinn hafi unnið með um 200 börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Meðal barna á heimilinu voru tíu fylgdarlaus börn. Áshildur Linnet, verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, segir ákjósanlegt að börnum sé komið fyrir á vistheimilum eða hjá fósturfjölskyldum svo að þau séu ekki ein og eftirlitslaus. „Ég held að barnaverndaryfirvöld hafi verið að reyna að koma börnunum fyrir á öruggum stað og hafi þar af leiðandi gengið eitt gott til,“ segir Áshildur. Um er að ræða drengi á aldrinum 15-17 ára og segir Áshildur fylgdarlaus börn viðkvæman hóp sem sé berskjaldaðri gagnvart líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Það sé því áfall að vita til þess að skjólið sem drengirnir voru færðir í hafi ekki verið öruggt. „Eins og með alla aðra sem hafa það að markmiði að vernda börn, þá erum við öll slegin en við treystum því að barnaverndaryfirvöld vinni vel í þessu og farið verði ítarlega í saumana á þessu svo þetta komi ekki fyrir aftur.“ Börnin verða boðuð í viðtal hjá barnaverndaryfirvöldum eins og önnur börn sem maðurinn vann með. „En vissulega er hluti af þessum börnum enn hér með mál hjá okkur þannig að eins og við gerum alltaf þá ræðum við opinskátt um allt við þessi börn og tökum af þeim púlsinn,“ segir Áshildur. Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Síðustu vikuna höfum við fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Í dag sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá sér tilkynningu þar sem segir að ítarleg skoðun fari nú fram á því af hverju rannsókn dróst á langinn og að embættið harmi mistök. Nú hafi 39 manns komið í skýrslutöku vegna málsins og þar af sjö brotaþolar – og að Héraðsdómur Reykjaness hafi framlengt gæsluvarðhald yfir manninum um viku vegna rannsóknarhagsmuna, en hann hefur nú þegar setið í tvær vikur í varðhaldi. Talið er að maðurinn hafi unnið með um 200 börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Meðal barna á heimilinu voru tíu fylgdarlaus börn. Áshildur Linnet, verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, segir ákjósanlegt að börnum sé komið fyrir á vistheimilum eða hjá fósturfjölskyldum svo að þau séu ekki ein og eftirlitslaus. „Ég held að barnaverndaryfirvöld hafi verið að reyna að koma börnunum fyrir á öruggum stað og hafi þar af leiðandi gengið eitt gott til,“ segir Áshildur. Um er að ræða drengi á aldrinum 15-17 ára og segir Áshildur fylgdarlaus börn viðkvæman hóp sem sé berskjaldaðri gagnvart líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Það sé því áfall að vita til þess að skjólið sem drengirnir voru færðir í hafi ekki verið öruggt. „Eins og með alla aðra sem hafa það að markmiði að vernda börn, þá erum við öll slegin en við treystum því að barnaverndaryfirvöld vinni vel í þessu og farið verði ítarlega í saumana á þessu svo þetta komi ekki fyrir aftur.“ Börnin verða boðuð í viðtal hjá barnaverndaryfirvöldum eins og önnur börn sem maðurinn vann með. „En vissulega er hluti af þessum börnum enn hér með mál hjá okkur þannig að eins og við gerum alltaf þá ræðum við opinskátt um allt við þessi börn og tökum af þeim púlsinn,“ segir Áshildur.
Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41